Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 15
BV Sport MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 15 Nistelrooy eða Henry til Inter? Massimo Moratti, eigandi ítalska stórliðsins Inter Milan, sagði í gær að hann vildi fá ann- aðhvort Thierry Henry eða Ruud van Nistehooy til liðsins í sumar. Hann viðurkenndi þó að það væri raunhæfara að reyna að fá Nistehooy til liðsins en sem stendur er hann ekki í náðinni hjá Sh Alex Ferguson, stjóra Manchester United. „Munurinn á þeim tveimur er að ég veit að Nistehooy er ekki ánægður í Manchester." Henry er sem stendur í viðræðum um nýjan samning við Arsenal en hefur verið þrálátlega orðaður við Barcelona. McLarentil Renault? Sterkur orðrómur er á kreiki um að Juan Pablo Montoya muni ganga til liðs við Renault á næsta ári. Femando Alonso hefur þegar samþykkt að fara til McLaren að loknu núverandi tímabili en enn er óljóst hvort Kimi Raikkönen eða Montoya eigi að víkja. Samningur Renault við aðalstyrktaraðila liðsins rennur út í haust og stendur tii að semja við spænskt símafyrirtæki sem er með stóran markað í Suður- Ameríku. Myndi ekki skemma fyrh ef ein aðalstjama liðsins væri há Suður-Ameríku. Kjartan með slitin krossbönd? Kjartan Agúst Breiðdal er sennilega með slitin kross- bönd í hné eft- h að hafa meiðst í leik gegn Breiðabliki í deildarbikarkeppninni fyrr í mánuðinum. Yrði þetta enn eitt áfallið fyrir Fylkismenn sem hafa misst marga leikmenn í gegnum árin vegna krossbands- slita. Óttast var fyrr í vetur að félagi hans, Hrafiikell Helgason, hefði slitið krossbönd í hné öðm sinni en betur fór en á horfðist. Kjartan fer í nánari skoðun í næstu viku þar sem meiðslin koma betur í ljós. nm AFÞ 19.15 G (/{) í úrslita v Express ESSU rindavík-Keflavík ikeppni Iceland !-deúdar kvenna. 19.50 Chelsea - Newcastle í ensku bikar- keppninni í beinni á Sýn. 21.50 Útsending ffá leik Reaf Madrid og Real ' Zaragoza í spænsku úr- valsdeildinni á Sýn. iG'í 'O' rjóNVfPPff? 22.20 Handboltakvöld á RÚV. Guðjón Valur Sigurðsson er sem fyrr markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildar- innar. Um helgina átti hann stórleik með liði sínu, Gummersbach, er hann skor- aði þrettán mörk í 27-26 sigri liðsins gegn Kronau/Östringen. Þar af skoraði hann ellefu mörk í fyrri hálfleik og lagði þannig grunninn að sigri liðsins. Hans-Peter Krámer, formaður þýska úrvalsdeildarliðsins Gummersbach sparaði ekki stóru orðin eftir að hafa horft upp á íslenska landsliðsmanninn Guðjón Val Sigurðsson skora þrettán mörk í 27-26 sigri liðsins á Kronau/östringen um helg- ina. Guðjón Valur var í sérklassa í leiknum og skoraði ellefu af sínum þrettán mörkum í fyrri hálfleik. „Hann er bestu kaup Gummers- bach í áraraðir," sagði Kramer. „Hann er eldfljótur og er svo vel stemmdur í leikjunum að aðrir leik- menn smitast af keppnisskapi hans." Leikmenn Gummersbach voru ekki með á nótunum í upphafi leiksins og lentu 5-2 og 9-5 undir. Guðjón Valur tók til sinna ráða og fór fyrir sínum mönnum sem tókst að jafna metin í lok háffleiksins. Staðan var þá 14-14 og hafði hann skorað ellefú marka sinna manna. í síðari hálfleik tók Gummersbach völdin í leiknum og lenti aldrei undir. Og þótt aðeins hafi munað einu marki í lok leiksins var sigur Gummersbach þó öruggari en töl- urnar gefa til kynna. Leikmönnum Kronau/Östringen tókst aldrei að