Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 Sport DV Stjörnuleikir framundan Stjömuleikir KKÍ verða leiknir í DHL-höllinni við Frostaskjól þann 14. janúar 2006 og hefst kvennaleikur- inn kl. 13.30 og karlaleikur- innn kl. 15.30. Að venju verður skotkeppni í kvenna- og karlaflokki og troðslu- keppni í karlaflokki. í kvennaflokki mætast stjömulið íslenskra leik- manna og erlendra leik- manna og í karlaleiknum stjömulið íslenskra leik- manna og stjömulið er- lendra leikmanna. Þjálfararnir eru klárir Það er ljóst hvaða íjórir þjálfarar koma til með að stjóma liðunum í Stjömuleik KKÍ. Þjálfarar í kvennaleikn- um em Guðjón Skúlason, landsliðsþjálfari kvenna, sem stýrir liði íslendinga og Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hauka, sem stýrir styrktu liði erlendra leikmanna. í karla- leiknum munu þeir Einar Ámi jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, stýra liði ís- lenskra leikmanna og Her- bert Amarson, þjálfari KR, stýra liði erlendra leik- manna. Tveirmenn forfallaðir íþróttafréttamenn völdu þá Friðrik Stef- ánsson og Brenton Birminghamúr Njarðvík, Brynjar Þór Bjömsson og Fannar Ólafsson úr KR, Magnús Þór Gunnars- son úr Keflavík og Magna Hafsteinsson úr Snæfelli í lið íslenskra leikmanna. Friðrik Stefánsson gefur ekki kost á sér vegna meiðsla og Brent- on Birmingham verður er- lendis. EinarÁmi Jóhanns- son valdi þá Egill Jónasson og Jóhann Áma Ólafsson úr Njarðvík, Steinar Kaldal úr KR, Amar Frey Jónsson og Jón N. Hafsteinsson úr Keflavík, Þorleif Ólafsson úr Grindavík og Hörð Axel Vil- hjálmsson úr Fjölni. Tveirfrá Skallagrími og Snæfelli íþróttafréttamenn völdu þá Omari Westley úr KR, AJ Moye úr Keflavík, George Byrd úr Skallagrími, Jeb Ivey úr Njarðvík, Jeremi- ah Johnson úr Grindavík, Nemanja Sovic úr Fjölni og Nate Brown úr Snæfelli í lið erlendra leik- manna. Herbert Amarson bætti síðan við þeim Theo Dixon úr ÍR, Jovan Zdia- vevski úr Skallagrími, Igor Beljanski úr Snæfelli, Clifton Cook úr Hamar/Selfossi og Mario Myles úr Þór Akureyri. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sigurmark Chelsea í sínum fyrsta leik sem fyrirliði liðsins og hann hefur nú skorað 8 mörk í síðustu 11 leikjum sem fyrirliði Chelsea og íslenska landsliðsins. Síðustu 11 leikir Eiðs Smára sem fyrirliði: Eiður Smári Guðjohnsen skorar að því er virðist aldrei meira en þegar hann ber fýrirliðabandið. Eiður Smári hefur skorað 7 mörk í síðustu 10 leikjum sem fyrirliði landsliðsins og skoraði um helgina í sínum fyrsta leik sem fyrirliði Chelsea. Sigurmarkið sem Eiður Smári skoraði gegn Huddersfield ætti líka að gefa honum meira sjálfstraust í sókninni þar sem hann mun spila meira sem framherji næstu vikur þar sem Didier Drogba er upp- tekinn með Fílabeinsströndinni Okkar maður, Eiður Smári Guðjohnsen, var fyrirliði Chelsea í bikarleiknum um helgina en ekki ítalski markvörðurinn Carlo Cudicini sem jafnan hefur gegnt fyrirliðastöð- unni í forföllum þeirra Johns Terry og Franks Lampard. Þeir Lampard og Terry hvíldu báðir í leiknum við Huddersfield um helgina og því varð Mourinho að finna nýjan fyrirliða. Það kom í hlut okkar manns að leiða lið ensku meistaranna en sú ákvörð- un kom upp óvænt því þegar leik- mannahópurinn var tilkynntur fyrst á heimasíðu Chelsea átti Cudicini að bera fyrirliðabandið. Fyrirliði í 17 landsleikjum Eiður Smári hefur verið fyrirliði ís- lenska landsliðsins undanfarin þijú ár þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára og í Afríkukeppninni. hann hefur nú gegnt fyrirliðastöð- unni í 17 landsleikjum. Það voru landsliðsþjálfarnir Ásgeir Sigurvins- son og Logi Ólafsson sem ákváðu að gera Eið Smára að fyrirliða lands- liðsins þegar þeir tóku við liðinu vorið 