Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Side 33
Menning DV ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 33 Herra Ólafur Ragnar i Grímsson Forseti Islands. DV-mynd Heiða i»:< v ■ Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona Tekur nokkrar af perlum Vínarsöngvanna með undirieik hljómsveitar um heigina. Útrásin til umræðu í dag hefst ný fyrirlestraröð á vegum Sagnfræðingafélagsins í fundarsal Þjóðminja- safnsins og að vanda eru sagnfræðingarnir fundvísir á brýn um- ræðuefni: Hvað er út- rás?. spyrja þeir og flytur herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti fslands, upphafsfyrirlest- urinn og nefnist hann „Útrás- in: Uppruni - Einkenni - Framtíðarsýn". Fyrir- lesturinn hefst kl. 12.10. Aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill með- an húsrúm leyfir. Næstu fyrirlestrar skoða útrás- ina frá ólíkum sjónarhólum: Jón Karl Helgason bókmenntafræð- ingur talar um Útrás/innrás. Myndmál í viðskiptafréttum. Birna Þórarinsdóttir stjórnmála- fræðingur kallar sitt tillleg: Jepp- ar og jakkaföt? Kynjamyndir í ís- lenskri utanríkisstefnu. Sumarliði ísleifsson sagnfræðingur taiar um Útrás og ímyndir þann 21. mars. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir mann- fræðingur kallar sinn fyrirlestur Hver vegur að heiman er vegur- inn heim: Útrás íslenskra lista- manna sem innrás í sjálfsmyndarpólitík íslend- inga. Örn Daníel Jónsson, sem er hagrænn landfræðingur, flytur fyrirlestur sem hann nefnir: 159 þúsund nýlandar? Helgi Þorláks- son sagnfræðingur mun tala um útrás til forna og Erla Hulda Hall- dórsdóttir sagnfræðingur um út- rás kvenna. Vínartónleikar í Kópavogi og Reykjanesbæ um helgina Diddú syngur Salon-tonlis* Áfram heldur Vínar- músíkkvöldum. Árlegir nýárstón- leikar í Tíbrárröðinni verða í Salnum á laugardaginn kl. 16. Uppselt er á tónleikana og verða þeir endurfluttir um kvöldið kl. 20 og eru nokkur sæti laus. Á efnisskrá eru að vanda „ljúf- ustu söngvar, svellandi valsar, spriklandi polkar og önnur gleði- tónlist úr gnægtabrunni Vínar- tónlistarinnar í flutningi framúr- skarandi tónlistarmanna", segir í fréttatilkynningu Salarins. Sigrún Hjálmtýsdóttur sópransöngkona og Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar halda uppi fjörinu. Hljómsveitin er skipuð átta tónlistarmönnum úr fremstu röð, fiðlaranum snjalla Sigrúnu Eðvaldsdóttur, sem leikur einleik og er jafnframt konsertmeistari salon-hljómsveitarinnar, Pálínu Árnadóttur fiðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, Hávarði Tryggvasyni kontra- bassaleikara, Martial Nardeau flautuleikara, Sigurði Ingva Snorrasyni klarínettuleikara, önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara og Pétri Grétars- syni, sem leikur á slagverkshljóð- færi. Allt er þetta þrautþjálfað fólk sem lætur sig ekíci muna um að slá upp nettu Vínar- prógrammi. Salurinn hefur gengið til sam- starfs við Tónlistarfélag Reykja- nesbæjar og er það mikið fagnað- arefni. Nýárstón- leikarnir verða fluttir þriðja sinni á vegum Tónlist- arfélagsins i Listasafni Reykjanesbæjar á sunnudegin- um og hefjast þar kl. 17. Nán- ari upplýsingar og miðapantanir fyrir þá tónleika eru í síma 421-3796. Ósóttar pantanir fyrir tónleikana 14. janúar kl. 16 verða seldir á morgun. Umræðurum Túskilding í kvöld verða umræður í gamla Hæstaréttarhúsinu við Lindargötu um Túskildingsóper- una efúr