Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 Fréttir DV Brautglasá andliti Elvar Logi Rafnsson var dæmdur í sex mánaða fang- elsi í gær, þar af þrjá skil- orðsbundna, fyrir stórfellda líkamsárás sem átti sér stað á skemmtistaðnum Play- ers í desember í fyrra. Elvar lenti í deilum við mann á barnum sem ýtti við hon- um og vatt sú rimma upp á sig þar til Elvar braut glas á andliti mannsins. Mað- urinn hlaut skerta sjón og skaðaðist töluvert á andliti. Guðrún Hanna, tvítug stúlka búsett í Skagafiröi, kom, sá og sigraði á skotkeppni Bars- ins á Sauðárkróki um síðustu helgi. Guðrún drakk 34 staup af sterku áfengi og vann keppnina. Fór síðan á barinn og fékk sér bjór til að fagna sigrinum. Þrír af tíu keppend- um voru fluttir á sjúkrahús með áfengiseitrun. Stærstá fslandi 60 feta skúta sem er væntanleg til landsins í maí verður væntanleg stærsta skúta á íslandi. Skútan er í eigu ferðaþjónustufyrirtæk- is sem verið er að hleypa af stokkunum á ísafirði. Fyrir- tækið mun bjóða upp á ævintýraferðir um Vestfirði og Breiðafjörð. Gistverður um borð í skútunni og boðið upp á ýmiss konar afþrey- ingu á daginn. Skútan var áður í eigu Robin Knox- Johnston, sem fyrstur sigldi einn í kringum jörðina, og sir Chris Bonington fjallgöngu- kappa. Fyrir nokkrum árum sigldu kappamir skútunni við íslandsstrendur, með- al annars um Vestfirði og Breiöafjörð. Þjóðleið breytt og göng boruð Samgöngunefnd Alþing- is vill að samgönguráð- herra kanni þann mögu- leika að flytja hringveginn til í Húnavatnssýslu og láta hann liggja um Þverárfjall yfir í Skagafjörð í staðinn fyrir um Blöndudaf. Seg- ist bæjarstjórn Blöndu- óss fagna hugmyndum um slíkt. í greinargerð með tillögu um málið í sam- göngunefnd segir að upp- bygging sem orðið hafi á veginum um Þverárfjall hafi beint sjónum að því hvort ekki væri skynsamlegt að láta aðalþjóðveginn liggja þar um og um Hegranes og Hjaltadal og þaðan yfir í Eyjafjörð um jarðgöng í gegn um Tröllaskaga. Guðrún Hanna Kristjánsdóttir, tvítug stúlka búsett í Skagafirði, kom, sá og sigraði í svokallaðri skotkeppni veitingahússins Barsins á Sauðár- króki um síðustu helgi. Hún stóð síð- ust uppi af tíu keppendum eftir að hafa innbyrt 34 skot af sterku áfengi og brá sér síðan á barinn og fékk sér bjór til að fagna sigrinum. Guðrún Hanna segir að hún hafi ekki orðið timbruð daginn eftir og að raunar fái hún afar sjaldan timburmenn. Dregur dilk á eftir sér Keppni þessi mun draga dilk á eftir sér því ungmenni undir lögaldri tóku þátt í henni og hefur lögreglan á Sauðárkróki málið nú til rannsókn- ar. Alls munu þrír af tíu keppendum hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna áfengiseitrunar. Einn þeirra er 17 ára stúlka en hún veitti Guðrúnu Hönnu harða keppni og innbyrti 32 skot áður en starfsmenn Barsins þurftu að kalla til sjúkrabíl fýrir hana. Heima er best hann þarf til að skýlast öllum al- menningi. Ef hann er í frakkanum má ekki taka af honum mynd. Svarthöfði hefur heyrt af öðrum sem ætla að reyna að láta reyna á hvort hattur eða jafnvel dökk gler- augu geti ekki fengið skilgreiningu heimilis fyrir dómstólum. Því í sjálfu sér eru frakkar, hattar og gleraugu