Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Síða 31
DV Síðast en ekki sist MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 31 Horfir þú mikið á sjónvarp? Sjónvarpsgláp tekur hugarró frá fólki. „Það vill svo til að ég horfi litið á sjónvarpið. Svona eina klukkustund á viku. Hefnóg að gera. Sjónvarpsgláp tekur hugarró frá fólki." Helga Dögg Birgisdóttir. „Mjög lítið. Horfi 1 svona einn tíma á dag. En ekki á hverjum degi." Kristrún Skúladóttir, ellilífeyris- þegi. y Jg N horfi ekki mikið á sjónvarp þessa dagana þarsem loftnet- iðerbilað.Það myndi samt ekki breyta miklu þótt loftnetið væri I lagi." Guðrún Rós Jónsdóttir. , „Svona um lOtímaá viku myndi ég segja. Ég horfi á Krónikuna, Inn- lit/útlitog fréttir." Sigrún Kaaber, ellilíf- eyrisþegi. Jg horfi 2-3 tíma á dag. Er sátturvið það. Horfi mest á fréttir." Aðalsteinn Kristinsson, ellilífeyrisþegi. Hnakkinn Geir H. Haarde „Gillzenegger er ung- ur maður og fallegur. Hann vaxar á sér bring- una . GUIzenegger er fallega sólstofubrúnn og með flottar strípur. Hann er semsagt flottur gæi, Alla unga menn dreym- ir örugglega um að verða einsog hann. Virðulegir alþingis- menn þora ekki að játa slíka drauma - opinberlega. Guð- jón Hjörleifsson alþingismaður og hrekkjalómur úr Vestmannaeyjum er þó með strípur. Ég gruna hann um að vaxa á sér bringuna en er ekki viss um hvort hann lítur á sig sem hnakka. Gillzenegger er hins vegar hnakki. í sum- ar leið skrifaði hnakkinn dálka í DV. í þeim komu fram viðhorf til kvenna, sem ég myndi ekki vUja að synir mínir tækju upp - ef ég ætti þá. ílát var orðið sem hann notaði gjarnan um ungar stúlkur. Venjulegir feður á Vesturgötunni fyllt- ust í senn skelfingu og hryll- ingi að lesa sumt sem hann sagði um konur. í stuttu máli, þá virtist Gilzenegger einkum telja konur ígUdi kviganna sem leidd eru undir þarfanaut í tUteknu skyni. Yfirvegað innlegg í j afnréttisumr æðuna Því kemur mér GUzenegger í hug að ég sá um helgina fory mann Sjálfstæðisflokks- ins á skjánum vera að vandræðast með varnarmálin á fundi hjá einhverju sem ber- sýnUega var klúbbur inn- vígðra og innmúraðra ihaldskarla íValhöIl. Þar var Geir spurður út í samningaklúðrið sem leiddi tU þess að Banda- ríkjamenn brutu varna samninginn. Formaður Sjálfstæð- isflokksins taldi af því tUefni tíma- bært að sýna þjóðinni innvols sálar Össur Skarphéðisson alþingismaður, aka Dr. Spes, skrifar á http://ossur.hexia.net/ sinnar. Það gerði ut- anrikisráðherra með yfirveguðu innleggi í jafnrétt- isumræðuna í Sjálf- stæðisflokknum. Orðétt sagði leið- toginn mikli - sem einsog Osama Bin laden heldur sig yfirleitt í felum: Vitskertir flóðhestar „Maður fær ekki alltaf það sem maður vUl. Og þá verður maður að vinna úr þvi sem að maður þá fær í staðinn. Maður getur ekki alltaf farið með sætustu stelpuna heim af baUinu en stundum kannski eitthvað sem gerir sama gagn.“ En karlarnir í klúbbnum hlógu einsog vitskertir flóðhestar. Þeir höfðu aldrei heyrt neitt eins smart og fyndið. Kanski flokkurinn ætti að fá sálfræðing tU að skoða inni bæði Geir og flóð- hestana sem emjuðu af hlátri yfir orðasnUld for- mannsins sem loksins var kominn úr felum og farinn að tala við al- menninginn í landinu. Það samtal reyndist semsagt á þessari banölu flatneskju ómengaðrar kven- fyrirlitningarinnar. Hvað segja tíkurnar? Hvað ætli vinkonur mínar i Tik- unum segi um þetta framlag formanns síns tU umræðunnar um stöðu konunnar í Sjálfstæð- isflokknum sem stundum geis- ar einsog eldgos á síðumþeirra? Hvað ætli þær hefðu skrifað marga álnarlanga dálka um mig ef ég hefði látið jafn ótrúleg