Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 Frittir DV • Ekkert lát virðist á ánægju vínrisans Smirnoff með frammistöðu Ómars Arnar Haukssonar kvikmyndagagnrýn- anda og Hannesar Friðbjamarsonar, trommara úr Buff. Þeir leika Uri og Gorb í herferð fyrir Smimoff Ice. Árni Þór Jónsson leikstýrir auglýsingun- um, sem hafa verið áberandi beggja vegna Atlantshafsins. Um daginn lét Smirnoff senda eftir þeim til New York en þaðan var haldið til Prag, þar sem taka á enn fleiri auglýsingar, þriðja skammtinn til þessa... • Egill Sæbjömsson á marga aðdá- endur. Ekki aðeins innan myndlistar- heimsins heldur einnig tónlistarunn- endur, sem hrifust af Tonk of the Lawn. Síðan platan kom út hefur lítið heyrst í Agli og héldu margir að hann liti ekki upp úr mynd- listinni. Þá gleður án efa að heyra að hann er í góðu formi og búinn að æfa upp hljómsveit í Berlín. Síðustu helgi plantaði Egill hárkollum á sig og sveitina og tróð upp á stórum tónleikastað. Og allt ætlaði um koll að keyra... • Það er nóg að gera hjá íslensku kvikmyndagerðarfólki. Tvær stórar myndir á siglingu og fleiri á leiðinni. Tökum á Kaldri slóð lýkur á næstu dögum. Vel gengur hjá Baltasar Kor- máld og hans fólki með Mýrina. Rúm vika liðin af tökum og efitið gott. Stefnt er að því að klára fýrir lok apríl. Hægt að sjá Mýrargeng- ið athafna sig þegar rökkva tekur í kringum BSÍ, Njálsgötu og í miðbænum. Dagsljósið hentar illa í stóran hluta sög- unnar, enda er Er- lendur rannsóknar- lögreglumaður með eindæmum brúna- þungur. Ingvar E. Sigurðsson spænir hlutverkið eflaust upp, þrátt fýrir að vera þekktur fyrir léttalund... •Á dögunum var haldin þúsund marma árshátíð Stoða, Þyrpingar og tengdra fasteignafélaga í Kaup- mannahöfh og var stórum hluta hóps- ins flogið frá íslandi í veisluna. lngibjörg Pábnadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson eru lykilfólk í félög- unum og létu sig því ekki vanta. Stuðmenn spiluðu fýrir dansi. í miðju pró- grammi dró sveit- in Jón Ásgeir á svið ogfékkhanntilað syngja lag. Fólkið fagnaði ákaft, þar til Jón byrjaði að syngja. Röddin var ekki upp á tíu en Jóni var þó klappað lof í lófa eftir lagið. Fyrir að þora... • Senn verða nýju Sirkusþættim- ir ffumsýndir. Á bak við böndin með EUen og Emu í byrjun apríl og rapphundam- ir Þorsteinn Lár, DóriDNAog fleiri með Tívolí um miðjan mánuð- inn. Einhver bið verður síðan í menn- ingarþáttinn Matador, sem hrindir þó af stokkunum heimasíðu og útvarps- þætti á X-inu í apríl... Um leið og 44 Pólverjar eru ráðnir til starfa sem hlaðmenn á Keflavíkurflugvelli taka Suðurnesjamenn á móti uppsagnarbréfum sínum hjá bandaríska hernum. Kristján Gunnarsson, verkalýðsforingi í Keflavík, segir æpandi eftirspurn eftir erlendu vinnu- afli á svæðinu þrátt fyrir uppsagnirnar sem taka ekki gildi fyrr en 30. september. Pólskir verkamenn Hér glaðbeittir við vinnu við áiver á Reyðarfirði. Sú undarlega staða er komin upp á Suðurnesjum að þangað streymir pólskt vinnuafl á meðan innfæddir sækja uppsagnarbréf sín hjá hern- um. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir þetta eins og með kredit og debet; stundum sé erfitt að samræma það. Þrátt fýrir uppsagnir íslendinga hjá bandaríska hernum er gríðar- leg eftirspurn eftir vinnuafli á Suð- urnesjum. Nýlega samþykktu yfir- völd atvinnuleyfi fyrir 44 Pólverja sem starfa munu sem hlaðmenn á Keflavíkurflugvelli. Eru Pólverj- arnir hluti af 350 manna hópi af- leysingafólks sem verið er að ráða þessa dagana. Pólverjarnir fá að vera Þrátt fyrir uppsagnirnar hjá bandaríska hernum munu verka- lýðsforingjar á Suðurnesjum ekki gera kröfu um að atvinnuleyfi Pól- verjanna verði afturkölluð: „Gallinn er sá að að uppsagn- ir íslendinganna hjá hernum taka ekki gildi fýrr en 30. september. Þá- eru Pólverjarnir á förum því þeir verða hér aðeins í sex mánuði. Pól- verjarnir eru ekki hingað komnir til að vera heldur verða hér aðeins