Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2006, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2006, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2006 Fréttir DV Páll er duglegur sómamaður auk þess að vera afburðafræði- maður og meistarakokkur. Gallar hans er erfítt aö fínna nema þann að honum skuli detta I hug að yfírgefa Há- skólann. „Páll er mikill sómamaðurog Ijúf- menni. Hann er duglegur og vit- anlega vet að sér í lögfræði. Ég hef reyndar aldrei smakkað matinn hans en veit að hann er sagður mikill meistara- kokkur. Ég kæmi ekki auga á neinn galla þótt ég legði mig allan fram." Viðar Már Matthíasson, varaforseti laga- deildar. „Páll ber að mínu mati höfuð og herðar yfir islenska fræðimenn á sviði lögfræðinnar. Hann er ávallt faglegur ívinnubrögðum og hef- ur óvenjumikla sérþekk- ingu á mörgum mála- flokkum. Auk þess að vera afburðafræðimaður hefurhann fæturna ávallt á jörðinni. Þannig hefur hann í störfum sinum margsannað hæfni sína til að koma augaá lausnir sem í senn hafa reynst fræðilega réttár og praktískar." Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónu- verndar. „Páll Hreinsson ereinn afokkar bestu kennurum og fræðimönn- um. Það væri mikil eftirsjá að honum í hæstarétt þó svo að mér finnist hann sannarlega vel að þeirri stöðu kominn, bæði vegnayfirburða fag- þekkingar, en einnig vegna heiðarleika hansog rétt- sýni. Hans versti galli er að hon- um skuli detti í hug afyfirgefa há- skólann." Margrét S. Björnsdóttir, forstööumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórn- mála hjá Háskóla íslands. Páll Hreinsson, forseti lagadeildar Háskóla ís- lands er fæddur 20. febrúar 1963. Páll hefur kennt vlð lagadeildina frá árinu 1991 og var ráðinn prófessor árið 1999. Páll starfaði sem aðstoðarmaður umboðsmanns Alþlngisfrá 1991-1997.Frá 1992-2001 var hann skipað- ur af forsætisráöherra, dómsmálaráðherra og iðnaðarráðherra í nefndir er sömdu m.a. frumvörp til stjórnsýslulaga, upplýsingalaga, lögræðislaga, barnalaga, frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum, frumvarp til laga um Orkustofnun og fslenskar orku- rannsóknir. Páll er einn afþeim sem sótt hef- ur um embætti dómara við Hæstarétt ís- lands. Glæsilegt úrval af handsmíðuðum íslenskum skartgripum /LÁRA') SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 sími 561 1300 Litháíska maflan er að þenja eiturlyfjamarkað sinn út til Skandinavíu, Bretlands og íslands. Þrír menn eru í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna stórfells innflutnings á amfetamíni í vökvaformi á síðasta framleiðslustigi. í lok febrúar var Litháinn Romas Kosakovskis handtekinn á Keflavíkurflugvelli með tæplega þrjá lítra af am- fetamíni í vökvaformi. Litháiska mafían á íslandi getur hundraðfaldað hagnað sinn á inn- flutningi á amfetamíni til íslands frá Litháen. Þrír menn eru í gæslu- varðhaldi vegna innflutnings á amfetamíni í vökvaformi á lokastigi framleiðslu. Virðist litháíska mafían ekki víla fyrir sér að senda burðardýr til íslands þar sem hagnaðarvonin er svo mikil að þrátt fyrir að einn og einn Lithái náist í Leifsstöð komast aðrir inn í land- ið með amfetamín sem hundraðfaldast í smásölu á íslandi. Fíknieíhalögreglan í Litháen tjáði DV í gær að eitt gramm af am- fetamíni kostar í Litháen 1,5 evrur, 130 krónur, ef það er keypt í miklu magni. Heimildarmaður DV segir að gramm af amfetamíni á íslandi seljist á 4.500 krónur. Grammið er því 35- falt dýrara á íslandi en í Litháen. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um DV eru tengsl á miUi litháísku mannanna þriggja sem eru í gæslu- varðhaldi vegna ólöglegs innflutn- ings á amfetamíni í vökvaformi. Virð- ast mennimir flytja efnið í vökva- formi á lokastigi en ljúka framleiðslu eihisins hér á landi og selja það síðan í duftformi og stórgræða á viðskipt- unum. Mikil framleiðsla amfetamíns í Litháen „Við vitum að skipulagt am- fetamínssmygl er frá Litháen til ann- arra Evrópulanda," segir Nerius Donauskas, rannsóknarlögreglu- maður í fíkniefnadeild lögreglunnar í Vilníus, höfuðborg Litháen. „Lög- reglan hefur lokað á undanfömum ámm nokkmm verksmiðjum sem framleiða amfetamín en okkur