Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2006, Side 32
32 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006
Helgarblað W
Okkur lá forvitni á að vita hvert fólk sem á í verulegum
greiðsluerfiðleikum getur snúið sér og leitað lausna og
leituðum því til Bjargar Sigurðardóttur viðskiptafræð-
ings sem hefur það að atvinnu að aðstoða íslendinga
sem komnir eru í þrot með fjármálin sín.
LÍJj
JJ
Wiii
BJörg ráðgjafi og mamma „Eftir að ég eignaðist
dóttur rnma þá hefég fléttað saman áhugamái
mln°9famveru með dóttur minni eins og hægt
er. Við ferðumst saman þegar tækifæri gefast og
forum i gongutúra, sund og á skíði."
,M> vera í vansJdlum með
greiðslur er ekki hlutskipti sem
nokkur maður kýs sér. Það er væg-
ast sagt mjög dýrt þegar skuldimar
fara í vanskil og þær fara að hlaðast
upp,“ segir Björg alvarleg í bragði og
bætir við að fjárhagserfiðleikar
reyna mjög mikið á andlegt og lfk-
amlegt þrek og eru slítandi.
Neyslulán algeng á fslandi
„Ég aðstoða fólk við að öðlast
heildaryfirsýn yfir fjármálin og leita
leiða til lausnar," útskýrir hún að-
spurð um starfiö sem hún sinnir hjá
Ráðgjafastofu heimilaima. „Tekju-
minnkun af völdum atvinnuleysis
eða veikinda eru helstu ástæður
okkar viðskiptavina en oftast er
staðan þannig að hvort sem við-
skiptavinir okkar eru með mjög lág-
ar tekjur eða háar tekjur þá eru við-
skiptavinimir oft búnir að flár-
magna neyslu sína í nokkum tíma
með neyslulánum og eiga síðan
erfitt með að standa í skilum með
þau vegna ýmissa ástæðna."
Aöhald er gott
Hverjar eru ráðleggingar þínar ef
ég ætti í miklum fjárhagsvandræð-
um og farin að örvænta? „Að sjálf-
sögðu myndi ég ráðleggja þér að
koma strax til okkar í ráðgjöf og við
myndum vinna að því saman að fá
heildaryfirsýn yfir íjárhagsstöðuna
eins og hún lítur út í dag og ræða
möguleg úrræði," svarar Björg ör-
ugg og bætir við: „Mikilvægt væri
fyrir þig að hafa samband við kröfu-
hafana og láta þá vita að þú sért að
vinna í því að finna lausn á þínum
vanda. Eg hef oft séð það í þessu
starfi að skuldarar hafa sparað stór-
fé í innheimtukostnað með því að
vera í sambandi við kröfuhafa sína
þegar þeir em komnir í vanskil með
skuídbindingar sínar eða eiga von á
því að lenda í vanskilum en með því
að vera í góðu sambandi þá ert þú
að láta vita af því að þú sért ekki
búin að gleyma skuldinni heldur ert
þú í erfiðri fjárhagsstöðu eins og er
og ert að reyna að finna lausn á
vandanum. í flestum tilfellum geta
kröfuhafar frestað dýrum inn-
heimmaðgerðum ef þeir hafa heyrt
frá skuldurum sínum vegna van-
skila þeirra eða vegna yfirvofandi
vanskila."
Lausnin ertil
„Til að lækka framfærslukostnað
þinn þá gæti það hjálpað þér að
hætta að nota greiðslukort og fara
að greiða með peningum. Þannig
getur þú mögulega fengið betri yfir-
sýn yfir framfærslukostnaðinn og
gætt aðhalds í neyslu fjölskyldunn-
ar og haldið greiðsluáætlun," segir
Björg vel að sér í málum sem tengj-
ast peningum.
En að henni sjálfri. Áhugmálin?
„Helstu áhugamál mín eru útivist
og hreyfing, ferðalög og tónlist,"
svarar hún ljúf og heldur áfram:
„Eftír að ég átti dóttur mína þá hef
ég fléttað saman áhugamál mín og
samveru með dóttur minni eins og
hægt er. Við ferðumst saman þegar
tækifæri gefast og fórum í göngut-
úra, sund og á skíði," segir þessi fal-
lega móðir og ráðgjafi sem veit
vissulegasínuviti.
ellytpdvjs
(Spáð í Björgu
Tviburi (21.mai -21.júní)- Fædd:6.júni 1969
Björg er athafnasöm I eðli sinu þegar
stjörnukort hennar er skoðað. Hún er fljót
að hugsa og virðisthafa eitthvert sjötta
skilningarvit til að finna hvenær til dæmis
erfiðleikar steðja að hjá vinum hennar.
Björg er einnig eðli slnu trú. Hún skilur,
þroskast og tekst sífellt á við sjálfa sig
með aldrinum (góður kostur) og einmitt
þess vegna er hún fær um að aðstoða fólk
sem leitar ráöa hjá Ráð.is. Þessi kona hef-
ur
marga
ákaf-
lega já-
kvæða
eiginleika.
Segja má að
hún hafí allt til að
bera sem þarf til að vera hamingjusöm og
þroskuð kona.
SAMANBURÐUR
&týöfvuifnef€mciiuia/
Samelmiú gera
þae líliú fegerra
Rúnar Freyr Gíslason Selma Björnsdóttir
Fæddur: 29.04.73 Fædd: 13.06.74
Naut (20.apríl - 20.maí) Tvíburi <21.maí - 21 .júní)
Rúnar Freyr lítur eiginkonu sína, Selmu, aðdáunaraugum í rökræð-
um því þessi fjölhæfa kona er fær um að hugsa mjög hratt á meðan
hann býr yfir öflugum viljastyrk. Þeim kemur vel saman svo lengi sem
þau eru ekki ósammála um smávægilega hluti og þar kemur styrkur
Selmu sér í lagi fram. Hún kinkar einfaldlega kolli þegar nautið, Rúnar
Freyr, telur sig hafa á réttu að standa. Selma
má alveg minna sjálfa sig á í sam-
bandinu að hún telst vera
vitsmunaveran í dýra-
, hring stjarnanna ef
marka má stjörnur
þeirra saman.
- rómantiskur, viðkvæmur
- vanafastur
- náttúruunnandi
- afkastamikill & áræðanlegur
- þolinmóður & umburðalyndur
- brotakennd, mikil tilfinningavera
- skemmtileg & örvandi
- málgefin & snjöll
- ævintýragjörn & athafnasöm
- heillandi & ástríðufull
HELGIN FRAMUNDAN
'v\
„Það verður nóg að gera á laug-
ardaginn hjá mér. Þó ég sé á frívakt
í Sjónvarpinu þarf ég samt að
vinna," svarar Geir Magnússon
íþróttafréttamaður hjá RUV kátur
að vanda aðspurður um atburði
helgarinnar og bætir við: „Ég ætla að
lýsa brunkeppni í heimsbikarnum á
skíðum á laugadagsmorgun. Það
’ verður örugglega mjög gaman
því brunið er í Kitzbuhel í
Austurrlki í hinni frægu
Hahnenkamm-braut.
Seinnipartinn á laugardag
fer ég á Ásvelli í Hafnar-
firði þar sem ég verð með
í beinni útsendingu frá
seinni leik íslands og
Frakklands í hand-
bolta."
Okkur leikur einnig
forvitni á að vita hvar
Geir verður á sunnu-
daginn. „Þá ætla ég að
vera sem mest heima
því það er síðasti frídag-
urinn sem ég á áður en ég
fer á Evrópumótið í Sviss í
handbolta."