Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 Fréttir DV Lestarteinum stolið Snarræði lestarstjóra nokkurs í Rúmeníu kom í veg fyrir stórslys í gær þegar hann tók eftir að hluta lestarteinanna vantaði. Bí- ræfnir þjófar höfðu fjarlægt hluta teinanna, væntanlega til að selja í brotajám. Lög- reglan leitar nú þjófanna sem burðuðust með 20 metra langan bút af teinun- um sem liggja milli bæjanna Dragasani og Calina. Þjófn- aður af þessu tagi er því miður nokkuð algengur í fá- tækustu hlutum landsins. Risastór snjótittlingur í litla króatíska bænum Karlovac notuðu nokkrir léttir einstaklingar tækifærið og reistu fimm metra háan tittling úr snjó á torgi bæjarins. Uppátækið mæld- ist ekki mjög vel fyrir hjá öllum íbú- um bæjarins og lögreglu var gert viðvart, þótt líkur bendi til að tillinn hefði ekki getað farið framhjá þeim. Lögregl- an vildi þó ekkert aðhafast í málinu og taldi víst að hann myndi bráðna niður með hlýrra veðri. „Við vildum bara búa tíl öðruvísi snjó- karl," segir Nenad Rizvic, einn hugmyndasmiðanna. Pílagrímsferðir íhámarki Samkvæmt helgri tilskip- un flykkjast múslimar til Mekka á hverju ári tfi sam- einingar við AUah og hug- leiðslu. Hátíðin Eid al-Adha, fórnarhátíðin, er hámark þess tímabils sem pfia- grímaferðir eru farnar á. Þá er dýrum, yfirleitt kindum og geitum, fómað tU að minnast þess þegar Abra- ham var tUbúinn að fórna syni sínum ísak sem vott um hlýðni og traust á Guði. Sjö undur veraldar voru sett fram sem nokkurs konar ferðahandbók árið 200 fyrir Krist af grískum heimspekingum. í rúm 2200 ár hefur listinn verið óbreytt- ur. Svissneski kvikmyndagerðarmaðurinn og rithöfundurinn Bernard Weber stendur fyrir netkosningu um ný sjö undur veraldar sem lýkur í árslok. Eins og staðan í dag eru þessi mannvirki í 20 efstu sætunum. Hin upphaflega sjö undur veraldar voru öll af- rakstur hugvits manna. Píramídarnir í Giza eru það eina á listanum fornfræga sem enn stendur. Það er því öruggt að í það minnsta sex ný undur verða á nýja listanum. Kosning fer fram á heima- síðunni new7wonders.com og stendur út árið. Þau undur sem voru nefnd af þeim Antípatrós frá Sídon og Fílon frá Býs- intíuvoru: • Píramídarnir í Giza - elsta furðuverkið og það eina hinna sjö sem enn stendur. • Hengigarðarnir í Babýlon - röð stalla sem kenndir eru við Sammu-Ramat, drottn- ingu eða Nebúkadnesar II Babýlonskonung. • Seifsstyttan í Ólympíu - mikilfengleg stytta af guðin- um á hásæti sínu, gerð um 430 fýrir Krist af einum frægasta myndhöggvara Fomgrikkja, Fídíasi frá Aþenu. • Artemismusterið í Efesos - bygging sem þekkt var fyr- ir stærðina og listaverkin sem hana skreyttu. • Grafhvelfingin í Halik- arnassos - gröf konungsins Mausolus af Anatólíu, byggð af ekkju hans Atem- esíu. Þetta mannvirki var svo frægt að slík grafhýsi draga nafn af konunginum á mörgum tungumálum og heita mausoleum. • Kólossos á Ródos - gríð- arlega stór bronsstytta : • byggð við höfnina í Ródos v til minningar um endalok . umsáturs um Ródos K' (305-304 fyrir Krist). £.'