Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Blaðsíða 23
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 23 s f góðri vinnu og unnið með góðu fólki. Eftir þetta vissi ég ekki al- mennilega hvað ætti að taka við. Um sumarið þegar ég var í geisla- og lyfjameðferðinni hafði ég þó notið hjúkrunarþjónustu Karitasar og bentu starfsmenn hennar mér á möguleika á endurhæfingu eftir veikindin," segir Eyjólfur og bendir hreinskilnislega á að eftir öll þau áföU sem hann hafði þurft að ganga í gegnum á þessum tíma hafi hann hvorki haft dug né sjálfstraust tU að leita slíkra leiða sjálfur enda var honum ekki bent á þau úrræði inni á sjúkrastofnunum. Hann segist þó lítið hafa vitað hvað fólst í iðjuþjálf- un sem boðið var upp á fyrir krabbameinssjúka. Þeim hluta þakkar hann „Mér var kalt og fannst allt myrkvað og leið eins og ég væri að vaða ískalda á upp að öxlum." þó inrúlega fyrir að hafa fengið að kynnast. „Nýr heimur opnaðist fyrir mér. Ég hafði aldrei verið mikUl hand- verksmaður en í iðjuþjálfúninni fór ég að tálga og mála. Með því öðlað- ist ég nýja trú á sjálfan mig," segir Eyjólfúr og greinUegan feginleika má greina í málrómi hans og svip. Lýst út úr myrkrinu Eyjólfur viðurkennir einnig að hafa verið í töluverðri afneitun gagnvart sjúkdómi sínum og lítið vUja tjá sig um hann. Það hafi þó hjálpað honum mUdð að fá að tala við aðra sem höfðu verið í sömu sporum og þekktu svipuð vandamál og þau sem hann hafði gengið í gegnum. „Þetta hefur alveg breytt lífi mínu og í raun held ég að ég hafi Nokkrir stuðningshópar fyrir krabbameinssjúka Bggjastokkahópur Stuðningshópur kvenna með krabbamein i eggjastokkum, starfar með Krabbameins- félagi Reykjavíkur. Forsvarsmaður er Stef- anía Guðmundsdóttir, sími 695 9424. Rabbfundir eru í Skógarhlið 8 í Reykjavik siðasta miðvikudag ihverjum mánuði allt árið, kl. 17. Upplýsingar! sima 540 1928. Vefsíða: www.krabb.is/egg Góðirhálsar Stuðningshópur um krabbamein i blöðru- hálskirtli, starfar með Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Forsvarsmaður er SkúliJón Sigurðarson, simi 821 4369. Rabbfundir eru I Skógarhllð 8 IReykjavik fyrsta miðvikudag I hverjum mánuði allt árið, kl. 17. Upplýsingarlsima 540 1928. Netfang: sjofrid@ismennt.is Vefsíða: www.krabb.is/godirhalsar Kraftur Stuðningsfélag fyrir ungt fóik sem greinst hefurmeð krabbamein og aðstandendur þess. Formaður er Steinunn Björk Ragnars- V dóttir. Skrifstofa Krafts ISkógarhlið 81 aldrei haft jafn mikið að gera og nú auk þess sem ég hef aldrei tjáð mig eins mikið. Þessi samtök Ljósið hafa lýst mér úr myrkrinu yfir í birtuna og mér líður vel núna." Reykjavík er opin mánudaga og miðviku- daga kl. 9-1 S.sími 540 1915. Auk þess er svarað I stuðningssimann 866 9600. Opið hús og fræösiufundir eru i Skógarhlið 81 Reykjavík fyrsta þriðjudag í hverjum mánuöi á veturna, kl. 20. Gönguhópur hittist á fimmtudögum kl. 13. Netfang: kraftur@kraftur.org Kraftur er með sérstaka vefsíðu. Slóðin er: www.kraftur.org Nýrödd Samtök fólks sem hefur misst raddbönd vegna krabbameins. Formaður er Ragnar Davfðsson, sími 824 5996. Opið hús í Skógarhllð 8 í Reykjavik annan hvern mánuð á veturna. Netfang: nyrodd@krabb.is Vefsíða: www.nyrodd.org Samhjálp kvenna Samtök til stuðnings konum sem greinast með brjóstakrabbamein. Formaður er Guðrún Sigurjónsdóttir. Skrifstofa I Skógarhllð 81 Reykjavik er opin á þriðjudögum kl. 14.30 til 1.6^30, simpr 5A0 1915 og 898 1712 "““1 $<• n Opið hús og fræðslufundir eru ISkógarhlið 8 i Reykjavík þriðja þriðjudag í hverjum mánuði á veturna, kl. 20. Netfang: samhjalp@krabb.is Vefsíða: www.samhjaipkvenna.org Stómasamtökin Samtök þeirra sem hafa farið ístómaað- gerðir. Formaður: Kristján Freyr Helgason, farsími 849 4861, netfang krist- jan@fiskistofa.is Fræðslufundireru i Skógarhiið 8 í Reykjavík fjórum sinnum á ári. Stómasamtök Islands eru með sérstaka vefsiðu. Slóðin er www.stoma.is Styrkur Samtökin hafa s/ðan haldið fundieinu sinni Imánuði á timabilinu frá september til mai og fengiðýmsa góða fyrirlesara. Auk þess hafa samtökin gengist fyrir hugleiðslunámskeiðum, farið i gönguferðir, haft spilakvöld og fleira. Formaður Styrks erSteinunn Friðriksdóttir. Netfang: styrkur@krabb.is Vefslða: www.styrkur.org dóm,“ segir Haukur en hann telur að orsök hárrar tíðni þunglyndis meðal krabbameins- sjúkra megi rekja tU þess hve mUdð hefur 'fg WÆ skort á félagsleg úrræði þessa hóps. Kippt harkalega út úr hversdagsleikanum Haukur vill ekki gera lítið