Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 Fréttir DV Henrik Danielsen Henrik erþolinmóður, atorku- samur og hugmyndarlkur. Það er leiðinlegt að tefla við hann, lélegur í Islensku og reykir. „Henrik er gull afmanni, hann ermeð eindæmum þolinmóður og setur sig ekki á háan hest. Hann er heiðarlegur með ein- dæmum, einiægur, og rólyndismaður mikill. Ókostir eru að það er helvíti leiðinlegt að tefla við hann, þeir eru eiginlega ekki fleiri." Ólafur Kolbeinn Guömundsson, pianó- leikari og vinur. „Ég myndi segja að hann sé æð- islega atorkusamur, fluggáfað- ur, það er sérstaklega þægilegt að vinna meö honum sem og að ferðast. Hann er bara ótrúlega skemmtilegur. Gallarnir hans eru að hanner sélega lélegur I íslensku og ég sé ekki fram á að hann muni nokkurn tlmann læra hana. Hann kann ekki heldur á bll og ég held reyndar að hann sé orðinn ofgamall til þess aö læra á hann efég á segja eins oger." Kristian Guttesen, Ijóöskáld og vinur. „Kostirmir eru að hann eryndis- legur, svo er hann þol- inmóður, hugmynda- rikur og hann nær ofsa- lega vel til fólks. Það er llka unun að horfa á hann kenna fólki sem ekki kann sama tungumálið þvl það er ótrúlegt hvað hann er góður að bjarga sér. Síðan er hann bara svo aðlaðandi Eini ókosturinn sem ég get fundið við Henrik er aö hann reykir." Kristfn Slgurðardóttlr, læknlr og vinur. Henrik Danielsen er fæddur21.janúar 1966 í Danmörku. Hann er stórmeistari í skák og fékk íslenskan ríkisborgarétt fyrir stuttu. Hann hefur veriö gríðarlega öflugur í skákllfi íslands og hefur til að mynda setið sem skólastjórí skákskóla Hróksins ásamt því að ferðast til Grænlands og Afrlku I þeim tilgangi að kynna skák. Henrík er ókvæntur og býr I Hafnarfirði. Ánægja á Akranesi Bæjarráð Akraness er ánægt með tillögu Bjöms Bjamasonar dómsmálaráð- herra um að á Akranesi verði lykilembætti lögreglu á Vesturlandi. „Baejarráð harmar hin vanstilltu við- brögð sem orðið hafa í garð Akurnesinga og dómsmála- ráðherra, en hann byggði sínar niðurstöður á tillög- um nefndarinnar eftir að hún hafði haldið kynning- arfundi um málið/' segir bæjarráðið þó og vísar í viðbrögð sumra annarra Vestlendinga. Segist bæjar- ráðið vona að sátt myndist um löggæslumál á Vestur- landi og löggæsla þar eflist. Lögreglan grunar Björgvin Þorvarðarson um fjölda innbrota í tölvuverslanir á höf- uðborgarsvæðinu. Hæstiréttur dæmdi á fimmtudag að Björgvin væri skylt að gefa lífsýni til að bera sarnan við blóð á vettvangi eins innbrotsins. Björgvin segir ofsókn- ir lögreglu vera byggðar á kjaftasögum Gísla Styff og annarra óvildarmanna sinna. i og keyrtu túku traktorsgröfu trau 1 Köpavogt. ÞJútantlri Blrtcfnir tr hcnni tnn þctr létu U DV 14. sept. 2005 Björgvin er meðal annars gefið að sök að hafa bakkað gröfu inn i tölvu- verslunina Start íhaust og hafa á brott meðsér þrjár fartölvur. Hann harðneitar sök I þvi máli sem öðrum. f rlend fyr í Helguvík Húsleit hjá tónelskum glæpabræðr- um Lögreglan gerði húsleithjá Gísla Styff ogfann mikið afþýfí. Glsli sagði lögregl- unni að Björgvin ætti þýfíð. Björgvin sem segist vart geta hreyft sig vegna stöðugs eftirlits lögreglu. Gísli Styff er þekktur í undirheim- um Hafnarfjarðar. „Lögreglan er búin að falsa lífsýni til þess að fá niðurstöðu sér í hag,“ segir Björgvin Þorvarðarson garðyrkjumaður sem sakaður er um fjölda innbrota í tölvuverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Hæstiréttur dæmdi í síðustu viku að Björgvin væri skylt að gefa munnvatnssýni til þess að bera saman við blóð sem fannst á vettvangi