Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2005, Page 27
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 27
Lesendur
Ceausescu velt afstóli
Á þessum degi árið 1989 neitaði
rúmenski herinn íyrirskipunum um
aðgerðir gegn mótmælendum og þar
með var stjóm Nicolae Ceausescus
fallin. Alda frelsis og lýðræðis hafði
áður farið um lönd Austur-Evrópu og
ffegnir af falli kommúnismans höfðu
borist þjáðum íbúum Rúmeníu sem
varð síðasta landið til að gefa þá
stefnu upp á bátinn. Fjöldi manna
þusti út á götur til að mótmæla harð-
stjóranum sem hafði notað her og
fjölmiðla til að halda sér og sínum við
völd. Mánuðinn áður hafði komm-
únistaflokkur landsins kjörið hinn 72
ára Ceausescu sem forseta til flmm
ára í viðbót, en hann hafði setið við
stjórn síðan 1965.
Árið 1989 var greinilegt að
Ceausescu hafði misst nærri allt
veruleikaskyn. Á meðan raðir í
brauðbúðir náðu hundmðum metra
og matarskömmtun alger birtist
hann á sjónvarpsskjám þar sem hann
lofaði velgengni Rúmernu í efhahags-
málum. Þann 17. desember skutu
hermenn á verkamenn og stúdenta
sem höfðu tekið sér mótmælastöðu í
bænum Timisoara. Ceausescu hélt
ávarp í sjónvarpi þann 20. þar sem
Nicolae Ceausescu Mánuði fyrir dauða
sinn I ræðustól á þingi.
hann fór hörðum orðum um upp-
reisnina en næsta dag flúði hann
Búkarest í þyrlu. Hann og kona hans
vom eigi að síður handtekin stuttu
síðar og tekin af lifi á jóladag eftir
stutt og ómarktæk herréttarhöld. Við
í dacj
eru liðin 86 ar síðan
síðasti dómur í
Landsyfirréttir var
kveðinn upp. Hann
hafði þá starfað í 118 ár
samfleytt. Hæstiréttur
tók við valdi réttsins, en
hann var settur fyrst
árið 1920.
aftökuna sungu hjónin
Intemationalinn en vom skotin með
hríðskotabyssum eftir fjórða vers.
Bæði „réttarhöldin“ og aftakan vom
tekin upp á myndband og dreift til
sjónvarpsstöðva víða um heim
skömmu síðar.
Úr bloqqheimum
Póstberi með hund
„Anyway, i öllu
stessinu þá voru
það litlir krakkar
sem fengu mig til
að brosa útiann-
aðídag.Merkilegt
nokk,endaerégal-
mennt ekki svo hrifin
afkrökkum. En fyrst kom
drengur til min á haröahlaupum og stam-
aði út úr sér„hvar er... þanna... bréfbera-
hundurinn þinn?" Mér fannst það svolítið
skondið og gafmérnú tima til að útskýra
hversu mikil gospilla litli vigahundurinn
minn væri og þætti ekki gaman að hjálpa
mér i vinnunni þegar það væri svona mik-
il rigning."
Begga - kofakvenndjofull.blog-
spot.com
Pastapungar
„Mér finnst vondur matur ekki góður. f
kvöld skaust nýr réttur á listann minn yfir
vondan matoger líklega I öðru sæti á eft-
ir kálbögglunum.
Man ekki nafnið á þessu nákvæmlega en
þetta er„kjöt“sem er búið að vefja inn í
einskonar pastasnigil. Enhverjir telja
kannski að hér sé á
ferðinni afbragðs
dæmi um sam-
blöndu verkfræð-
isnilldarog elda-
mennsku sem
þetta er að vissu
leyti en að baki
býreinnig lymska
og svikráð.Á afskekkt-
um stað f ítallu sem sjálf-
sagt er staðsett í suðrinu er verksmiðja
þarsem öllum dauðum sirkusdýrum
landsins erkomið fyrir. Þau eru svo bútuð
niður og kjötinu ásamt beinunum, brjósk-
inu og öllu sem fylgir er hrært saman i bit-
lausri hrærivél (sem er kannski það helsta
sem aðgreinir þetta frá pylsukjöti)/
mazehaze.blogspot.com
Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar.
r hraði hjá Hraða
Vegna fréttar um Ástarfleyið
sem birtist í fimmtudagsblaðinu
skal tekið fram að Hulda
Hlöðversdóttir og Hanna Guðrún
Stefánsdóttir hafa aldrei átt í ást-
arsambandi. DV harmar það að
hafa birt frétt um það gagnstæða
og biður Huldu, Hönnu og að-
standendur þeirra velvirðingar.
frakkann sinn líka. Ég ákvað að reyna
við aðra fatahreinsun sem ég læt
ógetið þar sem þetta á ekki að virka
sem auglýsing. „Tilbúið á morgun,"
var mér sagt og ég trúði þvl varla.
