Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Blaðsíða 17
T3V Sport MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2006 19 Rooneyjafn góður og Ronaldinho Valsstúlkur eru komnar áfram í fjórðungsúrslit í áskorendakeppni Evrópu í hand- bolta kvenna eftir að hafa unnið gríska liðið HC Athiniakos með samtals sex marka mun. Báðir leikirnir fóru fram í Grikklandi um helgina. Alan Shearer leikmaður Newcastle og aðstoðarmað- ur Glenn Roeder, knattspyrnustjóra liðsins, segir að Way- ne Rooney, sóknar- maður Manchester United, sé jafn góður og hinn brasilíski Ronaldinho sem hef- ur verið knattspyrnumaður ársins síðustu tvö árin. Telur hann að möguleikar Englands á HM í sumar fari eftir frammistöðu Rooney. „Þeir eru sambærilegir. Báðir geta þeir breytt leikn- um upp á sitt einsdæmi. Þeir eru ólíkir leikmenn en Rooney er alveg jafti hæfi- leikaríkur." Heimskulegt hjá Mido Knattspyrnustj óri Tottenham, Martin Jol, sagði um helgina að rifrildi Mido og landsliðsþjálfara Egypta í undanúrslit- um Afríkukeppninnar hafi verið heimskulegt. „Þetta var rangt hjá Mido að haga sér svona," sagði Jol en Mido kom inn á sem vara- maður í leik Tottenham gegn Sunderland í gær. Eftir rifrildið, sem átti sér stað eftir að þjálfarinn tók Mido af velli, var Mido settur í sex mánaða bann frá landslið- inu. Egyptaland vann svo Fflabeinsströndina í úrslita- leik mótsins. Skoruðu 23 mörk úr hraðaupphlaupum Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Valsstúlkna var glaður í bragði þegar DV Sport náði tali af honum í gær. Þá var hann staddur á hóteli liðsins í Grikklandi en hann kemst ekki heim með lið sitt fyrr en í dag. Árangur helgarinnar var góður enda liðið komið áfram í fjórðungsúrslit áskorendakeppni Evrópu. „Strax í fyrri leiknum fannst mér við vera með betra lið en þær," sagði Ágúst en Valur tapaði fyrri leiknum með tveggja marka mun. „Við vissum ekki mikið um liðið áður en ég kom en ég vissi þó að í því voru fjórar grískar landsliðskonur, einn Rúmeni og einn Serbi. Þetta er at- vinnumannalið sem er í 2. sæti grísku deildarinnar og ljóst að um sterkt lið var að ræða," sagði Ágúst um HC Athiniakos. Keyrðum yfir þær „Við fórum varlega í fyrri leikinn og undirbjuggum okkur svo mjög vel fyrir þann síðari þar sem við vorum miklu betri. Við spiluðum mjög ágenga 3:3 vörn og af þessum 37 mörkum sem við skoruðum komu 23 þeirra eftir fyrstu eða aðra bylgju hraðaupphlaups. Okkur tókst algjörlega að keyra yfir þær og gátum við leyft okkur að bakka örlít- ið eftir því sem leið á leikinn." Dómarar leiksins voru frá Kýpur og gerðu sín skerf af mistökum. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum sýndu þær Ágústu Eddu Björnsdóttur rauða spjaldið þar sem þeir töldu að hún væri búin að fá þrjár brottvísanir en raunin var að „Álagið á Valsstúlkum er mikið þessa dag- ana en þær léku sam- tals fjóra leiki á sjö dögum - og það í tveimur löndum." þær voru aðeins tvær talsins. Maður leiksins var hin 17 ára gamla Rebekka Skúladóttir en hún skoraði átta mörk í leiknum. Markahæst var AUa Georgíjsdóttir með þrettán mörk en Ágústa Edda skoraði átta mörk. Berglind Hansdóttir stóð sig að venju vel og varði samtals 40 skot í leikjunum tveimur. Mikið leikjaálag Dregið verður í fjóröungsúrslit annan þriðjudag og fara leikirnir fram 11. og 18. mars. Annars er álag- ið á Valsstúlkum mikið þessa dag- ana en þær léku samtals fjóra leiki á sjö dögum - og það í tveimur lönd- um. Næsti leikur liðsins er strax á miðvikudag og þá gegn FH í toppslag í DHL-deild kvenna. „Allir aðrir leikir í þessari umferð fara ff am á laugardaginn og í raun fáránlegt að setja leikinn á miðvikudag. Við fórum fram á því að fresta leiknum en FH samþykkti það ekki," sagði Ágúst. „Óneitaniega eru leikmenn þreyttir en við ætlum okkur að vera í toppstandi á miðvikudaginn." Valur er sem stendur í efsta sæti DHL-deildar kvenna með 20 stig en FH er í því fimmta með sextán stig. eirikurst@dv.is Rebekka Skúladóttir Moður leiksins i siðari leik Vals og HC Athiniakos um helgina. Hérer hún i leik gegn Stjörnunni iDHL deild kvenna. DV-mynd Vilhelm Það dansa allir á Kúbu og aldurinn skiptir ekki máli. Þetta eru Erla Haraldsdóttir og Harpa Pálsdóttir ásamt hinum frábæra og fræga Salsakennara Erodys sem tók þær og Heiðar f nokkra einkatíma Kennum einnig samkvæmisdansa fyrir börn, unglinga, fullorðna og keppnisfólk. Freestyle, Hip Hop • Konusalsa byrjendur og framhald • Námskeið í Salsa fyrir pör og einstaklinga • Salsa fyrir unglinga Innritun daglega í síma 551 3129 kl. 16 til 22 Heiðar sími 896 0607 E-mail: heidarast@visir.is ^ TfapAkSSXbt Reykjavík psseuAt Mosfellsbæ 10 nemendur fá 10% afslátt af ferð með Úrval Útsýn til Kúbu 23. mars og aðrir 10 fá 10% afslátt af ferð til Kúbu 3. apríl og geta þá eytt einum degi í Salsa með Heiðari. Kennslan hefst fimmtudaginn 2. mars. með Heiðari Þetta er fríði hópurinn sem hjálpar Heiðari við Salsakennslu í Havana Kennarar á námskeidinu verða: Heiðar Ástvaldsson Harpa Pálsdóttir Erla Haraldsdóttir en þau hafa öll oftar en einu sinni verið á námskeiðum á Kúbu og meðal annars á Listaháskólanum í Havana. Kúbufarar sérstaklega velkomnir á sérstakt Kúbufaranámskeið, þar sem við förum yfir öll sporin, sem við lærðum í Havana og bætum við eftir þörfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.