2003. Islenska liðið vann fyrstu þrjá leikina með Eið Smára sem fyrirliða en síðan hefur gengi liðsins reyndar ekki verið upp á marga fiska. Eiður Smári hefur skorað 9 mörk í þeim landsleikjum sem hann hefur verið fyrirliði, þar af 7 mörk í síðustu 10 landsleikjum sínum og það er því augljóst að hann finnur sig vel með fyrirliðabandið á arminum. Auk þess að skora 7 sinnum í þessum tíu síðustu leikjum fyrir íslands hönd hefur hann lagt upp fjögur önnur mörk og komið því alls að 11 af 19 ____________i 7 mark 7 mark 7 mark+stoðsending 7 mark 7 mark+stoðsending 7 mark stoðsending 7 mark stoðsending 1 mark mörkum Islands í þessum 10 leikjum á árunum 2004 og 2005. Þriðji fyrirliði á eftir Terry og Lampard Jose Mourinho hefur yert Eið Smára Guðjohnsena ð þriðja fyrirliða Chelsea á eftir þeim Joltn Terry og Frank Lampard. Hér scst Eiður með fyrirliðabandiö. Orðinn fimmti markahæstur Eiður Smári er orðinn fimmti markahæsti leikmaður Chelsea í enska bikarnum eftir að hafa skorað sitt tíunda mark gegn Huddersfield um helgina. Eiður er jafn og Peter Hou- seman og aðeins einu marki á eftir ítalanum Gi- anfranco Zola. Marka hæstur er Bobby Tambling sem skoraði 25 bikarmörk fyrir fé- lagið á sjötta áratugn- / um. JohnTerryhef- , ur skorað 7 mörk og er eini annar núver- andi leikmaður Chelsea sem kemst inn á listann. Eiður Smári hef- ur nú alls skorað 77 mörk fyrir Chelsea í öllum keppnum en hann lét það frá sér á dögunum að hann ætlaði sér að skora 100 mörk fyrir Chel- sea á ferlinum. sland-ltalla 2-0 sland-Búlgaría 1-3 Ungverjaland-ísland 3-2 Malta-lsland 0-0 Ísland-Svíþjóð 1-4 Island-Ungverjaland 2-3 Island-Malta 4-1 Ísland-Suður-Afrfka 4-1 Ísland-Króatía 1-3 Búlgaría-Ísland 3-2 Chelsea-Huddersfield 2-1 Fulham datt út úr ensku bikarkeppninni fyrir 3. deildarliöinu Leyton Orient Chris Coleman hótar sínum leikmönnum hjá Fulham ro Chris Coleman, stjóri Fulham, er allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna sem töpuðu 1-2 fyrir 3. deildarliði Leyton Orient í 3. umferð ensku bik- arkeppninnar um helgina. Coleman segir leikinn hafa verið kjörið tæki- færi fyrir nokkra leikmenn til að sýna hvað í þeim býr en í stað þess hafi þeir brugðist stjóranum. „Einn eða tveir leikmenn hafa verið að banka á dyr aðalliðsins og þetta var þeirra tækifæri en eftir svona frammistöðu verður það auðvelt val fyrir mig þegar menn koma aftur úr meiðslum," sagði Coleman ósáttur. Þrír leikmenn í byrjunarliði Fulham, Niclas Jensen, Ian Pearce og Ahmad Elrich, fengu nú tækifæri auk þess sem Collins John fékk að spila frammi en hann hefur jafnan verið á vængnum í vetur. „Eg er ekki sáttur við að tapa og þá sérstaklega ekki á þennan hátt. Við tefldum fram nægilega sterku liði til þess að vinna þennan leik ef að menn hefðu mætt tilbúnir. Ég lít á þessa frammistöðu sem dæmi um lélegt hugarfar minna manna. Það er greinilegt að bikarinn skiptir ekki suma leikmenn mína miklu máli ef marka má hrokann sem þeir sýndu í þessum leik," bætti harðorður Coleman við. Það er annars mikill meiðslafaraldur hjá Lund- únaliðinu og okkar maður í liðinu, Heiðar Helgu- son, var einn sjö fasta- manna sem voru fjar- verandi vegna meiðsla. Hinir voru Claus Jensen, Moritz Volz, Steed Mal- branque, Carlos Bocanegra, Phillippe Christanval og Brian McBride. Þá má heldur ekki gleyma að Papa Bouba Diop er floginn heim til þess að spila í Afríkukeppninni. „Ég veit ekki hvort ég get gert , ^ einhverjar breytingar á liðinu því það er allt óvíst um hvort þessir leikmenn verða búnir að ná sér fyrir leikinn gegn Newcastle um helgina," sagði Coleman að lokum. Missti af leiknum Heiðar Helguson ermeiddur. DV-mynd NordicPhoto/Getty

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.