Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV • Stjórnmálaskoðan- ir hafa ekki áhrif á það hvar menn skemmta sér. Það kom berlegaíljós síðastliðið fimmtu- dagskvöld þegar leikarinn góðkunni Rúnar Freyr Gíslason sást fara ham- förum á Hverfisbarnum. Þar var haldin kosningavaka Röskvu sem hefur alltaf verið hreyfing vinstri manna í Háskóla íslands. Rúnar Freyr er hins vegar sjálfstæðismaður eins og góðvinur hans, Gísli Mart- einn Baldursson. Það hafði þó ekki áhrif því Rúnar Freyr skemmti sér kon- unglega í hægri sveiflu... • Það getur verið gott að þekkja íslend- inga í London. Það getur í það minnsta forsætisráðherrann Halldór Asgrímsson kvittað upp á. Hall- dór, sem er annálaður fótbolta- áhugamaður, fer á stórleik Chelsea og Barcelona í meistara- deildinni í lok mán- aðarins en það var Eiður Smári Guðjohnsen sem reddaði honum mið- um á leikinn sem er fyrir löngu uppselt á. Ekki er vitað tU þess að Eiður Smári sé framsóknarmaður en hans helsti ráðgjafi, Eggert Skúlason, var almannatengill fyrir Bjöm Inga Hrafnsson, aðstoðar- mann Halldórs, í prófkjöri Framsókn- arflokksins á dögun- um. Það getur því verið gott að þekkja mann, sem þekkir mann, sem þekkir mann... • Agústa Eva Erlendsdóttir, sem leikur glysdrottninguna Silvíu Nótt, virðist algjörlega dottin í hlutverkið. Hún sást á skemmtistaðnum NASA á föstudaginn og væri það ekki í ffásögur færandi nema fyrir þær sakir að hún kom á svæðið í gerfi Silvíu Nóttar. Svo virðist sem Silvía Nótt sé komin til að vera, í það minnsta fram yfir aðalkeppni Euro- vision sem fer fram á laugardaginn. Ekki er búist við spennandi keppni þar því fregnir herma að Silvía hafi fengið um 90% atkvæða í þriðju um- ferðinni fyrir rúmri viku... • Leikarinn Bjöm Htynur Haralds- son er önnum kafinn þessa dagana. Hann er nú staddur á kvikmynda- hátíðinni í Berh'n þar sem Strákamir okkar er frumsýnd í kvöld. Bjöm Hlynur er einn af svokölluðum „Shooting stars" á hátíðinni en það er hópur ungra og upprennandi kvikmyndaleikara sem valinn er á hveiju ári. Bjöm getur ekki hangið lengi í Berlín því framundan er frum- sýning á ieikritinu Pétri Gauti í Þjóð- leikhúsinu og æf- ingar á Rómeó og Júlíu á þýsku. Það verður ekki sagt að Bjöm Hlynur eigi mikinn ítítíma á næstunni... Ævintýramaðurinn og milljarðamæringurinn Steve Fossett lenti flugvél sinni heill á húfi í gær, eftir að hafa flogið næstum einn og hálfan hring í kringum jörðina í einni ferð. Enginn maður hefur flogið jafn langt og Steve á þessum tíma, en hann var þrjá sólarhringa einn síns liðs. Steve lenti í ýmsum hremmingum á leiðinni og gat aðeins sofið í samtals tvær klukkustundir. f~*r Steve Fossett talar við fjöl- miðla rétt fyrir flugtak Átti I miklum erfiðleikum með að koma vélirmi á loft. Milljarðamæringará góðrl stundu Richard Branson óskar Steve Fossett tiihamingju með flugmetið. „Eg varð að koma vélinni niður eins braut Milljarðamæringurinn Steve Fossett var himinlifandi þegar hann steig út úr flugvél sinni í gær en vélin var sérstaklega hönnuð fyrir þessa langferð. Steve lenti í hremmingum í flug- taki, missti mikið eldsneyti, lenti í átakaveðri yfir Indlandi og þurfti svo að nauðlenda áður en hann komst á áfangastað, Kent í Bretlandi. Samt sem áður tókst honum að slá metið og hefur nú enginn flogið jafnlangt í einum rykk og hann. ■ Það var ekki sfysalaust sem Bandaríkjamanninum Steve Fossett tókst að slá eigin hraða- og tímamet í viðstöðulausu flugi. Fossett flaug um 42 þúsund kílómetra á aðeins 76 klukkustundum og svaf í aðeins tvær klukkustundir. í ferðinni missti hann bæði rosalegt magn af eldsneyti og lenti í veðri sem næstum reif flugvél- ina hans í sundur. í nauðlendingu sprungu tvö dekk á vélinni og því má með sanni segja að hún hafi ekki gengið áfallalaust. Rafmagnsbilun leiddi til nauðlendingar „Þetta var skemmtilegur endir," segir Steve Fossett um nauðlending- una. Aðeins nokkrum mínútum