■. • Vitinn í Faros við Alex- . . - andríu - þekktasti viti forn- 1. • aldar, byggður fýrir Ptole mafos II af Egyptalandi um K 280 fýrir Krist á eyjunni ' Faros fyrir utan Alexandríu. [Fengið afVisindavefn Háskóla Islandsj - - T.. * — 8 . - : 1. sæti: Kínamúrinn i ifi* . > i Hinn 6.700 kílómetra langi Kinamúr var upphaflega reistur sem varnargarður fyrir hérööin Yan, Zhao og Qin. Hann varö þó ekki ein heild fyrr en Qin Shihuang keisari setti i gang verkefni meö það að markmiöi aö sameina veggina til að verjast árásum Húna úr norðri. Flestir hlutar múrsins sem enn standa eru frá tlmum Ming-ættarveldisins frá 14. til 17. öld. Hann er enn talinn eitt mesta verkfræöiundur fyrri alda. 3. sæti:Taj Mahal, Indlandi 2. sæti: Potalahöllin í Lhasa, Tíbet Upphaflega var Potalahöllin reist afSongtsen Gampo á 8. öld. Hún er staö- sett I forboönu borginni, Lhasa, höfuöborg Tibets. Eyðilegging afvöldum stríös og náttúruafla varð til þess aö hún var endurreist affimmta Dalai Lama upp úr 1645. Síðan hefur Potalahöllin veriö aösetur Daiai Lamaog stjórnarsetur rlkisstjórnar Tíbets. Höllin eryfir 132 þúsund fermetrar að stærð. VI •• 4. Höllin stendur á bökkum Yamuna-árinnar. Bygging hennar hófst árið 1637 og lauk á skemmri tima en bygging Hallgrímskirkju tók, aðeins 22 árum. Það var keisarinn Shah 'í&v Jahan sem reisti Taj Mahal i minningu ástkærrar eiginkonu sinnar, Mumtaz Mahal. Hún lést eftir að hafa fætt fjórtánda barn keisarans. Tuttugu þúsund manns unnu við bygg- ingu hallarinnar úr efni sem safnað var saman hvaðanæva að á Indlandi. Nakinn beit gínu Tyrkneskur búðarstarfs- maður var handtekinn á föstudag eftir að kollegar hans komu að honum nöktum ofan á gínu f búð- arglugga verslunarinnar. Starfsmenn verslunarinnar kölluðu lög- reglu til eftir að hafa tekið eftir bitfömm á gínunni sem maðurinn girntist. Mað- urinn er ekki sá eini í heiminum sem girnist gínur, því til em samtök fólks með svipuð áhugamál. Maðurinn má þó prísa sig sælan fyrir að vera ekki kærður fyrir ósæmilega hegðun, heldur einungis fyrir skemmdir á eignum. Vandræði á Indlandi Urðu af 10 milljónum stúlkna Á Indlandi hafa ómskoðanir orðið til þess að væntanlegir foreldrar ákveði að eyða stúlkufóstmm fremur en fóstmm drengja. Þetta segja sér- fræðingar í breska læknatímaritinu The Lancet. Sérfræðingarnir telja að á undan- förnum 20 ámm hafi Indveijar orðið af fæðingum um tfu milljóna stúlku- barna. Þetta gera foreldrar út af því að þeir telja meira verðmæti fólgið í drengjum fyrir fjölskylduna. Ójafnvægi milli fæddra drengja og stúlkna er sívaxandi vandamál á Indlandi. Það hefur valdið því að víða á Indlandi er skortur á kvon- fangi fyrir þá drengi sem hafa náð að vaxa úr grasi og em komnir á gifting- araldur. Það er þó ekki karlmann- anna sjálfra að hafa áhyggjur, því foreldrarnir sjá um makaleit fyrir synina. Samkvæmt sérfræðingunum er vaxandi tilhneiging að velja drengi ef fyrsta barn fjölskyldu er stúlka. Af þeim bömum sem þá fæðast önnur í röðinni em 759 stúlkur á móti hverj- um 1000 drengjum. Við þriðju fæð- ingu gætir enn meiri ójöfnuðar; 719 stúlkur á móti hverjum 1000 drengj- um. Sé fyrsta barn fjölskyldu hins veg- ar drengur er hlutfall kynjanna við næstu fæðingu næstum jaftit. Sérfræðingarnir segja að greiðara aðgengi að ómskoðunartækjum á Indlandi sé stór þáttur af vandamál- inu. Vel þekktur félagsfræðingur og trúarlegur leiðtogi á Indlandi, Swami Agnivesh, hefur nú þegar blásið til herferðar í nokkmm héröðum í norður- og vesturhluta Indlands gegn fóstureyðingum byggðum á kyni: „Það er ekki til nein önnur tegund ofbeldis sem er sársaukafyllri, viður- Skólabörn á Indlandi Skortur á stúlkum styggilegri og skammarlegri," segir fervaxandiþarilandi. Agnivesh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.