um- mæli um munn fara á opn- um stjórnmálafundi? Er þetta annars ekki 21. öldin - minar elsk- uðu Tíkur? - Dr. Spes Didda segir vita vonlaust að breyta húðlit og kynhneigð manna án þess að eyðileggja manneskjuna Freknur og réttlætiskenndin Fyrstu meiriháttar hárrisin sem ég varð íyrir á ævi minni held ég að hafi verið þegar séra King fór með ræðuna sína um drauminn. Það var eitthvað svo stórkostlegt við þessi orð og þennan þunga ósýnilega sannleika sem fyllti mig áf heitri og undarlega magnaðri tilfinningu sem ég hef síðan nefnt hjá sjálfri mér réttlætiskennd. Helst vildi ég næst- um verða blökk til þess að það sæist hverrar skoðun- ar ég væri, því skoðanimar sjást svo illa nema fólk merki sig, en mér var sagt ungri að væri ég blökk þá væri búið að hengja mig fyrir að finnast það sem mér fannst. Vel á minnst, ég las það einmitt einhvem tím- ann að hefði ég verið uppi fyrir 400 árum þá væri búið að brenna mig! Og átti útlit mitt að ráða þar um. Alveg merkilegt hvað freknur geta vakið með fólki sem vantar að ráðast á einhvem. En ekki er ég blökk og verð aldrei og þarf þess heldur ekki til þess að finnast kynþáttamis- munun Ul og manneskjunum til minnk- unnar. Það má vera að rauða hárið og freknumar hafi hreinlega skikkað mig til að skilja af- stöðu blakkra, því það er sérstök og annarleg reynsla að vera settur til hliðar vegna útlitsins, útlits sem þú getur hreiniega ekkert gert að og segir ekki neitt um þína mannkosti. Ræðan um drauminn gefur mér enn þá þessa líka mögnuðu tilfinningu þó svo að réttlætið í þess- um málum sé ekki enn þá komið á land og gerist sjálfsagt aldrei því eitthvað verður lýðurinn að hafa til þess að teljasighafinnyfir. Ég fæ líka miikinn réttlætisbríma þegar ég heyri baráttudiskólagið „Ég er eins og ég er" sem gef- ið var út fýrir Gay Pride fyrir nokkmm ámm. Það minnir mig á ræðuna um drauminn hans King, eins og það sé sprottið af sama meiði og ég vona bara að það eigi sér jafn- marga fylgjendur og réttindabarátta blakkra. Það er víst eins með samkynhneigð og litarhátt, það er vita voniaust að ^ ’ breyta náttúmfari af þessu tagi 'án þess að eyðiieggja manneskjuna, og það hlýtur að vera „Vel a mmnst, écr Það einmitt híffiT®rn tímann að WíSBSfr egf hvað freknnrÓeta manneskjan \ a , -----— sjálf sem við erum \ “fllflVern. ** að verja þegar við vilj- um leiðrétta misrétti. En hvað varðar samkyn- hneigð þá hef ég helst orðið vör við að einstaka trúfélög geti ekki áttað sig á sköpunarverkinu í heild sinni, og finnst það eðlilegt að reyna að uppheíja sig og sínar kenningar útffá einhverju skáidverki sem sjálfsagt var bam síns tíma, eins og upphaf þróunarkenningarinnar var líka en hefur sem betur fer verið uppfærð reglulega. Trúarbrögð em líka mannréttindi og víst er ég til í að veija rétt fólks til að hafa sitt bragð af trúnni, og það er rétt að sagan er líka stútfull af misrétti sem á fólk var lagt vegna skoðana þeirra á hver er guð. Og guð er eins og réttlætið, ósýnilegur en samt trúa margir á hann eða hana eða hvem- ig sem guðinn er, réttlætið sjálft hvomgkyn og af öllum litum. Einhvem tímann sá ég mann í sjónvarpinu vima um krafta síns drottins og sagði að hann hefði beðið guð að taka burt gyllinæðina sem hann hafði, og sjá hún hvarf! Ég beið spennt eft- ir að sjá sönnunargagnið, en það gekk ekki svo langt því það dugði þeim sem vom í salnum með honum að trúa orðum hans. ntítwsto'®;' 550 5090 SEFUR ALDREI Viðtökum við fréttaskotum aflan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrarnafnleyndar er gætt. Síminn er *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.