Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006
Fréttir XXV
Tvíhöfði
hætti sjálfur
„Það lá fyrir í nokkurn
tíma að við myndum hætta
með Tvíhöfðafréttir nú um
áramót. Það var algerlega
að okkar eigin frumkvæði,"
segir Sigurjón Kjartansson
um frétt á baksíðu DV í gær
um að honum og Jóni
Gnarr hefði verið sagt upp
með Tvíhöfðadagskrá sína
á NFS. „Þetta er ekki rétt,“
segir Sigurjón og bætir við.
„Rétt skal vera rétt.“
Átu kengúru
Gestir á Nýársfagnaði
SKG veitinga fengu heldur
betur framandi rétti þegar
þeir snæddu á Hótel ísa-
firði um síðustu helgi. í
matinn var meðal annars
önd og kengúra. Á sjöunda
tug gesta gæddu sér á kjöt-
inu, að sögn heimasíðunn-
ar bb.is og sögðu gestir að
maturinn hefði verið mjög
góður. „Kengúran kom
skemmtilega á óvart, mjög
meyrt og gott kjöt sem var
vel matreitt," sagði Karl Ás-
geirsson, einn eigenda SKG
veitinga. Það var HaUdór
Karl Valsson matreiðslu-
meistari sem bar þennan
óvenjulega rétt á borð.
Spítt, hass og
hraðakstur
Ökumenn á Suðurnesj-
um voru með heldur þung-
an bensínfót um helgina.
Lögreglan í Keflavík kærði
fimm ökumenn fyrir of
hraðan akstur. Voru þeir
allir á Reykjanesbrautinni
og sá sem hraðast ók var á
135 kílómetra hraða. Á
föstudaginn gerði Lögregl-
an í Keflavík síðan húsleit á
heimili þar í bæ vegna
gruns um fíkniefnamisferli.
Við leitina fundust 40
grömm af meintu amfeta-
míni og 10 grömm af hassi.
Sex aðilar voru handteknir
en sleppt að loknum yfir-
heyrslum og telst málið
upplýst.
ÍÍÍIÍip
Betur fór en á horfðist þegar Magnús Kristinsson, útgerðarmaður og eigandi
Toyota-umboðsins, ók Ford-jeppa sínum út af á Hellisheiði á sunnudaginn. Jeppinn
endastakkst í snjóskafl og endaði á toppnum. Nú ætlar Magnús að skipta yfir í
Toyota-jeppa enda heimatökin hæg.
Nýr bíll Magnus
þarfaðfásérnýjan
jeppa eftir slysið á
Hellisheiði; skipta
FordútfyrirToyota
Magnus Kristmsson
Þakkar Guðifyrir að vera
á lífi eftir lífsreynsluna á
Hellisheiði á sunnudag-
inn. Hér með eiginkonu
sinni, Sigfinnu Lóu.
------- v
Magnús Kristinsson, forstjóri og nýr eigandi Toyota-umboðsins,
lenti í bílslysi á Hellisheiði á sunnudaginn. Magnús var að koma
á Ford-jeppa sínum úr sumarbústað í Reykholti í Biskupstung-
um þegar hann lenti á svellbunka og það skipti engum togum;
jeppinn endastakkst í snjóskafl og kastaðist yfir sig og endaði á
toppnum.
„Það er kraftaverk að ég sé á lífi.
Engu er líkara en Guð hafi vakað yfir
mér í þetta skipti,“ segir Magnús
sem í gær var enn í sjokki eftir slysið
eins og gefur að skilja. „Þetta tekur á;
manni bregður óskaplega."
Ók á 80 kílómetra hraöa
Magnús segist hafa ekið Hellis-
heiðina á 80 kílómetra hraða og talið
sig fara varlega að venju:
„En aldrei er of varlega farið, það
er ljóst," segir hann en athygli vekur
að Toyota-eigandinn var á Ford-
jeppa.
„Ég hafði bara ekki gefið mér
tíma til að skipta en núna verður
vart hjá því komist," segir Magnús
enda jeppinn illa farinn eftir koll-
steypuna sem hefði getað orðið
Magnúsi dýrkeypt ef heppni og
hugsanlega mildi Guðs hefði ekki
komið til.
