Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2006, Blaðsíða 23
DV Popp FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 23 P!nk kemur með fjórðu plötuna sína á mánudaginn. P!nk er hörð Fjórða plata söngkonunnar P!nk kemur út á mánudaginn og heitir I’m Not Dead. Síðast var P!nk á ferðinni árið 2003 með plötuna Try This og það var einmitt sú plata sem söngkonan var að kynna er hún kom hingað til að spila og djamma í miðbænum. Nýja platan er sögð sú persónuleg- asta til þessa, m.a. semur pabbi söngkonunnar eitt lagið á plötunni. Upptökustjórn var m.a. í hönd- um Billy Mann, sem unnið hefur mikið með Anastaciu; Butch Walker, sem hefur unnið með Avril Lavigne; og RZA. Fyrsta lagið sem komið er í spilun er Stupid Girls. Það er grímulaus ádeila á innantóman fá- vitaskap og útlitsdýrkun poppbransans. í skemmtilegu en grófú myndbandinu sést vel hvað P!nk er að pæla og hún er jafnvel harðari í viðtölum: „Neysluhyggjan beinir augum okkar frá því að hugsa um réttindi kvenna, hindrar okkur frá því að hugsa um írak, stoppar okkur frá því að hugsa um ástandið í Afríku - stoppar okkur bara almennt frá því að hugsa,“ sagði söngkonan ný- lega í MTV-viðtali. P!nk var alin upp í pönkinu svo hún hefur alltaf verið á skjön við pissudúkkur poppsins. Fyrsta upplagi plötunnar fylgir DVD diskur, sem inniheldur viðtöl, myndbönd og ým- islegt baksviðsefni. Red Hot Chili Peppers varpa risahlunki á okkur 9. maí: 28 lög á tveggja diska plötunni Stadium Arcadium. Asperger rokk Ástralska rokkbandiðThc Vines kemur með þriðiu plötuna sína í byrjun apríl. Vision Valley heitir hún. Platan er mun hrárri en síðasta plata og er lagið Don't Listen to the Radio, sem nú nýtur vin- sælda á íslenskum rokkstöðvum, gott dæmi um stílinn. Söngvarinn Craig Nicholls hefur verið i tómu tjóni og var talið að þetta væri týpískt rokkrugl. Loks rann þó upp fyrir mónnum Ijós þegar hann greindist með Asperger-heilkenn- ið, sem er einskonar einræna. „Á plöt- unni díla ég við allt það sem hefur gerst," sagði Craig. „Hausinn á mér var fullur af stöffi." Sir Tom Jones Nærbuxnamóttakarinn Tom Jones var sleginn til riddara af Bretlandsdrottn- ingu i gær og bættist þar með i hóp poppara sem hefur hlotnast sami heið- ur. Fyrír eru m.a. Paul McCartney, Mick Jaqqer og Elton John. Þetta var rosa heiður fyrirTom sem er mikill drottning- arsinni. „Hún var yndisleg elns og alltaf. Þegar hún brosir fjómar alit andlitið á henni," sagði Tom um frú Elfsabetu, al- veg í skýjunum. Embrace flytja fótboltalagið Þegar Englendinqar ná í heimsmeistara- keppnina í fótbolta fær einhver hljóm- sveit það vandasama verkefni að semja og flytia stuðningslagið. f gegnum tið- ina hara sveitir ems og Lightning Seeds og New Order gert fótboltalög og í ár ríkti mikil spenna að sjá hver flytti lag sumarsins. Nöfn eins og Kaiser Chiefs og Tony Christie voru nefnd til sögunnar, en nú er komið upp úr kafinu að hljóm- sveitin Embrace fra Manchester mun semja lagið. Það heitir World at your Feet og verður frumflutt þegar nær dregur hátfðinni. Koma iönkinu attur á koitið Stadium Arcadium 28 laga risahlunkur. Red Hot Chili Peppers Hressir á góðgerðasam- kundu nýverið. Red Hot Chili Peppers er eitt af stóru nöfnunum í rokkinu með plötusölu upp á rúmlega 50 milljón eintök. Söngvarinn Anthony Kiedis og bassafanturinn Flea hafa verið í bandinu frá byrjun (1983), en trommarinn Chad Smith kom í hópinn 