Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Blaðsíða 18
T8 MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2006 Sport DV Jóhann áfram í Svíþjóð Knattspyrnumaðurinn Jóhann B. Guðmundsson hefur náð munnlegu sam- komulagi um að leika með sænska úrvalsdeildarliðinu GAIS næsta árið. Jóhann hefur undanfarið leikið með örgryte en þar sem bæði lið eru í Gautaborg þarf hann ekki að flytja. „Þetta er mjög þægilegt," sagði Jóhann í gær en GAIS vann sér sæti í úrvalsdeild- inni í haust. „Stefnan er fyrst og fremst að halda sér uppi og hefur liðið verið að styrkja sig undanfarið." Kani til Keflavíkur Á fimmtudaginn næst- komandi kemur Banda- ríkjamaðurinn Geoff Miles til landsins og mun vera til reynslu hjá knatt- spymuliði Kefla- víkur. MOes lék síðastliðið sumar með Haukum í 1. deildinni. Þá er það einnig að frétta af liði Keflavíkur að Stefán örn Arnarsson æfir með liðinu þessa stundina en hann er samningsbundinn Víkingum og var á láni hjá félaginu síðastliðið sumar. Enn er óljóst hvernig hans málum verður háttað. Esbjert) vilja Aron Einar Aron Einar Gunnarsson, 16 ára knattspyrnukappi frá Akureyri, er með tUboð frá danska úrvalsdeUd- arliðinu Esbjerg eftir að hafa verið til re\aislu hjá fé- laginu. Aron Einar ll)^». CV/yJl er leikmaður Þórs ; j Æ/ og spUaði fimm leiki með liðinu í 1. deUdinni síðastliðið sumar. Hann á einnig sjö leiki með U-17 ára landsliði íslands að baki. Hann er einnig á leið til Hollands þar sem hann mun æfa með PSV Eind- hoven og mun því senni- lega bíða með að svara til- boði Esbjerg þar til hann hefur reynt sig þar. 16.00 Ensku úrvalsdeUd- armörkin á RÚV. 19.50 WestHam- Birmingham í beinni á Enska boltanum. 2^71 20.30 ftölsku mörkin á 21.00 Ensku 1. deUdar- " mörkin á Sýn. 21.30 Spænsku mörkin á Keflavík og KA prúð- ust Eggert Magnússon er hér með Drago-styttuna sem veitt er prúðustu lið- um efstu deiidarog I. deildar. lár fengu Keflavik og KA þá viðurkenningu. Ársþing KSÍ fór fram á laugardaginn þar sem helst bar fjölgun liða í fyrstu deild karla frá og með þarnæsta keppnistímabili. Aðeins eitt lið fellur úr 1. deildinni næsta sumar en þrjú lið úr 2. deildinni verða flutt upp um deild að sama skapi. Aðrar tillögur voru einnig samþykktar sem meðal annars fela í sér að félögin þurfa að byggja stærri varamannaskýli. Aukinn Makostnnður vegna fjölgunan í 1. deild Tillaga Leiknis í Reykjavík um fjölgun liða í fyrstu deild karla var samþykkt á ársþingi KSÍ sem fór fram á Hótel Loftleiðum á laugardag. Þetta var stærsta breytingatillagan sem samþykkt var en einnig var samþykkt að fjölga varamönnum og einnig sú tillaga Skagamanna um stjörnur á búningum liða. „Þetta mun auðvitað hafa þó nokkrar skipulagsbreytingar í för með sér," sagði Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ við DV Sport eftir árs- þingið um helgina. „Við eigum eftir að fara almennilega yfir hversu miklar breytingarnar verða en ég gæti trúað því að það fyrsta sem menn munu verða varir við er að þeim leikjum þar sem lið þurfa að ferðast langar leiðir munu oftar verða háðir í miðri viku." Birkir segir að horft hafi verið til þess í gegnum tíðina að láta slíka leiki fara fram á laugardegi svo liðin geti keyrt á milli landshluta í stað þess að liðið ferðist með flugvél með tilheyrandi kostnaði. Taka kostunum og göllunum „Við verðum að taka þessu með öllum þeim kostum og göllum sem eru við þetta fyrirkomulag," sagði Páll B. Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Hauka. „Ef við ætlum að ná betri árangri í knatt- spyrnunni þarf að grípa til aðgerða eins og þessa. Við þurfum að fá fleiri leiki og fleiri verkefni, knattspyrnan er bara þannig íþrótt." Enn liggur ekki ljóst fyrir hvernig breytingar verða gerðar á móta- skipulagi 1. deildarinnar en Birkir segir þó víst að fyrst og fremst verði lögð áhersla á að leika þéttar. Þó þyrfti sennilega að lengja tímabilið eitthvað í báða enda og eru skiptar skoðanir um hvernig sé best að standa að slíkri lengingu. Mönnum hafi verið tíðrætt um innanhúsvell- ina, gervigrasvelli og þar fram eftir götunum en sýnist hverjum sitt um hvað sé besta leiðin til að lengja tímabilið. Þessi umræða hefur verið áber- andi þegar talið berst að fjölgun liða í efstu deild en í fyrra var skipuð sér- stök vallarnefnd til að skoða hvað þyrfti að breytast til að það væri hægt. Það er niðurstaða nefndar- innar að breytínga sé þörf sem sé kostnaðarfrek fyrir félögin. Ann- aðhvort þyrftu félögin að leggja fyrsta floícks gervigras eða grasvöll með innbyggðu hita- og vökvunar- kerfi ásamt yfirbreiðslu til að geta hafið tímabilið fyrr á vorin. Engin tillaga var hins vegar á þinginu um fjölgun liða í efstu deild og frestast því þessi umræða enn frekar um eitt ár til viðbótar. Varamönnum fjölgað FH-ingar lögðu fram tillögu um að fjölga varamönnum úr fimm í sjö og var hún samþykkt. Birkir segir að því liggi ljóst fyrir að félögin þurfi að byggja stærri varamannaskýli. Hann býst þó ekki við að það teljist mikil hindrun. „Þetta samþykktu félögin sem áttu fulltrúa á þinginu og því hljóta þau að vera samþykk því." „Við verðum að taka þessu með öllum þeim kostum og göllum sem eru við þetta fyr- irkomulag Stjörnur á búninga Þá var einnig samþykkt tillaga ÍA um að félög geti skartað stjörnum á búningum liða sinna eftir því hversu oft liðið hefur orðið íslandsmeistari. Ein stjama fyrir hverja fimm titla. Það þýðir að íslandsmeistarar FH fá enga stjörnu en KR-ingar fá flestar eða fjórar talsins. Aðeins einn titil vantar upp á að liðið fái fimmtu stjörnuna. Valur, Fram og ÍA fá þrjár stjörnur en Valsmönnum vantar einn titil upp á þá fjórðu. Þá fá Vík- ingar eina stjörnu á sinn búning en þá er það upptalið. Þess skal þó getið að Keflvíldngar eru aðeins ein- um titli frá sinni fyrstu stjörnu. eirikurst@dv.is Dregið í A- og B-deildir Evrópukeppni karla og kvenna í körfubolta um helgina Eigum raunhæfa möguleika á að komast áfram Um helgina var dregið í riðla í A- og B-deild Evrópukeppni karla og kvenna í körfubolta. ísland var í fjórða styrkleikaflokki af fimm í bæði karla- og kvennaflokki og dróst landslið karla gegn Austurríki (1. styrkleikaflokkur), Georgía (2.), Finnlandi (3.) og Lúxemborg (5.). Konurnar taka nú þátt í keppninni í fyrsta sinn og drógust gegn írlandi (1.), Noregi (2.) og Hollandi (3.). England var eitt í fimmta styrkleika- flokki og dróst í hinn riðilinn. Keppt verður í þremur riðlum í flokki karla og komast sigurvegarar hvers riðils áfram á næsta stig keppninnar auk liðsins sem náði bestum árangri af þeim liðum sem lentu í öðru sæti. Þá taka við undan- úrslitaleikir þar sem leikið verður heima og að heiman og komast sig- urvegarar þeirra leikja upp í A-deild. í síðustu keppni voru Islendingar í riðli með Dönum og Rúmenum og áttu ágæta möguleika á að komast áfram en töpuðu fyrir Dönum í hörkuleikjum. Danir gengu á lagið og keppa nú í A-deild. • „Þetta er mjög spennandi. Þetta ér mitííð af góðum liðum sem við lentum á móti og allt saman hörkulið. Finnar eru til að mynda með tvo heimsklassaleikmenn og því er útlit fyrir hörkuleiki," sagði Sigurður en leikir íslands fara fram næsta haust og haustið 2007. „En samt tel ég að við eigum raunhæfa möguleika á að komast áfram. Við höfum trú á okkur og því sem við erum að gera. Við erum orðin sterk körfuboltaþjóð og er allt hægt ef við vinnum vel." Landsliðið hefur undirbúning sinn strax að lokinni keppni í Iceland Ex- press-deildinni og keppir á Norður- landamótinu í Finn- landi í byrjun ágúst. eirikurst@dv.is Gegn Dönum Hlynur Bæringsson gegn Dön- um síðastliðið haust og Friðrik Stefánsson fylgist með. DV-mynd Vilhelm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.