Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2006, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2006, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 Fréttir 30V Heiöar er skemmtilegur og hlýr maður, hefur góða nær- veru og mikill fagurkeri. Hann talar ofmikið, er með fullkomnunaráráttu og þykir rjómatertur góðar. „Heiöar á marga góða kosti. Hann erstundvís og samvisku- samur, góður maður og talar ekki illa um nokkurn mann. Þaðergott að vera nálægt honum og hann ermjög vel lesin. Þegar við ferðuöumst um landið vissi hann allt um alla hóla og hæðir og sagði mér margar skemmtilegar sögur um landið. Galli hans er hvað honum þykir súkkulaði og rjómakökur góðar. Það er erfitt að vera nálægt honum þegar maður vill passa línurnar!" Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hús- stjórnarskóla Islands. „Heiðar er mjög skemmtilegur og hress og gaman að vera ná- lægt honum. Hann reynist fólki mjög vel. Hann er mikill fagur- keri og kann manna best að snyrta kvenfólk enda er hans aðal áhugamál tíska og allt sem að henni snýr. Hann kann sitt fag. Hann er sjálfgagnrýninn og stundum þegar hlut- irnirganga ekki upp þá á hann til að verða ergilegur og smita þá sem eru nálægt honum." Matthildur „Lóló" Guðmundsdóttir, einkaþjálfari í Laugum. „Hann er ofboðslega hress, hlýr og góður maður. Hann er æðis- legur vinur og mikill vin- ur vina sinna. Það er alltafgott að leita til hans og hann er mjög trausturog áreiðanleg- ur. Gallarnir eru helst að hann blaðrar svolítið mikið og mætti minnka það." Kristjana „Kittý" Þráinsdóttir flug- freyja. HeiðarJónsson snyrtir er fæddur 9. ágúst 1948. Hann fékk snemma áhuga á tísku- málum og stofnaði fyrirtækið Tískuþjónust- una sem síðar breyttist í Karon samtökin. Hann er alþjóðlegur förðunarmeistari fyrir Yves Saint Laurent snyrtivöruframleiðand- ann og hefur ferðast um allan heim fyrir hann. Heiðar starfaði einnig sem fyrirsæta í 20 ár og stjórnaði Ungfrú ísland keppninni til fjölda ára. Hann stjórnaði sjónvarpsþátt- unum Fiskur án reiðhjóls ásamt Kolfinnu Baldvinsdóttur og núna slðast sjórnaði hann sjónvarpsþættunum Allt ídrasli ásamt Margréti Sigfúsdóttur. Heiðar hefur starfað sem flugfreyja undanfarin 8 ár. Forsetinn á Akranesi Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, er í opinberri heimsókn í Grundaskóla á Akranesi í dag. Þetta kemur fram á skessu- horn.is. „Með heim- sókn forsetans vill hann kynna sér starfsemi skólans, sem hlaut íslensku menntaverðlaunin á síðasta ári í flokki skóla sem sinnt hafa vel ný- sköpun eða farsælu sam- hengi í fræðslustarfi," segir á skessuhorn.is. Segir einnig að forsetinn fá að sjá brot úr leiksýningum og skemmtunum skólans að undanförnu. Hann muni síðan sitja hádegisverð í boði Akraneskaupstaðar. í gær var gefin út árleg tilkynning um hverjir hljóta listamanna- laun frá ríkinu. Auglýst var eftir umsóknum í október í fyrra og bárust 503 umsóknir sem eru talsvert færri en árið á undan þegar 622 umsóknir bárust. Á hverju ári gefst listamönnum kostur á að sækja um listamanna- laun frá ríkinu. Laununum fylgir mislangur friður til að helga sig list- inni því launþegar mega ekki vinna aðra vinnu á meðan. Mánaðarlaun- in eru þau sömu og grunnlaun lekt- ors við Háskóla íslands sem í dag eru 218.512 krónur og fær hver listamaður laun frá ein- um mánuði til þriggja ára. í ár eru aðeins tveimur einstaklingum veitt laun til þriggja ára og eru það rithöf- undarnir Olafur Gunnarsson og Steinunn Sigurðardóttir. svavar@dv.is roæfBES* AR: 7.866.432 Kristinn Hrafnsson myndlistar maöur Steinar Bragi Guömundsson rithöfundu . Hlynur f son myn armaður ^ar “ J''Á - STff': 'SP' m Ólafur Gunn- arson rithöf undur Björn Bjarnason brigslar háskólaprófessor um hlutdrægni. Rannsóknir gegn illum stjórnvöldum Stefán Ólafsson Pró- fessorinn ætlarekkií pólitískan leðjuslag við Björn Bjarnason. „Ég hef engan hug á að fara í póli- tískan leðjuslag • við Bjöm Bjamason, né nokkum ann- an,“ segir Stefán Ólafsson pró- fessor við Fé- ' lagsvísinda- • deild Háskóla íslands. Stefán setti fram fyrr í þess- Bjorn Bjarnason Dómsmála- ráðherra segirfræðimanninn úlf í sauðagæru; málpipu stjórnar- andstöðunnar. um mánuði í Morgunblaðsgrein und- ir fyrirsögninni „Skattalækkunarbrell- an" þá fullyrðingu að skattbyrgði hafi aukist mjög hér á landi þrátt fyrir að stjórnmálamenn haldi öðm fram. Stefán segir hið opinbera taka nú til sín 40 prósent af þjóðarframleiðslu en árið 1995 hafi það verið 34,3 prósent. Björn Bjamason dómsmálaráð- herra gefur, í grein á heimasíðu sinni, lítið fyrir niðurstöður Stefáns og telur hann í raun á annarlegum forsendum með ályktanir sínar. Að þær séu gagn- gert til að koma höggi á ríkisstjómar- flokkana. „í stjómmálabaráttu hér á landi gerist hvað eftir annað, að til verður pólitískur þríhymingur: Fræðimaður (oftast við Háskóla íslands), hags- munasamtök (oftast Öryrkja- bandalag íslands eða Félag eldri borgara) og stjórnarandstöðu- flokkur. Tilgangur: að sækja gegn stjómvöldum. Aðferð: Fræði- maður segir rannsóknir sýna rangindi stjómvalda, hagsmunasamtök tala í nafni þeirra, sem sæta rangindum, stjómmálaflokkurinn er hinn bjarg- andi engill." Bjöm segir að þegar fjölmiðlun um stjómmál sé á þann veg að rit- stjórar sæti ámæli fyrir að taka af- stöðu sé einfaldast að segja frá niður- stöðum „háskólarannsókna, viðhorf- um hagsmunasamtaka og þeim síðan hampað, sem vilja standa með niður- stöðum rannsókna gegn illum stjóm- völdum." Og Björn heldur áfram í grein simii og bendir á að dagana 18. til 25. janúar, á sama tíma og félagsvísinda- stofnun Háskólans kannaði fylgi flokka, hafi fréttir verið mjög áberandi um skattabrellugrein Stefáns Ólafs- sonar. „Hinn pólitíski þríhymingur sækir styrk sinn tii þess, að þeir aðilar, sem eiga að vera ópólitískir í honum, haldi því yfirbragði í gegnum þykkt og þunnt. Sé bent á, að sjónarmið þeirra séu í raun flokkspólitísk, snúast þeir harkalega til vamar - takist þeim ekki að verjast, verður þríhyrningurinn að engu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.