í fáu frábrugðin bifreiðum; dauð- ir hlutir sem umvefja okkar hver á sinn hátt. Svarthöfði sér ástæðu til að birta mynd af frakkanum svo allir þekki þegar þarf. Því það getur verið dýrt spaug að taka mynd af manni í frakka sé frakkinn friðhelgur líkt og bifreið trúbadorsins um daginn. Það getur kostað milljón. Svo ekki sé minnst á þau ósköp ef söngvaskáldið er með uppbrettan kragann og sígarettu í munnvikinu; alveg prívat og persónulega keðju- reykjandi og kolfallinn á vel aug- Verðlaun Keppni þessi var auglýst í auglýs- ingablaðinu Sjónhorninu á Sauðár- króki sem „brjáluð skotkeppni" með 1.000 kr. aðgöngugjaldi og 10.000 kr. í fyrstu verðlaun. Guðrún Hanna mun ekki hafa ætíað sér sérstaklega að taka þátt í keppninni en slegið til þegar hún kom á staðinn umrætt kvöld. Nemendur úr Fjölbraut Flestir gestanna á Barnum þetta kvöld munu hafa verið nemendur úr Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Einn þeirra segir að ekki hafi mikið sést á Guðrún Hönnu eftir keppn- ina þó að hún hafi innbyrt sem svar- ar nær hálfri annarri flösku af sterku áfengi. Hún hafi verið nokkuð eðli- „Ég hefþað fínt," segir Magnús Þorkell Bernharðsson lektorviö Williams-háskólann í Bandarlkjunum. J dag klukkan 12.15 held ég erindi í Háskóla Islands I Odda um Iran og Irak. Ég mun fjalla um hvernig atburðarásin í öðru landinu getur haft áhrifá hitt. Einnig fjalla ég um menninguna íMiðausturlöndum og hvernig Vesturlandabúar virðast misskilja hana. Einnig kem ég inn á þjóðerniskennd í Iran og lrak"segir Magnús. Barinn Myndin er tekin á Barnum eftir umrædda skotkeppni og er að finna á vefsiðunni Djamm.net. leg og skemmt sér á staðnum með vinum sínum fram eftir kvöldinu. Leitt að svona fór Viktor Guðmundsson, annar rekstraraðila Barsins, segir að hann hafi ekki verið á staðnum umrædda helgi og geti því ekki tjáð sig um mál- ið. Hanna Þrúður Þórðardótt- ir sem var að vinna á Barn- um umrætt kvöld segir að sér þyki leitt að svona hafi farið og að keppnin hafi verið stöðvuð um leið og augljóst var að ekki var allt með felldu. „Við köll- uðum síðan til sjúkrabíl af ör- yggisástæðum sem flutti þrjá á sjúkrahúsið," segir Hanna. Vinsæll trúbador og alþýðuskáld hefur hefur með aðstoö dómstóla í Reykjavík útvíkkað heimilishugtak- ið og nær það nú einnig til bifreið- ar söngvaskáldsins. Inn í bílinn má enginn stíga eða af honum mynd taka því í bílnum er skáldið heima. Svarthöfði hefur stundum séð í blöðum myndir af fólki sem býr í bílum. Það fólk er frábrugðið trúba- dornum í því að það er æst í að láta taka af sér myndir og þá sérstaklega til birtingar í fjölmiðlum. Hér verður ekki látið staðar numið. Með aðstoð dómstóla stefn- ir söngvaskáldið nú að því að útvega Hvernig hefur þú það? w* Svarthöföi sér fleiri skjól til að þrífast í. Fréttist af honum í Prag þar sem hann var að kaupa rykfrakka; unisex dress sem hentar jafnt körlum sem kon- um. Nú ætlar skáldið að fara að ganga í frakkanum og ef einhver smellir mynd af honum í frakkan- um fer hann í mál. Líkt og með bílinn mun dómar- inn vafalítið úrskurða að frakkinn sé eign skáldsins og sá hjúpur sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.