Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 Helgarblað DV Sigurborg Chythia Karlsdóttir Flutti sautjan ára gömul frá heimalandi sínu Chile og elskar að búa ísveitinni á Islandi. Sigurborg Chyntia Karisdóttir er þrjátíu og átta ára gömul, fædd og uppal- in í Chile. Hún flutti þaöan með þáverandi eiginmanni sínum árið 1987 á meðan Pinochet var enn við völd. Nú býr hún á Hellu. Hún er ekki eini nýbúinn þar, því alls hafa Qörutíu skyldmenni hennar hreiðrað um sig á Suðurlandi. Henni leiðist ys og þys stórborgarinnar Reykja- víkur og vill helst bara vera í sveitinni en DV náði í skottið á henni þar sem hún var í einni af sínum fáu bæjarferðum. „Ég kem mjög sjaldan til Reykja- vflcur, það er svo mikið stress héma. AUt og allir á fleygiferð," segir Sigur- borg Chyntia Karlsdóttir, þrjátíu og átta ára kona, fædd og uppalin í Chile. „Ég fer til Reykjavíkur kannski fjórum sinnum á ári til að útrétta. Það er alveg nóg fyrir mig. Sveitin á vel við mig.‘‘ Sigurborg flutti sautján ára frá stórri fjölskyldu sinni í Chile með eig- inmanni sínum og tveimur ungum sonum og býr nú á Hellu. Margir úr fjölskyldu hennar hafa á síðustu ámm fylgt fordæmi hennar og hreiðrað um sig á Suðurlandi og em nú um fjörutíu Chilebúar, þar af sjö systkini hennar, makar þeirra og böm, búsettir á land- inu. Uppeldisárin Sigurborg var sjö ára þegar Augu- sto Pinochet tók þar völd og man hún vel eftir því. „Ég man að það vom her- menn út um allt og aliir þurftu að fara í langar raðir til að fá mat. Mín fjöl- skylda fór sem betur fer ekki mjög illa út úr ástandinu. Þegar maður var þama vissi maður í raun ekkert um ástandið þama. Það var ekki fyrr en ég flutti til Svíþjóðar árið 1987 að ég fór að átta mig á ástandinu í Chile." Hún segir að fjölskylda hennar hafi lifað ágætis lífl í Chile, ósköp eðlilegu h'fi. „Við höfðum það frekar gott. Ég sá aldrei neitt stríð eða svoleiðis. Við átt- um nóg af peningum á þessum tíma af því að pabbi var á góðum launum en maturinn var af skornum skammti. Við björguðum okkur alveg en það vom margir sem fóm miklu verr út úr þessu." Chilebúi í Svíþjóð Árið 1987 flutti Sigurborg með tvo unga syni sína frá Chile. „Ég fór á eftir fyrsta manninum mínum til Svíþjóð- ar. Bróðir hans bjó í Sviþjóð og vildi endilega fá hann til sín þannig að ég fylgdi honum þangað." Þegar Sigurborg var búin að búa þar í tvö ár og ógnarstjórn Pinochets að líða undir lok var höggvið skarð í fjölskyldu hennar. „Herman bróðir minn var barinn til dauða af herlög- reglu Pinochets árið 1989. Þegar það gerðist var hann í heimsókn hjá móð- ur okkar að halda upp á afmæli dóttur sinnar. Hann skrapp til að heimsækja systur okkar en átti ekki afturkvæmt. Hann hafði verið tekinn af lögregl- unni um morguninn og laminn. Lög- um samkvæmt var farið með hann í læknisskoðun eftir handtökuna. Síð- an var farið með hann í fangelsi." í fangelsinu var gengið í skrokk á bróður hennar og hann barinn til dauða. „Það var hringt í mömmu og henni tilkynnt að hann væri í fangelsi. Þegar hún fór í fangelsið til að ná í hann var hann nær óþekkjanlegur. Hann hafði verið barinn svo mikið að hann leit út eins og skrímsli. Eftir að mamma náði honum út