Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 10.JANÚAR2006
Sport DV
Vináttulands-
leikirvið
Englendinga
íslenska kvennalandslið-
ið leikur vináttulandsleik
gegn Englandi 9. mars næst-
komandi og fer leikurinn
fram í nágrenni Lundúna.
Liðið leikur því tvo vináttu-
leiki í vor, gegn Englandi í
mars og gegn Hollandi í
april. Stelpumar em að und-
irbúa sig fyrir næstu leiki í
undankeppni HM 2007 og
koma þessir leikir í stað Al-
garve-mótsins. Portúgalska
knattspymusambandið
samþyldcti ekki þátttöku ís-
lenska liðsins í mótinu, þar
sem ísland og Portúgal em
saman í riðli í undankeppni
HM 2007.
Mahoneykom-
intil Hauka
Kvennalið Hauka hefur
fengið til sín bandaríska leik-
manninn Megan Mahoney
sem fyllir skarð það sem
KeKe Tardy skildi eftir sig.
Tardy stökk á stærri samn-
ing við þýsku meistarana í
TSVWasserburg. Mahoney
lék í fjögur ár við góðan orð-
stír við Kansas State-háskól-
ann sem var í fremstu röð öll
árin. Mahoney sem er fjöl-
hæfur ffamherji var með
10,1 stig, 6,2 fráköst og4,6
stoðsendingar að meðaltali í
129 leikjum í háskóla.
Tardymeð
8 stig í
fyrsta leik
KeKe Tardy, fyrr-
verandi leikmaður
Powerade-meistara
Hauka í kvennakörf-
unni, skoraði 8 stig
og tók 7 fráköst á 20
mínútum í sínum
fyrsta leik með TSV
Wasserburg í þýsku úrvals-
deildinni í körfubolta um
helgina. Tardy og nýju félag-
amir hennar unnu yfir-
burðasigur á BC Wolfen-
buttel, 102-29, og em áfram
með fjögurra stiga fomstu á
toppi deildarinnar. Tardy
nýtti 4 af 11 skotum sínum
auk þess að gefa 2 stoðsend-
ingar og verja 1 skot.
Jökull semur
viðVíkinga
Jökull Etisarbetar-
son, sem hefur alið
allan sinn feril hjá KR,
samdi um helgina við
nýliða Víkings í
Landsbankadeild
karla. Jökull hefur
leikið 61 leik fyrir KR í
efstu deild og varð ís-
landsmeistari með KR 2002
og 2003. Jökull kemur frítt til
Víkinga en hann var án
samnings. Á heimsíðu Vík-
inga er haft eftir Magnúsi
Gylfasyni þjálfara liðsins að
að hann ætli sér að nota
Jökul sem miðjumann en
hann hefur spilað sem bak-
vörður með KR.
Dregið var í 16-liða úrslit í ensku bikarkeppninni í gær þó enn eigi eftir að
knýja fram úrslit í nokkrum leikjum í 32-liða úrslitunum sem fóru fram um
helgina. Þrjú utandeildarlið eru enn með í pottinum þó það verði að teljast
ólíklegt að þau vinni sína leiki eftir að hafa náð jafntefli um helgina. Bikar-
meistarar Arsenal mæta Bolton á útivelli.
Enska bikíij\eppnm
4. umfc't
Arsenal sló Bolton út ífyrra
Arsene Wenger (til vinstri) tekurhér
ihöndina á Sam Allardyce eftir sig-
urArsenal á Reebok-vellinum íátta
liða úrslitum enska bikarsins I fyrra.
on Villa-Port vale
on-Arsenai
V ,v.;h.-A<r-r
nventrv-Nuneaton/MlddiesDroug
anchéster Clty-Wiga
Engir stórleikir litu dagsins ljðs þegar dregið var í 16-liða úrslit
um ensku bikarkeppninnar í gær. Bikarmeistarar Arsenal dróg
ust gegn Bolton á útivelli en liðin áttust einnig við í fjórðungs
úrslitum í fýrra.
Þeir leikir, sem lauk með jafn-
tefli um helgina þegar 32-liða úr-
slit fóru fram, verða endurteknir í
næstu viku á heimavelli þess liðs
sem lék á útivelli um helgina.
Þannig er ekki enn ljóst hvaða 16
lið komast áfram í fjórðu umferð
keppninnar en þrjú utandeildar-
lið fá tækifæri til að komast þang-
að með því að vinna andstæðing
sinn í næstu viku.
Frægastur var leikur utan-
deildarliðsins Burton Albion og
Manchester United sem lauk með
jafntefli á heimavelli fyrrnefnda
liðsins. Nú fá leikmenn Burton
tækifæri til að spreyta sig á Old
Trafford sem hefur oft verið nefnt
leikvangur draumanna. Leikur-
inn verður einnig sýndur beint á
BBC sem þýðir að félagið fær að
minnsta kosti sem nemur 50
milljónum króna í sinn snúð fyrir
leikinn. En sigurvegari þess leiks
mætir svo Wolves.