eftir að hafa slegið metið var Fossett á flugi yfir bænum Shannon á frlandi og tók þá eftir því að rafmagnsbilun hafði átt sér stað í vélinni. „Þegar ég var að lækka flugið sá ég að allt rafmagn var að klikka og við flugmenn vitum að það er mjög alvarlegt,“ segir Fossett sem þurfti að notast við neyðarrafhlöð- una, sern endist í aðeins 20 mínút- ur. „Ég varð að koma vélinni niður eins og skot," en þá gat Fossett val- ið um tvo flugvelli sem í réttri fjar- lægð. Ákvað hann að lenda í Bournmouth á suðurströnd Eng- lands, en þar er hann öllum hnút- og skot um kunnugur. Fossett átti að lenda á Kent-flugvelli en þar beið hans múgur og margmenni. í stað þess biðu hans slökkviliðsmenn og millj- arðamæringurinn Richard Branson í Boummouth. Náði rétt svo að taka á loft „Við flugtak átti ég bara að nota átta þúsund fet af flugbrautinni en ég notaði miklu meira en það. Þurfti meira að segja að toga í stýrispinn- ann af alefli til þess að koma vélinni upp ffá jörðinni. Ég hefði auðveld- lega getað keyrt fram af brautinni," segir Fossett. Og vandræðin héldu áffarn, á fyrstu klukkustund flugsins missti Fossett um 340 kíló af eldsneyti, sem gerði það að verkum að litlu munaði að hann ætti ekki nóg til að komast alla leið. Þegar hann flaug yfir BhopaJ í Indlandi lenti hann svo ítrekað í ókyrrð í lofti „sem flugvélina næstum því í tvennt". Fossett segist hafa sofið mun minna en hann ætlaði sér í fluginu, en í hvert einasta skipti sem hann stillti á sjálfstýringu fór allt að pípa eftir 10 mínutur. „Það var bara svo mikið í gangi að ég gat aldrei sofið lengur en í 10 mínútur í senn," seg- irhann. Sló eigið met „Hann er á ltfi og hann sló met- ið,“ segir milljarðamæringurinn og ævintýramaðurinn Richard Bran- son um vin sinn. Branson fylgdi honum á eigin flugvél hluta leiðar- innar og skálaði með honum í kampavíni eftir að hafa lent, heill á húfi. Steve Fossett flaug 26.389 mílur í einum rykk og sló þannig met sem sett var í loftbelg árið 1999, en belgnum var þá flogið 25.361 mflu. Fyrir 20 árum flaug Steve Fossett 24.987 mflur og sló þvf nú eigið met. dori@dv.is Saddam Hussein og fylgismenn ósáttir við réttarhöldin Saddam Hussein í hungurverkfalli Nýjustu fregnir herma að Saddam Hussein, fyrrverandi forseti íraks, sé farinn í hungurverkfall til að mótmæla réttarhöldunum yfir sér, en hann telur þau með öllu ólög- mæt. Saddam er ákærður fyrir stríðs- glæpi og þjóðarmorð gegn írönsku þjóðinni. Lögfræðingar Saddams neita sögusögnunum. Segja að hann muni halda áfram að borða eins og hann hefur gert alla þá daga sem hann hef- ur verið í fangelsi. Þó var haft eftir fyrrverandi lögmanni hans að mót- mælin myndu lfldega hefjast á næstu dögum. Sami heimildarmaður greindi einnig frá því að sjö aðrir fylgismenn Saddams sem réttað er yfir á sama tíma ætluðu að fylgja honum fast eftir í hungurverkfallinu. Fylgismennirnir segjast hljóta einstaklega slæma meðferð og sæta ofsóknum í fangelsinu. Eins og oft áður hefur verið haft eftir Saddam að ekki sé hægt að taka mark á þessum réttarhöldum þar sem hann sé rétt- kjörinn leiðtogi íraks. Nú lítur út fyr- ir að Ibrahim al-Jaafari muni halda áfram að stjóma írak sem forsætis- ráðherra. Saddam hefur sagt að hann muni halda áfram að ganga út úr réttarsalnum eins og hann gerði þegar nýr aðaldómari var skipaður. Súdan ogTsjad semja umfrið Leiðtogar Súdans og Tsjads hafa loks komist að friðarsam- komulagi sem ætti að lægja ófrið- aröldumar sem gengið hafa yfir að undanfömu. „Friðarsamningur ætti að tryggja að iöndin haldi áfram góðu sambandi þrátt fyrir smá ósætti," sagði Idriss Deby, forseti Tsjads, um málið. „Það er skammarlegt að Afríkulönd þurfi alltaf að grípa til vopna um leið og ósætti kemur upp, af því leiðir að ríki utan Afrflcu skipti sér af og nýti sér slæma aðstöðu sumra þjóða," sagði Moammar Gaddafi leiðtogi Líbýu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.