fór hún með hann beint til læknis en það var um seinan, læknirinn sagði bara einfald- lega að Herman væri að deyja. Þeir höfðu drepið hann." Fjölskyldunni hótað Lælcnirinn sem tók á móti móður- inni með blóði drifinn bróðurinn hafði líka verið á vakt þegar komið var með hann í fyrra skiptið. „Hann sagði að Herman [bróðirinn] hefði ekki ver- ið nærri því svona illa farinn í læknis- skoðuninni um morguninn. Það var búið að berja hann svo mikið í höfuð- ið og andlitið að hann var óþekkjan- legur." Reynt var að rannsaka dauða Hermans en sú rannsókn var kæfð af stjómvöldum í Chile. „Ég var úti í Sví- þjóð og þar var kona sem starfaði fyr- ir mannréttindasamtök. Hún vildi endilega komast til botns í þessu. Ég var í beinu sambandi við mömmu og fékk hjá henni upplýsingar um málið og kom þeim til konunnar en þegar rannsóknin var rétt hafin bámst mömmu hótanir þar sem henni og systkinum mínum var hótað lífláti. Málið var því kæft án þess að nokkur væri dreginn til saka fyrir morðið á Herman." Til íslands „Ég skildi við fyrsta eiginmann minn í Svíþjóð og kynntist þar íslend- ingi. Hann vildi fljótlega flytja aftur heim til íslands. Mér var alveg sama hvar ég bjó víst ég bjó ekki í Chile." Sigurborg giftist öðmm manni sín- um fljótlega eftir komuna til íslands. „Hann vann í Bláa lóninu og hann hafði lengi átt þann draum að gifta sig þar. Þannig að við gerðum það. Það var mjög sérstakt. Við vomm víst fyrsta fólkið sem gifti sig þar. Það hafa margir fylgt á eftir einhverra hluta vegna." segir Sigurborg og hlær. Þau bjuggu fyrst um sinn í Grinda- vík. „Það var algjör hörmung að búa þar. Þar var alltaf rok og þegar það var ekki rok var fiskifyla yfir öllu pláss- inu.“ Smiðurinn Hjónin fluttu skömmu síðar til Hellu. „Við áttum og rákum Grillskál- ann á Hellu í fimm ár en að lokum fauk GriUskálinn og hjónabandið sömuleiðis. Maðurinn minn flutti á brott en ég vildi vera þarna áfram á Hellu. Mér leið vel þar.“ Sigurborg kynntist núverandi eig- inmanni sínum, sem er smiður, við svolítið skringilegar aðstæður. „Það var voða vesen í kring um annan skilnaðinn minn. Til dæmis brotnuðu ýmis húsgögn, þar á meðal hjóna- rúmið. Vinkona mín benti mér á smið sem gæti hjálpað mér að laga brotnu húsgögnin. Eg hafði samband við hann og þótti hann strax indæll. Hann kom svo og byrjaði á að laga rúmið mitt. Síðan fór hann í húsgögnin og að lokum tók hann að sér að laga mig ef svo má segja." segir Sigurborg og brosir breitt. „Þetta var árið 1995, við giftum okkur svo í fyrra." Spænskan á Suðurlandinu Sigurborg starfaði í tæpan áratug við aðhlynningu aldraðra á dvalar- heimilinu Lundi á Hellu. Allt þar til fyrir tveimur ámm. „Ég lenti í því að það var keyrt á mig þar sem ég var gangandi. Síðan hef ég verið öryrki og lagalega séð aumingi," segir Sigurborg sem greinilega er ekki alveg sátt við hlutskipti sitt. Hún hefur þó fengið að grípa í létt störf af og til auk þess sem hún hefur unnið að því að túlka fyrir spænsku- mælandi innflytjendur á Suðurlandi og segir hún nóg að gera hjá sér í þeim málum. Fjölskrúðugir smábæir Á Hellu og Hvolsvelli búa nú alls um fjörutíu Chilebúar sem allir komu á vegum Sigurborgar. „Ég kom fyrst með