Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 Fréttir DV Valgarðnr GgMjnason Kostir & Gallar Kostir Valgarðs eru að hann er frjór í sköpun, heiðarlegur og skemmtilegur. Ókostirnir eru að hann er of rótegur á sviði, óþolandi minnugur og iéiegur í golfi. „Kostirnir eru náttúrulega að hann er ofboöslega frjór í sinni sköpun, bæði tón/eika- og textalega. Lika það hvað honum hefur tek- ist aö halda uppi merki hljómsveitarinnar í langan tima. Þeir fá ekki alltaf það klapp sem þeir eiga skilið en halda samt ótrauðir áfram og er hann aðaldrifkrafturinn I hljómsveitinni. Ókostirnir eru að á sviði finnst mér hann heldur rólegur en efhann væri ekki með þessa framkomu þá væri hann ekki trúr sér sjálfum. “ Þorkell S. Harðarson, annar leikstjóri heimildarmyndarinnar Fræbbblarnlr og pönkið. „Hann hefur voðalega marga kosti. Er duglegur og heiðarleg- ur, mjög hreinskilinn. Hann er skemmtilegur og vel gefinn, ofvirkur, mikill mannelskari og góður maður. Skemmtilegur tónlistarmaður og góður lagasmiður. Dugnað- urinn er ótrúlegur og hann elsk- ar að hafa fólk i kringum sig. Hann er samt frekar ofvirkur, það getur stundum verið erfitt að hafa hann þannig. Svo getur hann líka verið óþolandi minn- ugur." Iðunn Magnúsdóttir, eiginkona Val- garðs. „Valli er traustur vinur. Lítur skemmtilegum augum flækir það ekki. Hann er skemmtilegur, fé- lagslyndur, fínn tón- listarmaðurog fylginn sér I skoðunum. Hann er ekki auðkeyptur. Það er kannski ókostur að hann vill hafa lifið ofeinfalt. Svo er hann slappur golfari. Ég veit ekki fleiri ókosti um Valla." Haraldur Reynisson trúbador og vinur. Valgarður Þórir Guðjónsson er fæddur 8. febrúar 1959. Hann ersöngvari í Fræbbblunum en hún er ein elsta pönksvelt Islands og hefur náð ótrúlega miklum og breiðum vinsældum. Valgarður er mikill tónlistarmaðurog skipuleggjandi en hann hefur skipulagt fjölda tónleika í gegnum tlðina og er alltafað semja tónlist. Ný heimildarmynd um Fræbbblana var sýnd I Sjónvarpinu á mánudag. Stýra Hólma- vík frá ísafirði Bjöm Bjamason dóms- málaráðherra hefur sett fram tillögu um að fallið verði frá því að lögreglulið- inu á Ströndum verði fram- vegis stjómað frá Borgamesi eins og lagt var til af nefnd á vegum ráðu- neytisins. í staðinn verði liðinu stjórnað frá ísafirði. Þetta kemur fram á strand- ir.is. „Flytja á verkefni til lít- illa sýslumannsembætta og er ekki laust við að Strandamenn bíði spenntir eftir að sjá hvort þau verk- efni sem sýslumannsemb- ættið á Hólmavík fái í sinn hlut hafi fleiri störf í för með sér á svæðinu." Svifvængur Hluti vængsins féll saman með þeim af- leiðingum að Rúnar hrapaði tii jarðar. Bílvelta á Seltjarnarnesi Endaði á flóðgarði Bílvelta Ökumaður blls enþaði för sina á heldur óskemmtilegan hátt. Tilboð á sögubók Ibúum Mosfellsbæjar hefur verið boðin til kaups bók um sögu byggðar á svæðinu í 1100 ár. „í þessari vönduðu og glæsi- legu bók er meðal ann- ars gerð ít- arleg grein fyrir land- búnaðar- samfélag- inu, sem ríkti um aldir í Mos- fellssveit, og þeim stórstígu breytingum sem urðu þar á 20. öld," segir á vefsetri Mosfells- bæjar um bók þeirra Bjarka Bjamasonar og Magnúsar Guð- mundssonar. Bókin er seld á 9.990 krónur í Álafossbúðinni og Þjónustuveri Mosfellsbæjar. Er það sagt vera tilboðsverð. Bíll valt á gatnamótum Lind- arbrautar og Norðurstrandar í gær. Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu um bílveltuna um fjögurleytið seinni part gærdags. Lögregla var send á staðinn ásamt sjúkraliðum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ökumað- urinn hafði þó náð að koma sér sjálfum út út bflnum eftir að hann valt og slapp án teljandi meiðsla. Hann var einn í bflnum. Að sögn varðstjóra umferðar- deildar var ekki hálka á veginum. ökumaður bifreiðarinnar lenti hins vegar í slabbi á veginum með þeim afleiðingum að hann endaði upp á vegkanti. Þaðan fór bfllinn nokkrar veltur og endaði á flóðgarðinum við veginn. '■ V : * Vinir og fjölskylda kerfisstjórans, Rún- ars V. Jenssonar, eru öll í sorg eftir að Rúnar hrapaði til bana 1 hræðilegu svif- vængsslysi í Kólumbíu á gamlársdag. Enginn syrgir þó sárar en Lára Óskars- dóttir, kennari og móðir Rúnars. „Hann átti svo mikið eftir. Svo mikið að gefa. Þetta er ákaflega óréttlátt," segir Ásdís Óskarsdóttir, harmi slegin móðir Rúnars V. Jenssonar, 32 ára kerfis- stjóra í Háskólanum í Reykjavík. Sonur hennar lést af slysförum á gamlárs- dag þegar svifvængur hans hrapaði eitt htmdrað metra til jarðar rétt fyrir utan borgina Medellin í Kólumbíu. Rúnar var ókvæntur og bamlaus. en tveir ætla að bíða í Medellin og fylgja vininum heim til íslands. Að sögn fulltrúa í sænska sendiráðinu skýrast þau mál á allra næstu dögum. Rúnar Vincent Jensson var á ferðalagi um Kólumbíu með fimm félögum sínum úr Svifflugsfélagi Reykjavíkur en Rúnar var stjómarmaður í félaginu. Allir í hópnum vom miklir áhugamenn um svifvængsflug en Medellin í Kólumbíu er kunnur áfangastaður áhugamanna um slíkt flug. Varaður við Enn hefur ekki fengist staðfest hvað olli slysinu þennan dag. Þó er vitað að Rúnar og félagar hans höfðu verið varaðir við að lenda á þeim slóðum sem slysið varð vegna mikilla sviptivinda. Talið er að sviptivindar hafi einmitt orðið þess valdandi að hluti sviívængsins féll saman, þegar Rúnar var við það að lenda, með þeim afleiðingum að hann hrapaði til bana. Tveir urðu vitni að slysinu, íslenskur vinur og ferðafélagi Rúnars og banda- rískurkunningi þeirra. Rúnarhálsbrotnaði við fallið og lést hann samstundis. Sendiráð Svíþjóðar er í málinu Hjá sendiráði Svíþjóðar í Kólumbíu, sem annast samskipti aðstandenda Rún- ars við kólumbísk yfirvöld, fengust þær upplýsingar í gær að unnið væri að því að koma Rúnari heim til hinstu hvflu. Þrír ferðafélagar hans eru þegar komnir heim Deyja ungir sem guðirnir elska Banaslysið er áfall fyrir fjölskyldu Rún- ars og vini en hann var gríðarlega vina- margur. Rúnar átti sér mörg áhugamál. Auk svifvængjuflugsins kafaði hann og stundaði langhlaup. Hann var virkur í ýmsum félagsstörfum og sat meðal ann- ars í stjóm junior Chamber í Garðabæ. Ásdís, móðir hans, segir hann hafa verið kraftmikinn og lífsglaðan dreng. Undir það taka vinir hans og kunn- ingjar sem hafa eytt nýja árinu í að syrgja félaga sinn sem nú er fallinn frá. „Þetta er ákaflega sárt og óréttlátt," segir Ásdís Óskarsdóttir sem bíður heim- komu sonar srns. Hún verður með öðr-um hætti en alla óraði fyrir. „En svona er þetta," segir hún. „Það er eins og sagt er; Þeir deyja ungir sem guðimir elska." andri@dv.is _ Medellin í Kól- umbfu Slysið var skammt fyrir utan borgina á gamiársdag. ' ■ ‘Íí- RunarV. Jens- son Móðir hans syrgirhann sárt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.