Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2006, Blaðsíða 29
DV Lífíð
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 29
Aðgerð Silvía Nótt segist hafa
farið til Oklahoma til þessað fara
I í aðgerð á hálsi. Hún fékk allra
bestu„sönglæknana‘‘sem völ var
rMilþess að biarqa sér.
Silvía Nótt stígur á svið næsta laugardag og ætlar að syngja sig inn í hjörtu íslend-
inga. Hún er viss um að komast upp úr undankeppni Eurovision, og er nú þegar
farin að kanna aðstæður í Grikklandi. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson semur lagið,
Sölvi Blöndal vinnur að upptöku og heyrst hefur að Selma Björnsdóttir muni
hjálpa til við sviðsframkomu og Sigríður Beinteinsdóttir muni syngja bakraddir.
Silvía Nólt
er nú þegar komin til Grikklands
„Ég er í Aþenu núna. Ég fékk teikningar af sviðinu og svona en
það var ekki rétt. Nú er ég bara komin beint á staðinn að skoða
og svona. Ég er að veifa öllum og krakkarnir segjast ekki hafa séð
eins fallega konu. Ég segi bara: „Bíðiði þangað til ég kem í maí.
Þið verðið að bíða, sko. Það hlakka allir ógeðslega til,“ segir Silvía
Nótt sem æltar sér stóra hluti í Eurovision á Grikklandi í sumar.
Silvía er algjörlega viss um að
komast áfram úr undankeppninni.
Eftir að hafa heyrt hana tala um
Grikkland komst blaðamaður varla
hjá því að spyrja um undankeppnina
sem er enn í fullum gangi.
Þarf ekki að sigra keppnina hér
heima íyrst?
„Mér fannst fyndið að þú spurðir
um þetta. Það er eins og þú ert eitt-
hvað sofandi, hafir ekki horft á þætt-
ina mína. Fólkið á landinu er soldið
vitlaust, en það er betri greindarvísi-
tala héma í bænum og meiri fjöldi
héma í bænum. Samt er ég búin að
vera úti á landi að gefa fólkinu þar
von. Þau vilja núna lfka að ég gefi
restinni af heiminum von."
Hræðist ekki keppinautana
Silvía hræðist ekki keppinautana í
undankeppninni. Þó er einn sem
hún segir að gæti verið hættulegur.
„Mér finnst soldið slæmt að Ómar
Ragnarsson taki þátt. Kripplinga-
konumar em á eftir honum, því hann
lenti í flugslysi. Hann er með sterk
bein, samt ekki eins sterk eins og
mín.“
Birgitta Haukdal tekur þátt sama
kvöld og Silvía. Silvía segir að hún
hafi umgengist hana og Selmu mjög
mikið að undanfömu. Sagt hefur ver-
ið að Silvía hafi sótt söngnámskeið
hjá þeim stöllum. „Sko, ég er ekki í
söngtímum hjá þeim, þær em bara
ógeðslega góðar vinkonur mínar. Ég
er að hjálpa þeim að vera ógeðslega
töíf, mála þær og svoleiðis, sko. Ég er
ógeðslega góð við þær, þær em bún-
ar að reyna ógeðslega mikið að kom-
ast út. Nú gengur þeim vel, því þær
em með mig, svona ferskt kjöt."
Fór í aðgerð á hálsi
Sögur hafa verið á kreiki um að
Silvía hafi þurft á læknisaðstoð að
halda, vegna þess að hún væri með
hnút á raddböndunum. Hún segir
þær sögur vera réttar. „Ég var með
hnút á raddböndunum út af stressi. í
þáttunum mínum var ég komin með
ógeðslega lítinn hnút. Svo fór ég til
landlæknis og hann sagði að ég væri
með stóran hnút, útaf því að ein-
hverjir gerðu svona vúdú-dúkkur og
vom að stinga í hálsinn." Silvía
þurfti að leita út fyrir landsteinana
til þess að fara í aðgerð-
ina. „Ég þurfti að
fara til Oklahoma
<P" ’ og fékk bestu
sönglæknana til þess að gera aðgerð
með leiserbyssum. Ég var á miUi lífs
og helju, sldlum." Hún segir þó að
þessi aðgerð hafi ekki verið alslæm.
„Ég fékk fullt af aðdáendabréfum frá
fullt af frægu fólki. Svo er ég orðin
ógeðslega mjó, því ég gat ekkert
borðað. Svo var ég líka á sterum."
Ognú á bara að sigra heimirm?
„Eg er svona ffelsari. Ég er að gefa
af sjálfri mér. Ég fæddist til að frelsa
þetta," segir Silvía Nótt sigurviss.
Landslið tónlistarmanna
hjálpar Silvíu
Þorvaldur Bjami Þorvaldsson
samdi lagið sem Silvía syngur næsta
iaugardag og Sölvi Blöndal sá um
upptökustjöm. Úr herbúðum Silvíu
hefur einnig heyrst að Selma
Bjömsdóttir ætli að hjálpa Silvíu
með sviðsframkomu og að Sig-
ríður Beinteinsdóttir ætli að
syngja bakraddir.