bróður minn. Hann kom með annan bróður okkar og konuna hans og böm og svo er búið að bætast í hópinn koll af kolli. Við emm núna sjö systkini héma á Hellu og Hvolsvelli. Svo em fleiri úr fjölskyldunni, frændur og frænkur með maka sina og böm." Hún segir að henni og fjölskyldu hennar hafi verið vel tekið í þessum lidu smábæjum Suðurlandsundir- lendisins og aldrei hafi hún orðið vör við fordóma í þeirra garð en slíkar móttökur segir hún ekki sjálfgefnar. „Við emm að troða okkur í ykkar þjóðfélag og það er auðvitað ekkert sjálfgefið að það gangi snurðulaust fýrir sig en maður reynir. Ég er Hellu- búi og íslendingur, mér líður ekki eins og gesti. Ef ég hefði komið hingað ein hefði ég kannski ekki fest rætur hér en ég kom hingað með manni og tveim- ur eldri sonum mínum. Þegar maður á íjölskyddu getur maður ekki verið rótlaus og ég þakka guði fyrir að hafa fengið að festa þær héma á Hellu. Ég held að það sé einhver ástæða fyrir að við emm öll komin hingað. Einhver æðri máttarvöld að verki." Umhleypingar ísland er óneitanlega talsvert kald- ara en Chile en Sigurborg kippir sér lítið upp við hitabrigðin.Þó hún viður- kenni að fyrstu árin hafi hún kvartað við og við vegna umhleypinganna. „Með tímanum lærði ég að njóta að- stæðnanna hvemig sem þær em, hvort sem það er veður eða eitthvað annað, því maður veit aldrei hvað ger- ist á morgun." Fjölskyldan „Ég á þijá yndislega syni. Tvo þeirra á ég með fyrsta manninum mínum. Þeir em nítján og tuttugu ára. Síðan á ég einn ellefu ára með öðmm manni mínum. Miðsonurinn er spenntur fyrir að fara til Reykjavíkur og fara í framhaldsnám. Hann er alltaf að skipta um skoðun. Hann fær þó ekki að flytja frá mér fyrr en hann verður tuttugu og eins árs. Það er svo hræðilegt þegar böm em að flytja að heiman of snemma og allt fer í vaskinn og þau enda affur hjá mömmu sinni," segir Sigurborg og greinilegs kvíða gætir í málrómi henn- ar. Hún segir óalgengt að böm fari jafn snemma að heiman og tíðkast hér á landi. Þar ljúki þau venjulega námi á meðan þau búi enn í foreldra- húsum. „Ég vil að mínir synir flytji að heiman þegar þeir em tilbúnir. Eg var aðeins sautján ára þegar ég yfirgaf for- eldrahús mín og eignaðist elsta son minn. Það er finnst mér allt of ungt. Á þessum tíma var alveg bannað að nota getnaðarvamarpiilur og slíkt. Mamma var ströng en það dugði greinilega ekki nægilega vel,“ segir Sigurborg og hlær dátt. Framtíðin „Ég er bara þrátíu og átta ára göm- ul. Þegar ég verð búin að koma sonum mínum út í llífið þannig að þeir séu sjálfstæðir ætla ég að fara að hugsa um sjálfa mig. Mig langar að læra eitt- hvað, en hvað það verður veit ég ekki. Þangað til einbeiti ég mér að fjöl- skyldunni, móðurhlutverkinu er ekki lokið fyrr en sá yngsti er kominn til manns. Mér finnst gott að taka eitt skref í einu. Þetta er mitt hlutverk núna. Ég á nóg eftir að gera en ætla bara að gera eitt í einu. Pabbi minn var fimmtíu og níu ára þegar hann gerðist smiður. Hann lærði það á kvöldnám- skeiðum. Síðan gerði hann sér lítið fyrir og byggði tvö hús. Draumamir mega bíða, þeir rætast þegar að því kemur. Ég veit það," seg- ir Sigurborg að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.