Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006
Fréttir DV
Nýjar fréttir
af morðinuá
JóniÞór
Rannsóknarlögreglan í
E1 Salvador er með upplýs-
ingar sem gætu leitt hana til
morðingja Jóns Þórs Ólafs-
sonar og Brendu Salinas í
E1 Salvador. Salvador Mart-
inez, upplýsingafulltrúi
lögreglunnar, segir
að verið sé að yfir-
heyra manneskju
úr glæpagenginu
sem rændi Jóni
og Brendu og
myrti þau síð-
an á hrottalegan hátt. Þessi
manneskja var viðstödd
þegar þau voru numin á
brott og ætlar að gefa lög-
reglunni upp hver atburða-
rásin var og hverjir voru að
verki. Lögreglan í E1 Salva-
dor segir að þessi einstakl-
ingur fái vægari dóm fyrir
að gefa lögreglunni þess-
ar upplýsingar og tíðkist
shk vinnubrögð við rann-
sókn morðmála. Lögreglan
er mjög bjartsýn á að geta
upplýst málið og handtekið
morðingjana.
Þrífi líka á
Heiðarfjalli
Eigendur Heiðarfjalls á
Langanesi sendu í gær bréf
til sendiherra Bandaríkj-
anna á Islandi
þar sem þeir
óska eftir því
að Bandaríkja-
her þrífi eft-
ir sig gamlan
eiturúrgang á
Heiðarfjalli á
sama hátt og
gert verður þegar herstöð-
in í Keflavík verður yfir-
gefin. Áralöng deila hefur
staðið milli landeigend-
anna og Bandaríkjamanna
um úrganginn sem skilinn
var eftir þegar ratsjárstöð á
Heiðarfjalli var lögð niður
árið 1970.
„Það liggur á að stækka
flutningsgetuna á Ijósleiðar-
anum til ísafjarðar," segir
Björn Davíðsson, þróunar-
stjórl Snerpu á Isafirði. „Það
ligguráþví
vegna þess
að það er allt uppselt afþví
sem tilernúna."
Vistmenn elli- og hjúkrunarheimila fengu litla umönnun í gær því 900 starfsmenn Efl-
ingar voru í setuverkfalli í sólarhring. Á Hrafnistu í Reykjavík fengu hjónin Björn Kristj-
ánsson og Auður Axelsdóttir einungis eina jógúrtdós í morgunmat. Þeir vistmenn sem
þurfa hjálp við að klæða sig fóru margir ekki fram úr rúmum sínum því enginn var til
að aðstoða þar sem starfsfólkið sem sér um umönnunarstörfin er í Eflingu.
669
Björn Kristjansson
vistmaður á Hrafnistu í
Reykjavík Fékkbaraeina
jógúrt Imorgunmatog sneið
af lifrarpylsu í hádeginu.
DV-mynd: Vilhelm
Álfheiður Bjamadóttir, talsmaður starfsfólks Eflingar, segir að þetta
sé bara byrjunin á verkfallshrinu ef ekkert verður að gert. Sjálfseign-
arstofnanir með styrk frá ríkinu greiða starfsfólki Eflingar 20 til 30
prósent lægri laun en starfsfólk í sambærilegum störfum hjá Reykja-
víkurborg. Byrjunarlaun þeirra em 101 þúsund á mánuði á meðan
Reykjavíkurborg borgar í byrjunarlaun 134 þúsund á mánuði. Þetta
er starfsfólk Eflingar ekki sátt við og krefst launahækkana.
„Það er voðalega skrítið ástand
hérna hjá okkur," segir Björn Kristj-
ánsson vistmaður á Hrafnistu
í Reykjavík. „Ég fór í matsalinn í
morgunmat og þar var ekkert að
hafa nema eina jógúrtdós. Ég borð-
aði hana uppi á herbergi og náði í
aðra fyrir konuna mína."
Björn og konan hans Auður Ax-
elsdóttir eru búin að vera á Hrafn-
istu í sex ár og segja að aldrei fyrr hafi
starfsfólkið farið í verkfall. „Þetta eru
eðlileg viðbrögð hjá starfsfólkinu því
það er illa launað og fær ekki sömu
laun og aðrir í sömu umönnunar-
störfum," segir Björn.
Mikið álag
„Það er mikið álag á starfsfólkinu
því það vantar svo fólk í þessi störf,"
segir Álfheiður Bjarnadóttir tals-
maður starfsfólks Eflingar. „Það var
ákveðið að allir 900 starfsmenn Efl-
ingar færu í þetta verkfall til að krefj-
ast sömu launa og Reykjavíkurborg
borgar sínu fólki og ef við fáum eng-
in viðbrögð gæti hugsast að við fær-
um aftur í svona verkfall og þá í fleiri
daga," segir Álfheiður.
Sinna frumþörfum fólksins
„Frumþörfum fólksins verður
sinnt og þó að sumir verði að vera á
sloppnum allan daginn verður bara
svo að vera," segir Alma Birgisdóttir
framkvæmdastjóri Hrafnistu í Hafn-
arfirði. „Sumir eru bara ánægðir með
að fá að sofa aðeins lengur og allir fá
að borða þó að það verði ekki heitur
matur," segir Alma.
Álfheiður Bjarnadóttir talsmaður starfsfólks Eflingar Segir að 900 starfsmenn Eflingar
séu mjög óánægðir með léleg laun og mikið vinnuáiag. DV-mynd: Vilhelm
ARMY HUFUR
AÐEINS KR. 1690
Síðar hálsfestar
frá kr. 990
Fermingarhárskraut og
hárspangir í miklu úrvali
SKARTHUSIÐ
Laugavegi )2, s. 562 2466
Nafninu breytt á síðustu stundu
Egla hét Tvísker
„Það er stundum svona þeg-
ar menn ganga upp kirkjugólfið og
ákveða ekki nafnið fýrr en á síðustu
stundu," segir Kristinn Hallgrímsson
hæstaréttarlögmaður og fýrsti stjórn-
arformaður Eglu sem er einn stærsti
hluthafinn í KB banka. í fylgiskjölum
með samantekt Ríkisendurskoðun-
ar vegna nýrra gagna og upplýsinga
um sölu á Búnaðarbankanum kem-
ur fram að í upphafi hét Egla Tví-
sker. Er Tvískers-nafnið alltaf notað
í fyrstu fundargerðunum en krotað
ofan í nafnið og Egla sett í staðinn
með kúlupenna.
„Ég veit ekki hvers vegna þetta var
svona. Menn voru einfaldlega ekki
búnir að koma sér niður á endanlegt
nafn," segir Kristinn Hallgrímsson en á
frekar von á að Ólafur Ólafsson, lengst
af kenndur við Samskip, hafi ráðið
nafninu að lokum og veðjað á Eglu.
Ólafur Ólafsson Fiér með annarri
kanónu úr fjármálageiranum, Sigurjóni Þ.
Árnasyni, bankastjóra Landsbankans.
SAMl-VKKtlRf'VHIH WtMHtRMIF.
Fyrsta fundargerðin frá 14. nóvember
2002 Strikaö hefur verið ofan i Tvísker og
Egla sett I staðinn.___________
„Ólafur á rætur í Borgarfirði og
þangað sækir hann líklega nafnið,"
segir Kristinn og vísar þar til Egils
Skallagrímssonar sem gerði garðinn
frægann í Borgarfirði á árum áður ekki
síður en Þeir Ölafur og Kristinn í Eglu
nú á íslenskum fjármálamarkaði.