Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2006, Qupperneq 27
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 27
Lesendur
Evran komin á markaðinn
f fyrsta sinn frá dögum Karla-
magnúsar á 10. öldinni varð Evrópa
sameinuð með einni mynt þegar
evran var sett á markað þennan dag
árið 1999. Fyrst um sinn varð þó
einungis um að ræða gjaldmiðil
sem varð gjaldgengur á millibanka-
og fjárfestingamörkuðum. Það varð
ekki fyrr en þremur árum síðar að
ríkin fengu harða mynt og seðla í
hendurnar. Ellefu evrópsk ríki með
um 290 milljónir íbúa fengu eina
mynt og því urðu aðrir gjaldmiðlar
úreltir. Þeirra á meðal var franski
frankinn, ítalska líran, spænski pes-
etinn, írska pundið og finnska og
þýska markið. Eitt áhrifaríkasta
hagkerfi heims, hið breska, ákvað
að taka ekki þátt í mynteiningu
bandalagsins.
Mikið var lagt upp úr hönnun
evrópsku myntarinnar, en þjóð-
löndin sem að henni standa gefa
út mynt með sínum eigin mynd-
um. Meðal annars ákváðu belgísk
yfirvöld að gefa út mynt með
myndum af Tinna og hundinum
hans Tobba í tilefni af 75 ára „af-
mæli" Tinna.
Gengi íslensku krónunnar gagn-
vart evrunni þennan dag árið 1999
var 80,84 krónur. í gær var sölu-
gengið 74,97.
I dag
eru 1Z ár síðan bruni
kom upp í Gúmmívinnu-
stofunni við Réttarháls.
Tjónið varð hið mesta á
semm arum.
Ur bloggheimum
Löðrandi kynþokki?
„Ég lét Ijósu lokkana mína fjúka um dag-
inn. Hætti að vera líkur Vilhjálmi Bretaprins
ogernú eins og óskilgetið af-
kvæmi David Beckham og
Brad Pitt with a dash ofCon-
an the barbarian. Ég er með
öðrum orðum snoðaður um
þessar mundir og er sannast
sagna óhugnalega kynþokka-
fullur og hefég átt fótum mínum fjör að
launa eftir æfingar i vikunni þvi sumir I lið-
inu geta hreinlega ekki á heilum sér tekið
þegar þeir sjá mig. Hvað um það.
Haukapjakkarnir eru vanirað vera vaðandi
i kynþokka og ættu ekki að vera kippa sér
upp við þó sumir séu meira löðrandi en
venjulega."
Þórður - dodditimberlake.blog-
spot.com
Vel boðið í Bónus
„Reyndar er mjög langt síðan ég gafstrák
nr. hjá mér ég held að það sé meira en ár.
Annars eralltafverið að
spurja mig en ég er
nottla á föstu þannig.
Hehe það kom samt
fyrir mig um daginn
að ég var að verzla í
bónus með mömmu
minni og einn afaf-
greiðslustrákunum rétti mér
pappamiða sem stóð„má ég fá gsm hjá
þér?" ég fór alveg i kerfi„mamma drullum
okkuf'hún skildi nottla ekki neitt og tók
sinn tíma og svo sýndi ég henni þetta úti í
bíl og hún hló sig endalaust máttlausal!
Það má segja að Bónus býður betur eins og
kjörorðin þeirrra segja. Ég meina þau voru
nánast að bjóða mér kærasta hehe."
Pálina Gunnlaugsdóttir -
blog.central.is/palina 11
Smá flottur jólafilingur
„Endaði ruglið þannig að allir voru farnir
og valli og grezzinn voru tveireftirað
drekka rán dýrt vín og reykja vindla i boði
valla...um 10 í morgun hringdi vall-
inn i hróa og pantaði 2
rauðvinsfloskur bjór og
pizzzu..ekkert malmeð
það..en þegar sendill-
inn kom með pjezzuna
rukkaði hann valla um
11 þúsund og sagði þá
kallinn .."blessaðurhafðu
það 30þúsund, smá jólagjöftil
hróa" ..talandi um stóran gaur??????? valli
er kóngurinnl! flottastur."
tapparnir.tk
Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar.