Bertolt Brecht og Kurt Weill sem Þjóðleikhúsið sýnir í leikstjóm Stefáns Jónssonar. Um- ræðuefni kvöldsins er: Erallttil sölu? Frummælendur verða Þor- valdur Gylfason viðskiptafræð- ingur og Pétur Péturssonguð- fræðingur. Yfirskrift erindis Þor- valdar er ErBrechtað reyna að segja okkurað markaösbúskapur sé siðlaus? og Pétur nefhir erindi sitt Sarmleíkurinn ogskaupið í Túskildingsóperunni. Eftir flutn- ing erindanna verða umræður. Þjóðleikhúsið hefúr fengið gamla Hæstaréttarhúsið við Lind- argötu 3 úl afnota. Þessi viðbót við húsakynni Þjóðleikhússins verður nýtt á margvíslegan hátt, meðal annars fýrir fræðsludeild hússins og uppákomur í Dóm- salnum. Aðgangur að réttarhöld- unum er ókeypis og öllum fijáls. „De gusúbus non est disp- utandum," skrifar svo Egill Helgason sjónvarpsmaður og blandar sér í umræðuna. Hann segir að ekki þýði að deila um smekk. En segir þó: Jæja! Við dómi Súsönnu í Fréttablaðinu um að leikriúð og tónlistin sé leiðinlegt. „Samt er þetta einhver vin- sælasta músík sem var samin á síðustu öld og af einu merkasta tónskáldinu, Kurt Weill. Fyrir nú utan að leikriúð lifir lengur og betur en flest önnur leikhúsverk. Það er hins vegar í nokkuð los- aralegum kabarettstll og fer ábyggilega seint í hóp vel sam- inna leikrita." Egill segir það part af sjarma þessa sérstæða stykkis að það sé að hluta til samið upp úr eldra verki, Betlaraóperunni efúr John Gay. „Bertolt Brecht var ötull rit- þjófur en stal oft merkilega vel. Kvæðin í leikritinu eru mörg skopstælingar - til dæmis á Kipling-annað er galgopalegt en hefur um / leið þennan dulúðuga dekadent blæ Weimarlýð- veldisins." Þorvaldur Gylfason hag- fræðingur Er annar tveggja frummælenda Ikvöld í gamla Hæstarréttarhúsinu. Burton geri Svein Þorn Sweeney Todd - söngleikurinn eða óperan - efúr Stephan Sond- heim og Hugh Wheeler sem fs- lenska óperan setú á svið í fýrra við þokkalegar undirtektir er um þess- ar mundir eitt aðalsjóið á Broadway í annað sinn. Sýningin kom upp í nóvember og skartar Michael Cer- veris og Patti LuPone í aðalhlut- verkum og fékk frábæra dóma. Hljóðritun á sönglögum sýningar- innar kemur út á diskum í þessum mánuði. Sviðsetningin var upphaflega sett upp í London en það hefur ver- ið áberandi tilhneiging um árabil að starta stórsýningum söngleikja þar og flytja þá síðan yfir til Nerw York. Hún er afar fátækleg í úthú, hljóðfæraleikarar taka þátt í leikn- um á sviði með níu stólum, súga og líkkistu. Þeir sem eiga leið um New York geta sótt miða á vef- síðu hennar: ww.swee- neytoddonbroad- way.com. Sú saga gekk í haust að Sam Mendes æúaði að kvikmynda söngleikinn, en efúr frumsýningu Jarhead vest- anhafs var því neitað. Nú eru þeir félagar og vopnabræður Tim Burton og Johnny Depp sagðir hafa áhuga á verkinu. Yrði það í fýrsta sinn sem Depp tæki til við söng og ekki ólíklegt að þá verði Helena Bonham Carter, kona Burtons, í hlutverki frú Lovitt þeirrar sem hjálpar rakaranum morðóða að ná fram hefhdum fýrir konumissinn. Burton og Depp em báðir í sjálf- skipaðri úúegð frá heimaborg sinni Los Angeles. Tim Burton leikstjóri Hefurhug I dað kvikmynda söngleik Stephens I Sondheim. DV-mynd Getty I MYNDLISTASKOLINN avík NÁMSKEIÐ VORÖNN 2006 www.myndlistaskolinn.is OPIÐ HUS, laugardaginn 14. janúar kl.14-17 í Myndlistaskólanum í Reykjavík, Hringbraut 121 (JL-húsinu)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.