Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Blaðsíða 12
J2 MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV Rólegt í Keflavík Mikið mannlíf var á skemmtistöðum á Suður- nesjum um helgina en allt fór ffiðsamlega fram. Lög- reglan í Keflavík með aðstoð lögreglunnar á Keflavíkur- flugvelli hélt uppi öflugu eft- irliti þar sem hugað var meðal annars að ástandi ökumanna. Þá fór lögreglan inn á skemmtistaði, meðal annars til að huga að aldri gesta, en samkvæmt henni hefur borið á því að einstaka staðir hafi ekki viðhaft viðun- andi eftirlit að undanfömu. VersluníGarð Á fimdi Bæjarráðs Garðs 8. febrúar síðastliðinn lágu fyrir drög að viljayfirlýsingu vegna byggingar verslunar- og skrifstofuhúsnæðis í Garði. Mun byggingin að öllum líkindum rísa á lóð þar sem Sparisjóðurinn er nú til húsa. Aðilar að viljayf- irlýsingunni em Kaupfélag Suðumesja, Sparisjóðurinn í Keflavík, Álasund og Sveitar- félagið Garður. Bæjarráð samþykkti viljayfirlýsinguna og fól bæjarstjóra að undir- rita hana. Umferðar- óhöpp Lögreglan í Hafnarfirði barst tilkynn- ingar um tólf umferðaróhöpp um helgina. í fjögurra bíla árekstri á Reykjanesbraut, slasaðist einn farþegi lítillega og var fluttur á slysadeild. Önnur reyndust slysalaus. Lögregl- unni í Hafnarfirði barst til- kyrming um innbrot í bíl við Dalshraun en ferðatölvu var stolið. Tvö fíkniefnamál komu til kasta lögreglu, ann- að við hefðbundið umferð- areftirlit og hitt við eftirlit lögreglu á veitingahúsum. í húsleitum vom haldlögð meint fíkniefni, hass og am- fetamín. „Það er enginn dagur eins", segir Flosi Ólafsson ieikari, sem býr í Borgarfirði. „Jafnvel þó að ellikellingin sé að yfir- buga mig. Menn eru að setja sig í stellingar fyrir kosningar, búið að sameina hreppina. Það hefur verið boðið meira óflokksbundið, ég veit ekki hvort það er auðvelt að fá fólk. ■ Landsíminn eru orðnir latir. Framsókn að deyja út. Þeir voru stórir hér. Menn voru áðuræstir í kaupfélagið, einn framsóknarmaður orti: Bið ég guð um aðeins eitt, eftir sólarlagið, að útförina geti ég greitt, gegnum kaupfélagið." Essó hefur til skamms tíma selt leikfangabíla sem merktir eru flestum íslenskum karlmannsnöfnum. Bílar merktir stelpunöfnum eru ekki til sölu. Jakob Ólafsson sem framleiðir bílana segir að sérpanta þurfi stelpunöfn. Guðrún Mánadóttir. hjá Femínistafélagi íslands, segir bílana til marks um gamaldags hugsunarhátt. Bílarnir eru bara ætlaðir strákum Stjórn Essó er aðeins skipuð fimm körlum. Undir stjórninni eru starfræktar sextán deildir. Karlmenn stjóma öllum deildunum nema einni. Á bensínstöðvum Essó eru til sölu litlir leikfangabílar sem merktir eru með íslenskum mannanöfnum. Viðskiptavinir hafa vakið á því at- hygli að aðeins er hægt að fá bíla merkta með karlmannsnöfnum. Ákvörðun framleiðanda „Það væri eðlilegra að gæta fulls jafnræðis og bjóða upp á bíla sem merktir eru með nöfnum beggja kynja," segir Páll Örn Líndal vöru- stjóri hjá Essó og bætir við að það standi ekki á fyrirtækinu að bjóða upp á stelpubíla til sölu. Það sé hins vegar ákvörðun framleiðandans að framleiða slíka bíla. Stelpur ekki til á lager Jakob Ólafsson, framkvæmda- stjóri Lógóprent, sem framleiðir bíl- ana, segir að hægt sé að sérpanta bíla með stelpunöfnum en þeir séu ekki til á lager. „Við bjóðum aftur á móti upp á lyklakippur með nöfnum stelpna," segir Jakob sem hefur orð- ið var við að stelpur spyrji af hverju ekki sé hægt að fá bíl með sínu nafni. Bílar eru líka fyrir stelpur Guðrúnu Mánadóttur, ráðskonu staðalímyndahóps Femínistafélags íslands, fínnst sala þessara leikfanga til marks um gamaldags hugsunar- hátt. „Stelpur hafa allt eins gaman af því að leika sér með bíla en leikföng eins og þessi ýta undir gamaldags hugsunarhátt um að strákar leiki sér með bíla og stelpur með dúkkur. Það er ekki mikil jafnréttishugsun í þessu," segir Guðrún. svavar@dv.is öuðmundúr Magnús og Guðmundur? Stelpum langarlíka í bíl. ’Sfjm Leiddir út í járnum úr flugvél Bandaríkjahers Hermenn handtóku hermenn í Keflavík Handteknir Hermennimir voru handteknir við komuhingað I | hl lands en þeir voru á herflugvélum afgerðinni C-23. „Það hefur ekki komið í ljós af hverju höfð voru afskipti af her- mönnunum," segir Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli um handtöku á hermönnum í fyrradag. „Okkar mönnum var bara falið að gera ákveðna rannsókn á þessum vélum sem er í sam- við á ein- hverju rnáli sem við vitum ekki 3 er. eöa ég hef alla vega ekki plýsingar um. Ég veit ekki hvaðan Friðþór Eydal Upplýsingafulltrúi Bandarlkjahers segist ekki vita afhverju Friðþór. ° mlmmímSmmmmrinönnunurn- ; Herlögreglan á Keílavíkurflug velin var að koma eða hvort hún hafi átt uppruna sinn í írak," segir Friðþór. velli handtók í fyrradag nokkra bandaríska hermenn þegar herflug- vélar, af gerðinni C-23, lentu á vell- inum í fýrradag. Sjónarvottar segj- ast hafa séð nokkra hermenn hand- járnaða er þeir gengu frá borði. „Það er hugsanlegt að við fáum að vita af hverju við stöðvuðum þá eftir helgi þegar málið upplýsist en það verður örugglega ekkert gefið út um það fyrr en búið er að ganga frá því," segir Friðþór.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.