úr starfsemi þeirra klúbba sem hafa verið í boði fyrir krabbameinssjúka en finnst nauðsynlegt að gera mun betur í þeim málum. „Manni blöskr- ar í raun hve lítið hefur verið gert. Það er kannski hist vikulega og um hátíðisdaga en þess á mUli lítur út fyrir að sjúkdómurinn eigi að vera í fríi. Það þarf eitthvert úrræði fyrir fólk sem hefur verið kippt jafn harkalega út úr hversdagsleikanum þar sem það getur hitt annað fóUc í sömu aðstæðum og rætt saman utan sjúkrastofnana," segir Haukur sem fagnar því sem Ljósið hefur haft fram að færa. „Ég hef lært mikið á þessu fólki sem ég hef kynnst hér en á svo erfitt með að skilja hvers vegna enginn hefur gert neitt svona fyrr. Það eru um 7000 manns með krabbamein hér á landi og því ætti að vera nægurj markaður fyrir starfsemi sem þessa." Fáfræði í samfélaginu Það gustar af Hauki og ( greinilegt er að félagskapur- inn Ljósið hefur fengið dug- legan liðsmann. Hann viður- kennir líka að hann vilji hafa margt að starfa auk þess sem hann sé mjög óþolinmóður maður. „Ég á erfitt með að umbera sömu spum- ingarnar aftur og aftur. Það er svo mikil fáfræði í samfélaginu um þennan sjúkdóm að oft virðist manni sem maður þurfi að svara því sama endalaust. Sérstaklega fara þær spurningar í taugarnar á mér sem virðast vera bornar upp af ein- tómri skyldurækni en ekki áhuga," segir Haukur sem vill eindregið hvetja fólk til að kynna sér þau málefni sem snerta krabbameinssjúka betur. Haukur Þorvaldsson Greindist með ólæknandi tegund sjaldgæfs krabba- meins. Hann neyddist tii að segja upp i starfí sinu en hefur þess istað unnið ötuiiega að úrbótum til endurhæfíng- ar meðal krabbameinssjúkra. ..Wfjjr II,' -■ Starfsemi alla virka daga Ema leggur áherslu á mikilvægi þess að til sé miðstöð þar sem allir em velkomnir, ekki síst aðstand- endur sem þurfi stundum að ýta svolítið á fólkið sitt sem hefur ekki alltaf orku í að leita sér hjálpar. „Núna emm við með dagskrá fjómm sinnum í viku en stefnan er að hafa opið frá átta til fjögur aila virka daga. Við emm með jóga kiukkan 11 á þriðjudögum og fimmtudögum og sú sem kennir jógað hefur sjálf gengið í gegnum krabbameinsmeðferð og veit hvað fólk getur og þolir. Á miðvikudög- um förum við í kyrrðarstund hér í Neskirkju í hádeginu og setjumst svo niður í yndis- legu kaffihúsi kirkjunnar og fáum okkur bestu súpuna í bænum. Á eftir fömm við svo nið- ur í Ljósið þar sem við emm með samtalsfund og slökun á eftir. Á föstudögum er mikið Qör en þá emm við með handverkshús og þar útdeili ég verkefnum." Nýir hattar fyrir þá sem missa hárið Nú em tveir gestakennarar í handverkshúsi Ljóssins, tréút- skurðarmeistarinn Bjarni Krist- jánsson og Helga Rún Pálsdóttir hattagerðarkona og búninga- hönnuður. Annars annast skjól- stæðingarnir oft sjálfir kennsluna. „Hér getur fólíc komið og búið til eigin hatta og höfuðföt ef það missir hárið og langar að að gera eitthvað sérstakt," segir Erna. „Tréútskurðurinn höfðar mjög til karlmannanna sem finnst gaman „Hér getur fólk kom- ið og búið til eigin hatta og höfuðföt ef það missir hárið og langar að að gera eitthvað sérstakt." að koma og vinna með verkfær- um, en við emm líka að saga út í tré og búa til skúlptúra og myndir sem við málum. Einn skjólstæð- inganna gerir allar fyrirmyndirnar og sömuleiðis er mjög listrænn skjólstæðingur sem kennir ullar- þæfinguna sem hefúr verið mjög vinsæl." Hlutverk í lífinu er öllum mikilvægt Erna segir gríðarlega mikilvægt að fólk sem greinist með krabba- mein og þarf að gangast undir meðferð hafi áfram hlutverk í líf- inu. „Sumir eru að vinna hálfan daginn og koma svo hingað í ein- hverja hópa, aðrir em alfarið hætt- ir að vinna og þurfa að finna sér al- veg ný hlutverk. Þá er ómetanlegt að fólk geti komið og hitt aðra í svipuðum sporum og sinnt ýms- um hugðarefnum sínum." Ljósið hefur meira og minna verið unnið í sjálfboða- vinnu en Neskirkja lánaði félag- inu hús- næðið. og líknarsamtök hafa styrkt okkur svo við getum borgað kennumn- um laun og til að geta stofnað sjálfseignarfélag. Ljósið byrjaði sem lítill hópur í heimahúsum en eftir að aðstaða var feng- „Við emm búin að vera hér frítt síðan um miðjan sept- ember, en munum borga ein- hverja leigu í framtíðinni. Hand- verkshúsið er að mestu sjálfbært, fólk borgar efnisgjald sem við reynum að hafa á heildsöluverði og fjármagn til að stofna félagið fór allt af stað og nú horfum við björtum augum til framtíðar." edda@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.