Mér fannst þetta það merkilegt og
hringdi því í Hraða og spurðist fyrir
um hverju sætti að þetta gengi ekki
hraðar fýrir sig og svarið var einfalt:
„Það er svo mikið að gera."
Mér fannst þetta það
merkilegt og hringdi
því í Hraða og spurð-
ist fyrir um hverju
sætti að þetta gengi
ekki hraðar fyrir sig
og svarið var einfalt:
„Það er svo mikið að
gera".
Ég vil því einfaldlega koma því á
framfæri við neytendur að hægt er
að fá góða og hraðvirka þjónustu. Ég
hef ekkert upp á Hraða að klaga
nema það að standa ekki undir
nafni, hef oft verslað við þá hingað
til, en allar líkur á að það breytist
liggi mér á, eins og nú fýrir jólin.
Laufeyhringdi:
Ég fór um daginn í fatahreinsun-
ina Hraða í Smáralind með rúmteppi
og jakkaföt mannsins míns. Ég fékk
að vita að þetta tæki um viku og var
ég svo sem ekkert að furða mig á því
fyrr en daginn eftir þegar í ljós kom
að karlinn þurfti að láta hreinsa
Hæg hreinsun Laufeyju finnst
hreinsun hæg hjá Hraða.
Myndin erþó ekkiþaðan.
Lesendur
Haldið til haga
Geir Ágústsson
fjallarum leiðir
lýðræðisins.
1 \ A f
Frjálshyggjumaðurin ,n segi r
! .1! '
Verkfæri stjórn-
málamannsins
Flestir stjómmálamenn eiga það
sameiginlegt að vilja stjóma einhverju
eða hanna einhverja þætti samfélags-
ins á ákveðinn hátt. Til þess beita þeir
ríkisvaldinu, fjölmiðlum og heilu
hjörðunum af opinberum starfs-
mönnum til að finna hentugustu leið-
ina til að ná tökum á almúganum. Al-
gengt verkfæri stjómmálamannsins er
að tala lyrir hönd misvel skilgreindra
minnihlutahópa. Aldraðir, einstæðir,
böm, sjúklingar, sjómenn og Eyja-
menn em dæmi um slíka hópa. í nafiii
þeirra er hægt að fara fram á allt milli
himins og jarðar, varpa kostnaðinum
á alla aðra, þakka sér allt sem lukkast
en kenna öðrum um ef illa fer.
Annað algengt verkfæri er óttinn.
Loftslagið, byggðaþróunin og kynja-
hlutföll f einkafyrirtækjum em dæmi
um grýlur sem má nota til að hræða
kjósendur og íjölmiðla. Með ótta kjós-
enda að vopni er hægt að samþykkja
allskyns furðulegar reglur sem valda
stofnun nýrra eða stækkun gamalla
ríkisstofriana. Enn eitt verkfæri stjóm-
málamannsins er skattkerfið. Skattar
verðlauna ákveðna hegðun en refsa
fyrir aðra. Vinstrimenn beijast gegn
skattalækkunum og bera við fjárþörf
stjórnmálamanna. Þrælaeigandinn
sem neitar að frelsa þræl sinn ber við
þörf á vinnuafli. Á þessu tvennu er
stigmunur, ekld eðlismunur.
Notadirbflar
Jólagjöfin til þín: 40.000 kr.
ávísun uppí Nokiari eða Pirelli
dekk hjá Max1: sumár- eða
vetrardekkað eigin vali, kaupir
þú notaðan bi! frá Brimborg.
Fjöldi notaðra bíla í sölu á liverjum degi. Veldu bílinn áður en bann selst Suielltu núna.
Sljri
ÆMM m
IBkl
JélatiSbodid gildir aðeins tii aðfangadags, 24. desember nk.
Smelltu þér þá netið - www.brimborg.is - smelttu þér á notaðan bíl
hjá Brimborg. Reynsluaktu hjá Brimborg Reykjavík eða Akureyri.
Vid kaupum af þér gamla bflinn: Stadgreitt.
Þú veltir fyrir þér hvemig best er að losna við gamla bílinn, Brimborg kaupir hann af þér staðgre'rtt*
veljir þú bíl frá Brimborg. Þú fiærð peninginn beint í vasann -eða greiðir upp lánið á gamla bílnum.
Þú losnar við allt umstang við að selja og minnkar þinn kostnað. Komdu og skoðaðu notaöan
bíl í dag. Komdu í Brimborg - ræddu við söluráðgjafa notaðra bfla um hvemig best er að skipta
DÍInum uppí notaðan bíl hjá Brimborg.
T
bfl
*
brimborg
öruggur etaður tU aö vara 6
Brlmborg Reykjavfk: Bfldshöföa 6. sfmi 515 7000 | Brlmborg Akureyrl: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.brimborg.ls
* Brimborg greiðlr þér gamla billnn 45 dögum efllr að uppllaka á gamla bllnum er frágengln.