Þorvaldur sagði í samtali við
DV að lagið hafi ekki verið samið
fyrir Silvíu. „Hún „rippaði" þessu
lagi af mér. Ég vona því að Silvía sjái
sóma sinn í að syngja þetta vel,"
segir Þorvaldur glettinn. Hann seg-
ist hafa samið lagið sérstaklega fyrir
keppnina. „Þetta lag er samt ekki
„Eurovision-legt" ef svo má að orði
komast. Það er svona hiphop-ffl-
ingur í því."
Sölvi Blöndal segist ekki vera
mikið fyrir Eurovision, en Silvía hafi
boðið svo vel að hann gat ekki neit-
að. „Ég geri þetta bara fyrir pening-
ana, ég er fátækur námsmaður," seg-
ir Sölvi. Hann veit ekki hvort hann
fari með tii Grikklands, komist lagið
alla leið. „Ég fer ef Silvía vill fá mig.
Annar fylgist ég ekkert með keppn-
inni, ég legg mig fram um að fylgjast
ekki með Eurovision."
Silvía er ekki einungis með ein-
valalið tónlistarmanna, því búninga-
hönnuðimir em lflca fyrsta flokks.
Samkvæmt heim-
ildum DV mun Ás-
grimur Már Frið-
riksson hanna bún-
,Ég er svona frels
ari. Ég er að
gefa afsjálfri
mér. Ég fædd-
ist til að
frelsa
þetta/'
ing á Silvíu og em
fimm til sex manns
að leggja honum
lið. Ásgrímur þykir
einn af efnilegri
tískuhönnuðum á
íslandi.
kjartan@dv.is
Ovalarstaður Silvíu
Silvla Nótt segist nú dvelja
! Aþenu að kanna að-
stæður. Hún segist hafa
fengið frábærar móttökur
frágrísku þjóðinni.
] Nóg að gera Ásgrimur
I Már Friðriksson mun vera
I aðhanna kjól á Silvíu Nótt.
1 Hann þykir meö efnilegri
| tískuhönnuðum landsins.
f
tn
V
\*i
Ekki fyrir Silvíu Þorvaldur
Bjarni Þorvaldsson segir ■
Silvíu hafa„rippað“laginu af I
sér og ákveðið að syngja
það í undankeppninni.
\ Bakraddir Fyrrverandi
I Furovision-farinn Sigríður
I Beinteinsdóttir mun syngja
1 bakraddir fyrir Silvíu nótt,
I samkvæmtþvi sem heyrist
| úr herbúðum Silvíu Nóttar.
I Allt fyrir peningana SölviBlön-
I dalsegist ekki fylgjastmeð
I Eurovision. Hann segir Silvíu hafa
I boðið sér fúlgur fjár til þess að
I hjálpa til við upptökurá laginu
| hennar. Því gat hann ekki hafnað.
j Sviðsframkoma Silvía Nótt
I segir Selmu Björnsdóttir ekki
j vera að hjáipa sér með sviðs-
I framkomu. Þvert á móti sé hún
| að hjálpa Selmu að lita vel út.
Sigurviss Silvla Nóttskellti
upp úr þegar blaðamaður
spurði hana hvort hún þyrfti
ekki fyrst að vinna keppnina
hér heima áður en hún fseri til
Orikklands.__________„__________
Uppselt
ákatíe
Melua
Uppselt er á stórtón-
leika söngkonunnar Katie
Melua í Laugardalshöll
þann 31. mars. Söngkonan
á greinilega marga aðdá-
endur á íslandi, því í fyrra
var plata hennar í fjórða
sæti yfir mest seldu er-
lendu plötur á landinu.
Katie er aðeins 21 árs og
að sögn Einars Bárðarson-
ar, sem stendur að komu
söngkonunnar til íslands,
hlakkar hún mikið til þess
að skoða náttúm landsins.
Bob Dyl-
an-kvöld á
Gauknum
Á fimmtudaginn verður
haldið sérstakt kvöld, til-
einkað Bob Dylan, á Gauki
á Stöng. Það er sagt að Tri-
bute-kvöldin klikki aldrei á
Gauknum og það er eins
gott að allt sé í lagi, þegar
goðsögn í lifandi lífi, sjálf-
ur Bob Dylan, er tekinn
fyrir. Gamlir rokkhundar
og laglausir eldri karlmenn
ættu því að fjölmenna á
Gaukinn til þess að upplifa
< ósviknaBob-
stemn-
ingu.
Margrét
datt fyrst út
Margrét Guðrún Gunn-
arsdóttir, 17 ára mær, var
sú fyrsta til að detta úr 12
manna úrslitahóp í Idolinu.
Margrét söng lagið Rescue
Me eftir Fontellu Bass og
þurfti að yfirgefa svæðið
eftir að þjóðin hafði kosið.
Margrét fékk langt í frá
verstu dómana af hópnum
og stóð sig nokkuð vel. Páll
Óskar Hjálmfysson sagði
við Margréti að sumir tónar
hefðu einfaldlega verið
falskir, en að hún hefði
bætt það upp með frábærri
sviðsframkomu.