virðist framleiðslan engu að síður enn vera í gangi því núna á sunnudaginn náð- um við 20 kílóum af amfetamíni,“ segir Donauskas. Grammið kostar 130 krónur „Ef amfetamín er keypt í miklu magni fæst grammið á 1,5 evmr en gangverðið á smásölumarkaðinum er um fimm til sjö evmr. Þetta er svarar það um 18 kílóum af am- fetamíni á markaði á íslandi þegar búið er að drýgja það. Söluandvirði 18 kílóa af amfetamíni á íslandi em 81 milljón krónur. Hagnaður á innflutningi af 6 lítrum af amfetamíni: Söluverð á amfetamíni í Litháen = 130 krónurgrammið 1 lítri af hreinu amfetamíni = 3 kíló í smásölu á íslandi 6 lítrar af hreinu amfetamíni = 18 kíló af amfetamíni í smá- sölu á (slandi. 6 lítrar af hreinu amfetamíni kosta í Litháen 780.000 krónur 18 kíló af amfetamíni í smásölu á íslandi kosta 18.000 x 4.500 grammið = 81.000.000. meðal annars ástæðan fyrir því að eiturlyfjahringirnir hér í Litháen sækja til annarra Evrópulanda því verðið þar er mun hærra,“ segir Donauskas. Hann segir að margir Lit- háar séu handteknir í Svíþjóð og Nor- egi þegar þeir reyna að smygla am- fetamíni til landanna og oftast fari þeir akandi með eiturlyfin falin í bíl- unum. Segir Donauskas að neysla á svokölluðum tilbúnum eiturlyfjum eins og amfetamíni hafi aukist mjög mikið í Litháen. Lögreglan í Reykjavík tjáði DV að neysla amfetamíns á ís- landi hafi einnig aukist mjög mikið. Er því nokkuð ljóst að stór markaður er fyrir amfetamín- ið sem litháíska mafían flytur til íslands. Litla-Hraun lúxushótel Samkvæmt litháískum heimildarmanni DV sem býr á íslandi virðist það ekki hræða Litháana sem koma til ís- lands með ftkniefiú að verða handteknir því þeim hefur verið sagt hvemig aðbúnaður fanga á Litía-Hrauni er og það sé í sum- um tilfellum betra að vera á Litía- Hrauni en í fá- tækt f Litháen. Heimildarmað- ur DV segir að burðardýrin sem litháíska mafían á íslandi notar séu menn sem hafa enga at- vinnu og búa við bág kjör í landi sínu. Gæsluvarðhald framlengt Samkvæmt Sveini Andra Sveinssyni, lögffæðingi Arvydas Maciulskis, mun lög- reglan að öllum likindum sækja um framlengingu á gæsluvarð- haldsúrskurði hans sem rennur út á morgun. Arvydas var hand- tekinn snemma í febrúar í tengsl- um við handtöku Sáulíusar Prúsin- skas á Keflavíkur- flugvelli en hann var með þrjá lítra af amfetamíni í vökvaformi. Alls hafa náðst 6 fitrar af amfetamíni í vökvaformi á Kefla- víkurflugvelli á ein- um mánuði og sam- Rakarastofa hættir eftir 105 ára rekstur Gulli rakari burtaf Kirkjutorgi Guðlaugur Jónsson sér fram á að þurfa að hætta að klippa og snyrta viðskiptavini sína á hársnyrtistof- unni Nikk við Kirkjutorg 6 áður en langt um líður. Húsnæðið hefur ver- ið selt og nýir eigendur eru með aðrar hugmyndir en þær að reka þar áfram hársnyrtistofu. „Mér skilst að eiginkona nýja eigandans ætíi að vera með ein- hverja starfsemi hérna," segir Guð- laugur Jónsson, betur þekktur sem Gulli rakari. „Ég er búinn að vera hér samfleytt í 20 ár og eitt er víst, ég fer ekki úr 101 nema að hafa vega- bréfið með mér," segir Gulli sem þegar hefur fengið tilboð um hús- næði fyrir stofu sína en ekki litist á: „Ég veit ekki hvernig ég bregst við en ég er sallarólegur," segir hann. Gulli hefur klippt marga af burð- arstólpum samfélagsins reglulega undanfarin ár og nýtur þar nálægð- ar sinnar við Alþingishúsið. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er til dæmis fastagestur á stofunni hjá honum við Kirkjutorg. Fleiri þingmenn og ráðherrar sóttu þangað litun og klippingu, en Guðlaugur var jafnan þögull sem gröfin um hvaða þarfir kúnnar hans hefðu og leit svo á að trúnaðar- samband klippara og kúnna væri heilagt. Þá hefur Gulli greitt ítölsku leikkonunni Sophiu Loren og er þá fátt eitt nefnt. Rakarastofan við Kirkjutorg hefur verið fastur staður fjölda kúnna af öllum stéttum frá því hún var stofnsett 1901. Lengi deildi Guðlaugur húsi með Hauki Óskarssyni. Gulli þarf að yfirgefa Kirkjutorgið samkvæmt samningi 1. ágúst næst- komandi. Guðlaugur Jónsson við Kirkjutorg 6 Þarna hefur verið rekin rakarastofa í 105 ár. Þvl tlmabili lýkur 1. ágúst. V/v" :* : / j, \U£1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.