„Við megum vera heppnir ef
við ætlum okkur á Molineux-leik-
vanginn (heimavöll Wolves) - en
við ætlum að gera okkar besta. Ef
við komumst alla leið þangað
verður það annar frábær leikur
fyrir okkur."
Nuneaton náði að knýja fram
jafntefli gegn Middlesbrough á
heimavelli sínum um helgina og
mæta þeim aftur í síðari viku.
Coventry verður andstæðingur
þess liðs sem vinnur þá viðureign
og þá mun annað hvort Barnsley
eða Walsall mæta Tamworth ef
liðið vinnur sigur á íslendingafé-
laginu Stoke City.
Nágrannafélag Stoke, Port
Vale, datt í lukkupottinn með því
að mæta öðru grannaliði, Aston
Villa. Félagið á nefnilega í mikl-
um fjárhagserfiðleikum og segir
Bill Bratt, stjórnarmaður Port
Vale, að þó svo að félagið sé ekki
á barmi gjaldþrots hafi hann ekk-
ert á móti því að ná jafntefli í fyrri
leiknum og knýja fram aðra
viðureign. Sá leikur yrði sýndur í
sjónvarpi með tilheyrandi tekj-
um. „En ég er ekkert að hugsa um
svoleiðis - við ætlum að vinna
leikinn."
Leicester, félag Jóhannesar
Karls Guðjónssonar, mætir South-
ampton eftir að liðið vann góðan
ace
toke/Tamworth-Bamsley/waisa
Wolvév
3-2 sígur á Tottenham um helg-
ina. Jóhannes Karl lagði upp tvö
mörk í leiknum, þar á meðal sigur-
markið.
Aðeins tveir leikir verða þar sem
eingöngu úrvalsdeildarlið koma
við sögu - það eru leikir Liverpool
og Portsmouth annars vegar og
West Ham og Blackburn hins veg-
ar. Það er þó ekki útséð með það
þar sem til að mynda Chelsea
mætir annað hvort Everton eða
Millwall í sinni viðureign.
Mark Xabi Alonso frá eigin vallarhelmingi gerði einn Breta að ríkum manni
Græddi 2,7 milljónirá lokamarki Liverpool gegn Luton
Spánverjinn Xabi Alonso skoraði
tvö mörk með miklum langskotum í
5-3 sigri Liverpool á Luton í ensku
bikarkeppninni um helgina. Seinna
markið skoraði hann af eigin vallar-
helmingi í uppbótartíma en mark-
vörður Luton hafði þá hætt sér fram
í hornspyrnu. Markið skoraði Xabi
lfklega af um 60 metra færi en fyrra
mark hans var af um miðjum vallar-
helmingi Luton og skoraði Alonso
því tvö mörk af samtals um 100
metra færi í þessum ótrúlega leik.
Það er eldd nóg með að seinna
mark hans hafi verið afar óvenjulegt
þá gerði það einn stuðningsmann-
inn sérstaklega ánægðan. Ekki
vegna þessi að markið gulltryggði
Liverpool áfram í næstu umferð eftir
að hafa lent 1-3 undir á útivelli held-
ur aðallega vegna þess að pyngja
hans þyngdist til mildlla muna.
42 ára stuðningsmaður Liver-
pool, Adrian Hayward, hafði nefni-
lega sett 200 pund á það að Xabi
myndi skora mark frá eigin vallar-
helmingi á tímabilinu. Líkurnar
voru einn á móti 125 að Spánveijinn
myndi skora slíkt mark en Hayward
sagðist hafa tekið eftir því að Álonso
reyndi nokkrum sinnum að skora frá
eigin vallarhelmingi á síðasta tíma-
bili.
„Eftir að ég skilaði inn þessu veð-
máli sá ég alltaf fyrir mér hvað
myndi gerast þegar markvörður
mótherjanna myndi koma fram í
hornspyrnu. Það var líklegast að
slíkt myndi gerast í bikarleik
þar sem liðin höfðu engu að
tapa," sagði Hayward í viðtali
við Reuters-fréttastofuna. „Ég
trúði því varla þegar mark-
vörður Luton hljóp fram í
hornspyrnunni. Það var að
líða yfir mig af spennu og þeg-
ar boltinn fór inn missti ég al-
gjörlega stjórn á mér,“ bætti
Hayward við en hann græddi
2,7 milljónir íslenskra króna á
þessu marki Alonso.
Skoraði af 60 metra færi Spánverjn
Xabi Alonso skoraði tvö mörk afsamtc
um 100 metra færi gegn Luton um hel