Allir hissa
„Sem betur fer slasaðist ég ekkert
en fór í allsherjarrannsókn á spítala
allra landsmanna. Þar fundu lækn-
arnir ekkert að mér og á því voru all-
ir hissa miðað við það sem á undan
gekk. Ekki síst ég sjálfur," segir
Magnús Kristinsson sem nýverið
festi kaup á Toyota-umboðinu og
landsathygli vakti. Annars er Magn-
ús stórútgerðarmaður í Vestmanna-
eyjum og slyngur fjárfestir.
Sem fyrr greindi var Magnús
Kristinsson að koma úr sumarbú-
stað sínum í Reykholti í Biskups-
tungum þegar slysið varð. Hann ætí-
ar ekki að láta þessa lífsreynslu sína
hafa frekari áhrif á sig en orðið er og
aka Hellisheiðina áfram sem hingað
til. En með gát og næst á Toyota-
jeppa enda heimatökin hæg eftir
síðustu viðskiptahrinu hans.
Einn á ferð
Magnús er eldri bróðir Birkis
Kristinssonar, fyrrverandi landsliðs-
markvarðar í knattspyrnu og heit-
manns RagnhOdar Gísladóttur
söngkonu. Þau voru ekki með í ferð-
Viðskipti Magnús Kristinsson og PállSamú-
elsson handsala eigendaskiptin á Toyota-
umboðinu.
inni örlagaríku: „Nei, ég var einn á
ferð. Sem betur fer," segir Magnús.
er ekki lenqur böl
m
Svarthöfði
Brennivín
Svarthöfði er alveg í skýjunum
yfir nýjustu þróun mála í drykkju-
menningu íslendinga. Loksins erum
við orðin eins og útlendingar. Hér
má drekka alls staðar. Sveppi má
meira að segja sukka og svína eins
og honum sýnist daginn áður en
hann leikur í leiksýningu fyrir börn.
Þetta er bara eins og í útlöndum. Og
svona var það ekki hér á landi í ár-
hundruð.
Við íslendingar höfum nefnilega
lengi haft skömm af drykkjufólki.
ímyndið ykkur bara hneykslisöld-
urnar sem hefðu riðið yfir sam-
„Ég segi ekki að við höfum staðið á öndinni i langan tíma en við vorum orðin nokkuð
spennt undirþað síðasta,"segir Hallgrimur Snorrason hagstofustjóri sem færði
þjóðinni tíðindi afþrjúhundruðþúsundasta Islendingnum í gær.„Það var ákveðið
mat okkar á Hagstofunni sem skilaði þessari niðurstöðu. Við gátum náttúrlega
ekki verið handviss um að þessi ágæti drengurheföi verið númer þrjúhund-
ruðþúsund, en við teljum okkur vera ansi nærri lagi."
dag og drekki sig út úr heiminum.
Það þykir jafnvel bara fínt. Við erum
meira að segja farin að íhuga það al-
varlega að selja brennivín í mat-
vörubúðum. Og þó fyrr hefði verið.
Sumir vilja meira að segja að við
íslendingar fáum leyfi til að drekka
okkur út úr heiminum á boltaleikj-
um lflct og bræður okkar og systur á
Norðurlöndum. Já, þó fýrr hefði
verið.
Svaithöfði
félagið ef Sveppi hefði dottið í það
fyrir fimmtán árum, látið berja sig
niðri í miðbæ og svo mætt og sungið
og leikið fyrir börn. Maðurinn hefði
bara ekki fengið uppreisn æru fyrr
en eftir ijórðu meðferð og 18. upp-
gjörið í öllum fjölmiðlum landsins.
Þannig var það þá. En nú erum
við ekki teprur lengur. Allavega ekld
þegar það kemur að brennivíni. Nú
þykir bara í fi'nu lagi að nýrfldr ís-
lendingar sitji á kaffihúsi um miðjan
Hvernig hefur þú það'