jafna aftur leikinn eftir að staðan var 16-16. Tæplega sautján þúsund áhorfendur voru á leiknum. í gærkvöldi lék Gummersbach gegn botnliðinu Delitzsch en úrslit leiksins voru ekki ljós þegar blaðið fór í prentun. Ekki allt mér að þakka „Ég stend ekki einn á bak við öll þessi mörk. Allir í liðinu eiga þátt í þeim árangri sem liðið hefur náð,“ sagði Guðjón Valur í samtali við þýska netmiðilinn Sportl í gær. Þar segir hann að honum og hans fjöl- skyldu líði vel í Gummersbach. „Já, mjög vel. Eldri dóttir mín gengur í skóla hér og líkar okkur mjög vel vistin hér." Hann er einnig spurður um möguleika liðsins á að vinna þýsku deildina og þó svo að bæði Flensburg og Kiel séu ofar í töflunni vill Guðjón Valur ekki afskrifa neitt. „Við verðum þó að treysta á að bæði félög misstígi sig í þeim leikjum sem eftir em í deildinni." Guðjón Valur er því næst spurður hvaða markvörður sé honum erfið- astur í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann er markahæstur með 196 mörk í 24 leikjum. „Ég vil eiginlega segja sem minnst um það. Ég er reyndar svo einbeittur að því sem ég er að gera þegar ég skýt að markinu að mér er eiginlega alveg sama hver stendur í markinu." Kljaic pínir okkur Alfreð Gíslason tekur við þjálfun liðsins sumarið 2007 en fram að því stýrir Króatinn Velemir Kljaic lið- inu. Hann segir að honum semji vel við Kljaic. „Hann hvetur menn til dáða og gerir vel grein fyrir því hvernig hann vill að málunum sé háttáð. Hann á það til að pína okkur á æfmgum en hann slakar líka stundum á, þegar það á við.“ Suður-kóreska skyttan Yoon hefur þegar sagt að hann muni yfir- gefa Gummersbach í sumar og seg- ir Guðjón Valur það vera mikla synd. „Okkur hefur alltaf samið vel og vorum við aldrei í neinni sam- keppni innan liðsins. Liðið væri eflaust sterkara næstá tímabil með hann innanborös." eirikurst@dv.is Guðjón Valur Sigurðsson Heilsar hér dóttursinni eftir leik með íslenska landsliðinu á EM i Sviss fyrr i vetur. I Fer í sumar Suður-kóreska I stórskyttari Yoon mun yfir- 1 gefa Gummersbach I sumar. I „Synd,"segir Guðjón Valur. Stjörnuleikur þýsku úrvalsdeild- arinnar verður haldimi annaðhvort þann 5. eða 7. júní næstkomandi í höfuðborginni Berlín. Skiptir það litlu fyrir þá íslensku og sænsku handboltamenn sem eiga mögu- leika á að taka þátt í leiknum því þeir verða sennilega allir að undir- búa sig fyrir landsleik þjóðanna sem fer fram 10. júní í Globen-höll- inni í Stokkhólmi. Leikurinn er sá fyrri af tveimur í umspili liðanna um laust sæti á HM í Þýskalandi á næsta ári. Stjörnuleikurinn mun saman- standa af þýska landsliðinu annars vegar og úrvalsliði erlendra leik- manna deildarinnar. Þar kemur Guðjón Valur Sigurðsson sterklega til greina, enda markahæsti leik- maður deildarinnar. Þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson áttu einnig ágæta möguleika að verða kallaðir til en þeir hafa báðir staðið sig vel með ' sínum liðum í vetur. Leikurinn verður fyrsti próf- steinn þýska landsliðsins fyrir HM á næsta ári. Þjóðverjar verða þá á heimavelli og er krafa heimamanna að liðið standi uppi sem sigurveg- ari. Dregið verður í riðla á HM í júlf næstkomandi, einnig í Berlín. Sigri fagnað Róbert Gunnarsson verður upp- tekinn með islenska landsliðinu erstjörnu- leikur býsku úrvalsdeildarinnar fer fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.