innbrots í tölvuverslun að morgni 21. júlí í fyrra. Björgvin er talinn eiga hlutdeild í fjölda innbrota í tölvuverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Hann er með- al annars grunaður um að hafa brot- ist inn í tölvuverslunina Start í Kópa- vogi að morgni 13. september í fyrra með því að bakka traktorsgröfu inn í verslunina. „Vissulega kann ég að bakka gröfu en ég braust ekkert inn í þessa búð," segir Björgvin um aðild sína í því innbroti. Ofsóttur af lögreglu Björgvin segir að ofsóknir lög- reglu séu byggðar á kjaftasögum óvildarmanna sinna. „Lögreglan er ,Ég er sterkari en margir halda og ég ætla að berjast til síð asta blóðdropa. búin að gera fjölda húsleita hjá mér en þeir finna aldrei eina einustu tölvu. Samt halda þeir því fram að ég sé að stela þessum tölvum. Þeir gerðu húsleit rétt fyrir jólin hjá Gísla Styff og fundu fullt af fartölvum þar. Gísli sagði að ég ætti þessar fartölvur og lögreglan virðist trúa því,“ segir Berst til síðasta blóðdropa „Einhverra hluta vegna heldur lögreglan að ég sé stærsti þýfissalinn í landinu. Samskipti mín við lögregl- una hafa verið algerlega út í hött. Þeir vilja bara bola mér út úr samfé- laginu. En ég er sterkari en margir halda og ég ætía að berjast til síðasta blóðdropa," segir Björgvin sem ætí- ar ekki að láta buga sig. Játar ekki „Málið er í rannsókn og hann hefur ekki játað neitt," segir Björgvin Björgvinsson, rannsóknarlögreglu- maður í Kópavogi, spurður um aðild Björgvins Þorvarðarsonar að inn- broti í tölvuverslunina Start í haust. svavar@dv.is Björgvin Þorvarðarson Segir ofsóknir lögreglunnar byggðar á kjaftasögum frá óvildarmönnum. Línur í rannsókn lögreglunnar á þjófnaðarmálinu hjá Og Vodafone að skýrast Kristján og Gylfi lausir úr haldi lögreglu Kristjáni Haraldssyni og Gylfa Jónssyni, sem hafa setið í gæsluvarðhaldi í tæpa viku vegna gruns um aðild að hinu svokallaða Og Vodafone-máli, hefur báð- um verið sleppt úr haldi. Enn hefur ekki tekist að hafa uppi á þriðja manninum sem liggur undir grun en sá flúði til London þegar Kristján og Gylfi voru hand- teknir. t Eins og DV greindi frá í gær var Gylfi færður til skýrslutöku á sunnudagskvöldið og sleppt að henni lokinni. Jón Höskuldsson, lögmaður Gylfa, vildi ekki tjá sig um það hvort Gylfi hefði játað fyrir lög- reglunni en DV hefur heimildir fyrir því að hann tengist ránstilraun í versluninni Hátækni í Ármúla þar sem hann og Kristján reyndu að svíkja út vörur fyrir eina og hálfa milljón með fölsuðum beiðn- um frá Og Vodafone. Kristján var færður til skýrslutöku í gær og sleppt að henni lokinni seint í gærkvöld. DV hefur heimildir fýrir því að Kristján hafi ját- að að hafa útvegað beiðnimar en neitað að hafa notað þær. Kristján, sem var rek- inn frá Og Vodafone í nóvember fyrir að stela símainneignum, er grunaður um að hafa reynt að svíkja út vörur fyrir milljónir í Tæknivali og tveimur verslun- um BT í það minnsta. Margt er Ifkt með frændum Svein- björn Kristjánsson er föðurbróðir Kristjáns en hann stal rúmum 250 milljónum frá Landsslmanum á sínum tíma. Kristján er bróðursonur Svein- björns Kristjánssonar, fyrrverandi aðalféhirðis Landssímans en hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að stela rúmum 250 milljónum laóna ffá fyrirtækinu. Lögreglan leitar enn þriðja manns- ins sem heitir Unnar en eins og áður sagði flúði hann til London í síð- ustu viku. Kristján Haraldsson Laus úr gæsluvarðhaldi eftir að hafajátað að hafa stolið beiðnum frá Og Vodafone. ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.