Ofurlaun Mjóranna
Ragnheiður hiingdi:
Mér finnst það alveg með ólík-
indum hversu há laun fólk er að fá
fyrir störf sín. 130 milljónir fyrir
fimm mánaða vinnu, getur þetta
staðist? Mér finnst þjóðfélagið orðið
frekar klikkað þegar forstjórar eru
farnir að fá hærri laun fyrir nokkurra
mánaða starf en venjulegur maður
sér á allri ævinni. Öryrkjar svelta og
gamalmennum er hrúgað inn í litlár
kompur vegna þess að það er ekki til
neinn peningur til þess að aðstoða
þetta góða fólk.
Lesendur
Hverjar eru áherslur okkar í sam-
félaginu í dag? Er þetta það sem
koma skal? Það er ekki eins og fólkið
í landinu, það sama og gerði þessum
risum kleift að vaxa, fái eitthvað til
baka því öll þessi fyrirtæki eru með
skráða kennitölu í Andorra eða Arú-
ba.
Mér þykir grátlegt að hugsa tii
þess að ástandið eigi eftir að versna
með árunum ef við gerum ekkert í
þessu, við verðum að standa upp og
snúa þessari þróun við í stað þess að hún vex með hverri milljóninni.
horfa á eftir þessari klikkun á meðan
Valur skrifar:
Það verður að segjast að ég skil
ekki alveg ákvörðun fálkaorðu-
nefndarinnar að veita honum
Guðna Ágústssyni stórriddarakross-
inn um áramótin. Það sem er
ómögulegt að skilja er hvað ná-
kvæmlega hann gerði til þess að
hljóta þessa æðstu viðurkenningu
þjóðarinnar. Nú vil ég ekki gera lítið
úr Guðna en það gefur augaleið að
maðurinn ætti ekki að fá stórridd-
arakrossinn fyrir framlag sitt til
landbúnaðar. Landbúnaðurinn hef-
ur sennilega aldrei staðið á jafn
óstöðugum stoðum og í dag og virð-
ist í raun vera að deyja endanlega út.
Guðni fær stórriddarakrossinn
Örfáir mjólkurbóndar eru eftir og
bændur eru algjörlega hættir að
nenna að halda í þessa veiku lífæð
sína, þeir eru allir fluttir í bæ
inn. Þess vegna hlýtur
maður einmitt
að
spyrja
hvers
vegna
ósköpun-
Guðni
hafi fengið
æðstu við-
urkenn-
þjóðar-
Af sauðum, hirð-
um og úlfum
Það er engin nýlunda á íslandi
að forystumemi kirkjunnar fari
fram með offorsi gagnvart almenn-
ingi. Allt frá því að kaþólska kirkjan
plataði fólk til að gefa sér jarðir vftt
og breitt um landið með tröllasög-
um um úlfalda, náiarauga og eilífa
útskúfun efnamanna úr himnaríki
yfir í superintend-
anna lútersku
sem brenndu
þau fornrit
sem þeir náðu
í því þeir
héldu að í þeim
væri einhver „pá-
píska."
Þessari hefð var herra Karl Sig-
urbjömsson trúr í nýárspredikun
sinni sem lesa má á kirkjan.is.
Hann segir að hjónabandið sé trú-
arleg stofnun í útrýmingarhættu,
geti dáið út ef Alþingi samþykkir
lög sem veita trúfélögum mögu-
leika á að gefa saman samkyn-
hneigð pör. Að vísu sleppir hann að
geta þess að hjónabönd vom til
löngu áður en Jesú Jósefsson,
meintur Messías, kom í heiminn.
