Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Blaðsíða 13
DV Fréttir MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 73 Ruslatunnan hjá Sigríði Jóhanns Óskarsdóttir. íbúa í Hafnar- firði, hefur ekki verði tæmd síðan í byrjun janúar. Þorfinnur Árnason hjá Gámaþjónustunni ætlar að senda ruslabíl heim til hennar strax í dag. Ruslatunnan ekki FáÖu þínar eigin neglur sterkari með Trind Naglastyrkinu. Hú kaupauki 4,5 ml nail bolsam fylgir TiliND ALLTAF NO. 1 Útsölustaðir: apótek oq snyrtivöruverslanir. verið tæmd síðan í byrjun janúar „Ég hefþurft að elta ruslabílinn uppi og fá þá til að snúa við og tæma hjá mér tunnuna." „Ég er í bakhúsi en það er sama, mér finnst eðlilegt að rusla- tunnan hjá mér sé tæmd eins og hjá öðrum," segir Sigríður Jó- hanns Óskarsdóttir íbúi í Hafnarfirði. Hún hefur ekki fengið los- aða hjá sér ruslatunnuna síðan í byrjun janúar. „Strákarnir segja aUtaf að þeir losi hjá mér tunnuna en tunnan sýn- ir annað. Síðast tæmdu þeir hjá mér 9. janúar en skiluðu tunnunni ekki aftur. Ég hringdi þess vegna til að biðja um tunnuna aftur og viku síð- ar fékk ég nýja tunnu," segir Sigríður sem finnst eðlilegt að hún fái sorp- hirðugjaldið endurgreitt frá bænum. Hleypur á eftir ruslabílnum „Á síðasta ári tæmdu þeir tunn- una einu sinni eða tvisvar án þess að ég þyrfti að hringja og biðja sérstak- lega um það. Ég hef þurft að elta ruslabílinn uppi og fá þá til að snúa við og tæma hjá mér tunnuna. Held- urðu að það sé, gömul kona á harða- hlaupum á eftir öskubflnum," segir Sigríður sem mætt hefur dónaskap frá sorphirðumönnunum. „Bflstjór- inn er alltaf voða kurteis en strák- arnir, þeir rífa bara kjaft." Aðrar tunnur alltaf tómar Sigríður hefur spurt nágranna sína og fólk í hverfinu hvernig sorp- hirðumálum þeirra sé háttað. Allir segjast þeir fá tunnuna sína tæmda reglulega. „Ég hef prófað að kflcja ofan í tunnurnar hjá öðrúm og þær eru alltaf vel hirtar/' segir Sigríður. Strax í dag Gámaþjónustan sér um sorp- hirðu fyrir hönd Hafnarfjarðarbæj- ar. Þegar DV hafði samband við Þor- finn Árnason hjá Gámaþjónustunni síðdegis í gær kannaðist hann ekki við tilvik Sigríðar en sagðist ætla að senda ruslabfl til hennar strax í dag. „Það er leiðinlegt þegar svona gerist en við erum að tæma uppund- ir 1500 tunnur á dag og það kemur alveg fyrir að ein og ein tunna verð- ur útundan. í þau fáu skipti sem við fáum kvartanir þá reynum við að bregðast við því," segir Þorfinnur. svavar@dv.is Bæjarstjórar öruggir í prófkjörum helgarinnar Oddvitar í góðum málum Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, Guðmundur G. Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri ísafjarðar unnu allir stórsigur í prófkjöri Sjálfstæðis manna í sínum kjör- dæmum um helgina. Halldór og Kristján fengu 80 prósent með- an Guðmundur fékk 60 prósent. Á eftir Kristjáni á Akureyri komu þær ^ Sigrún Björk Jakobsdótt- ir í öðru sæti og Elín Mar- grét HaJlgrímsdóttir í því þriðja en um 1.200 manns tóku þátt. Halldór Halldórsson Bæjarstjóri Isafjarðar hlaut 60% atkvæða Iprófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Isafirði. Á eftir Guðmundi á Álftanesi lenti Sigríður Rósa Magnúsdóttir í öðru sæti og Kristinn Guðlaugsson í því þriðja. Á ísafirði lenti Birna Lárus- dóttir í öðru sæti og Gísli Halldór Halldórsson í því þriðja. Oruggur f fyrsta sæti Guðmundur G. Gunnars son, bæjarstjóri á Álfta- nesi með 80% atkvæða. Kristján Þ. Júlíusson BæjarstjóriAkur eyrar fékk 80% atkvæða I prófkjöri Sjálf- stæðismanna á Akureyri. Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingar á Aðalskipulagi í Reykjavík í samrænni við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 - 2024. Einholt - Þverholt. Breytingin felst í því m.a. að þéttingarsvæði við Hlemm er endurskilgreint. Reiturinn Einholt-Þverholt verður nr. 17, þar sem gert er ráð fyrir allt að 240 íbúðum. Jafnhliða þessu verður Ásholtsreitur nr. 18, þar sem gert er ráð fyrir 50 íbúðum og Hlemmur verður nr. 7 þar sem gert er ráð fyrir 150 íbúðum. Jafnframt þessu er landnotkun á syðri hluta umrædds reits, breytt úr miðsvæði í íbúðarsvæði. Ofangreindar breytingar ná til skipulagsuppdráttar og 5. myndar í staðfestri greinargerð (1. mynd í netútgáfu), samanber meðfylgjandi myndir. Vakin er athygli á því að þétting byggðarinnar á reitnum kallar í flestum tilvikum á niðurrif eða breytingu núverandi atvinnuhúsnæðis, svo að ekki er um hreina nettóaukningu heildar byggingarmagns að ræða. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel við Austurhöfn. [ samræmi við stefnu AR2001 -2024 um eflingu miðborgar Reykjavíkur, þéttingu byggðar og aukið samspil mið- borgar og hafnarsvæða var efnt til samkeppni og útboðs um skipulag og uppbyggingu tónlistar- og ráðstefnu- hótels og fjölbreyttrar miðborgarstarfsemi í Austurhöfn og aðlægum svæðum norðan Geirsgötu, alls um 78 þúsund m2 (brúttó). Lagt er til að skilgreining miðborgar (M1) nái til svæðisins í Austurhöfn og fái skilgreininguna K-I.l samkvæmt Þróunaráætlun miðborgar. Skilgreining götu- svæðis í miðborgarkjarna er eftirfarandi „í miðborgar- kjarna er lögð áhersla á blandaða notkun. Engin ein notkun, önnur en smásöluverslun og matvöruverslun, má vera ríkjandi, það er meira en 50% á götuhliðum jarð- hæða skilgreindra götusvæða. ( þessu tilliti er litið á veitinga- og skemmtistaði sem sömu notkun.” Austur- hafnarsvæðið verður skilgreint sérstaklega yfir helstu atvinnusvæði aóalskipulagsins og byggingarmagn á svæðinu verður ekki lengur innifalið í tölu um nettó- aukningu atvinnuhúsnæðis á miðborgarsvæðinu. Hafnar- svæöi HA3 mun áfram ná til áformaðrar landfyllingar við Ingólfsgarð og hafnarbakkans (þ.m.t. Miðbakki) austan Austurhafnar að Vesturhöfn. Til að tryggja sem besta tengingu milli Austurhafnar og Kvosar er lagt til að gerð verði göng, fyrir gangandi og hjólandi, undir Geirsgötu. Ekki er gert ráð fyrir öðrum breytingum á staðfestu gatnaskipulagi aðalskipulagsins. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 - 16:15, frá 13. febrúar 2006 til og með 27. mars 2006. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega eða á net- fangió skipuiag@rvk.is, til skipulagsfulltrúa, merkt viðkomandi svæði og undirritað skilmerkilega, eigi síðar en 27. mars 2006. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 13. febrúar 2006 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.