timabundið," segir Kristján Gunn- arsson, verkalýðsforingi í Keflavík. Við viljum útlendinga! „Það er mikil ásókn í erlent vinnuafl hér á Suðurnesjum nú og þá sérstaklega í byggingariðn- aðinn, fiskverkun og þjónustu alls konar," segir Kristján. Fyrirséð er þó að mikill vandi mun blasa við í atvinnumálum á Suðurnesjum þegar uppsagnir ís- Hlaðmaður á Keflavíkurflugvelli 44 Pólverjar munu ganga í störfhlaðmanna á næstu sex mánuðum. lensku starfsmannanna hjá banda- ríska hernum taka endanlega gildi. Áfallahjálp Átta verkalýðsfélög á Suðurnesj- um svo og bæjarstjórnin hafa tek- ið höndum saman og opnað skrif- stofu þar sem aðstoð verður veitt; þar á meðal áfallahjálp. „Nokkrirhafaþegárþegið áfalla- hjálpina en að auki býður banda- ríski herinn upp á viðtalstíma hjá vinnusálfræðingi fyrir þá sem vilja þiggja," segir Kristján Gunnarsson. „Við stöndum frammi fyrir vanda sem margir þekkja úr eigin heimilis- bókhaldi þegar illa gengur að stemma kredit og debet" „Við stöndum frammi fyrir vanda sem margir þekkja úr eigin heim- ilisbókhaldi þegar illa gengur að stemma kredit og debet. Það er svo erfitt að láta þetta allt ganga upp samhliða," segir hann. Kristján Gunnarsson Verkalýðsforinginn I Keflavík segir stundum erfitt að láta debet og kredit ganga upp. Kæra á DV vegna Múhameðs-skopmynda Framkvæmdastjóri IGS bjóst við sýknu Niðurstaða innan 30 daga Samkeppnislög brotin „Þetta mál kom til okkar seinni partinn í síðustu viku," segir Bogi Nilsson ríkissaksóknari um kæru sem barst Lögreglunni í Reykjavík. Lögreglan rannsakaði málið og yfirheyrði meðal annars báða rit- stjóra DV, þá Pál Baldvin Baldvins- son og Björgvin Guðmundsson. Bogi segir embættið ekki gefa upp upplýsingar um það hvort gef- in verði út ákæra eða ekki: „Það eru bara þeir sem fá ákæru eða niður- fellingu sem fá upplýsingar um það fyrstir," segir Bogi. Almennur borgari lagði ff am kæru á hendur ritstjórunum vegna birtinga Múhameðs-skopmyndanna. „Ég hef ekki einu sinni iesið gögn- in í þessu máli en mér skilst að svo hafi verið. Þetta er komið hér á skrif- stofuna frá Lögreglunni í Reykjavflc og við höfum þá grundavallarreglu að reyna að afgreiða öll mál innan þrjátíu daga eftir að þau berast okk- ur,“ segir Bogi. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort ákæra verði gef- in út á hendur rit- stjórunum og þá liggur ekki fyr- ir hvort Bogi Nilsson mun sjálfur sjá um málið. Bogi Nilsson ríkissaksóknari Hefur fengiö málið inn á borð til sín. Embættið gefur sér 30 daga til að taka ákvörðun um niðurfellingu eða ákæru. XvaynuJtBp IGS, dótturfyrirtæki FL Group, braut sam- keppnislög þegar það gerði 10 samninga við flugfélög sem reka vél- ar sem lenda á Kefla- víkurflugvelli og með því að gera flugfélaginu LTU hamlandi tilboð. IGS þarf að greiða 80 milljónir í stjórn- valdssekt. „Ég er mjög sáttur við nið- urstöðuna. Þetta er viðurkenning á að IGS braut á okkur," segir Sigþór Skúla- son, hjá flugþjónustu Vallarvina. Fyr- irtækið hóf samkeppni við IGS árið 2001 og í kjölfarið lækkuðu flugaf- greiðslugjöld á Keflavíkurflugvelli. Á næstu árum gerði IGS samninga við 10 flugfélög sem lenda vélum sínum í Keflavflc, meðal annars LTU, og náðu viðskiptavinum af Vallarvin- um. Þegar Vallarvinir misstu LTU var ekki lengur grundvöll- ur fýrir starfseminni. í dómi Samkeppniseftir- lits segir að „...ekki hafi ver- ið rekstrarlegar forsendur hjá IGS fyrir því verðtilboði sem félagið gerði LTU. Taprekst- ur var á farþegaflugaf- greiðslu félagsins árið 2004." I dómnum segir að tilboð IGS til LTU hafi verið „sérstæk aðgerð gegn Vall- arvinum". „Ég bjóst frekar við að við yrðum sýknaðir. Mér fannst rökin liggja okk- ar megin," sagði Gunnar Olsen fram- kvæmdastjóri IGS. Sigþór hjá Vallar- vinum er óráðinn í hvort farið verði í skaðabótamál gegn IGS. „Stríðsöxin er ekki komin á loft," sagði Sigþór.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.