Hjá Fom-Grikkjum, Fom-Germön-
um, gyðingum, Egyptum, hjá búdd-
istum, í hindúasið og víðar.
Það er hins vegar ljóst að hér er
herra Karl að skrökva að þjóðinni.
Hjónabandið mun lifa áfram þótt
þetta verði í lög leitt. Og þjóðkirkj-
an mun ekki sporðreisast eða trúin
í jörðu sökkva. En það verður að
teljast undarlegt þegar hempu-
klæddir verndarar trúar og ldrkju
eru orðnir heimsendaspámenn. Og
þeim mun undarlegra er þetta þeg-
ar til þess er hugsað að í Biblíunni
er sérstaklega varað við falsspá-
mönnum. Er kannski kominn tími
á að sauðir trúarinnar á íslandi fái
nýjan hirði, fyrst þessi reynist úlfur?
Ævintýramaour með auga fyrir hellum
„Eg var af þessari kynslóð sem var
öll sumur í sveit," segir Árni B. Stef-
ánsson um upphaf hellaáhuga síns.
„Þá var ég í Kalmannstungum og
kynntist þar stóm hellunum í Hall-
mundarhrauni, þar sem Surtshellir er
hvað þekktastur. En eins og með
marga hella í heiminum er búið að
fjarlægja og eyðileggja allar við-
kvæmar myndanir í honum. Það ger-
ist bæði óviljandi og viljandi, menn
fóru þarna úm með lélegum ljósum
og bmtu steina og fleira með ógætni.
Svo em sumir sem ná sér í minja-
gripi," segir Árni sem á þann heiður
einn núlifandi íslendinga að eiga
náttúmvætti sem heitir í höfuðið á
honum. Það er Árnahellir í Selvogn-
um í Ölfusi. „Hann fann ég fyrir tutt-
ugu árum. Honum var formlega lok-
að með löggjöf fyrir þremur ámm og
gerður að náttúruvætti. Árnahellir er
einstakur í sinni röð fyrir dropa-
steinsmyndanir og þolir nánast enga
röskun."
Markmiðið hjá Árna í sambandi
við hellaskoðun er hreinlega að hafa
gaman af því. Spurður um hvað
kveikti áhugann segir Árni það vera
blöndu af ævintýramennsku og
könnunarþrá. „Svo það að finna eitt-
hvað sem enginn hefur s'éð áður. Eins
hef ég gert mitt besta til að tryggja
varðveislu hella. Það gerist með því
að tala ekki um þá og loka þeim. Þvl
miður em manni bundnar hendur í
þessu. Þannig varð reyndin með
Ámahelli,"
Árni komst nýverið í fréttirnar fyr-
ir hellinn sem hann kaus að kalla Þrí-
hnúkagíg og er við Bláfjöll. Fjöldi
fólks hefur komið að málinu í kjölfar
hugmyndar Árna um að gera hann
aðgengilegan almenningi.
„Gosrásin liggur þarna svo djúpt
að það gerir hann að dýpsta hraun-
helli heims, með um 200 metra dýpt.
„Eins hefég gertmitt
besta til að tryggja
varðveislu hella. Það
gerist með því að tala
ekki um þá og loka
þeim."
Hann hefur líka að geyma næst-
stærstu hraunhellshvelfingu heims
sem yrði gífurlegt aðdráttarafl fyrir
útlendinga. Það var maður sem kall-
aði hugmyndina bestu hugmynd sem
fram hefur komið í ferðaþjónustu á
suðvesturhluta landsins, með fullri
virðingu fyrir Bláa lóninu." Þá er um
að gera fyrir okkur hin að bíða og
vona.
Arni kláraði iæknisfraeðina 1976frá Hi. Hannfór síðanlifranrhald
r^:ssr^=s£:ísí
áns Ó. Ólafssonar og KristínarÁrnadlóttur. —
DV-mynd afp photos