1989. Gítarleikinn John Frusciante kom inn 1988 og aftur 1998 eftir að hafa verið hættur í sex Allir voru í finu formi Nýja platan er sú níunda í röð- inni og kemur í kjölfar plötunnar By the Way frá 2002. Stadium Arcadium er langfeitasti pakkinn frá bandinu til þessa með 28 lög á tveimur diskum. Blood Sugar Sex Magic frá árinu 1991 kemst næst í lengd með 19 lög. Nýja platan hefði þó getað verið ennþá lengri því 38 lög voru tekin upp og fullunnin. Upphafleg hugmynd var að gefa þetta út á þremur plötum, tríólóg- íu, og áttu plöturnar að koma út með hálfs árs fresti. Meðlimirnir og Rick Rubin upptökustjóri þurftu því að skera niður um 10 lög og það var ekki auðvelt verk. „Upphaflega vild- um við bara gera 13 laga plötu," segir Anthony, „en eins og hin skiptin sem við höfum reynt það enduðum við með þrjátíu og eitthvað lög. Munurinn núna er að við fll- uðum öll lögin sem við sömdum svo það var verulega erfitt að skera þetta niður í 28 lög." Platan var tekin upp í sama hús- næði í Hollywood-hæðunum og bandið gerði Blood Sugar Sex Magic. „Allir voru vel stemmdir og í góðu formi þegar við byrjuðum á þessu," segir Anthony. „Enginn okkar hafði orðið fyrir persónuleg- um eða sálfræðilegum bömmerum. Það er erfitt að ná saman á einn stað fjórum gaurum sem eru allir á hátindi í líðan sinni. Og þess vegna var hreinn unaður að gera þessa plötu." Algjört skítafönk 1 risapakkanum kennir ýmissa grasa en sterk áhersla virðist vera á fönkið. Anthony hefur kallað plöt- una „þroskaheftandi og sársauka- fullt fönk" og að sum lögin séu hreinlega „algjört skítafönk". Hann bætir þó við að þeir melódísku tón- ar sem einkenndu síðustu tvær plötur sé enn að finna. Flea er ekkert að skafa utan af því og hefur fullyrt að þetta sé lang- besta plata bandsins. „Ef þú fílar ekki þessa plötu þá fílar þú ekki Red Hot Chili Peppers. Punktur," sagði bassafanturinn. Fyrsta lagið af plötunni, Dani California, fer í alheimsspilun á mánudaginn og á sama tíma er myndband leikstýrt af Tony Kaye (American History X) frumsýnt. Stadium Arcadium kemur svo út eins og áður segir 9. maí og verður fáan- legt í viðhafnarútgáfu með DVD- diski og auka prentefni. Hljómsveitin leggst í langan tónleikatúr í sumar og hlakkar óskaplega til að flytja lögin af plötunni á tónleikum. Þægileg stemning Fyrir45árum: JóhannAsmundsson, bassaleik- ari Mezzoforte, fæðist. Fyrir44 árum: MC Hammer fæðist. Fyrir38 árum: Celine Dion fæðist. Fyrir 32 árum: Fyrstu tónleikar Ramones í Performance Studio, New York. Fyrir27 árum: Norah Jones fæðist. Dúettinn Ampop var búinn að vera starfandi árum saman þegar hann sló loks í gegn í fyrra með þriðju plötunni sinni. í því ljósi þótti við hæfi að endurútgefa plötu sveitarinnar frá árinu 2002, Made for Market, og þessa sólóplötu Birg- is Hilmarssonar, sem hann gerði undir listcimannsnafhinu Blindfold. Platan var gefin út í fyrra hjá enska smámerkinu Resonant og hafði ver- ið fáanleg hérlendis ef fólk leitaði vel, en er nú komin í almenna dreif- ingu á vegum Dennis (Senu). Plöt- una gerði Birgir þegar Kjartan félagi hans í Ampop var að klára sálfræð- ina í háskólanum. Platan var unnin á árunum 2002 - 2004. Birgir syngur og spilar á velflest hljóðfærin sjálf- ur, en gítarleikarinn Ólafur Jóseps- son (betur þekktur sem Stafrænn Hákon) kemur nokkuð við sögu, svo og trommarinn Jón Örn Arnarson og Þorsteinn K. Ólafsson (betur þekktur sem Prince Valium) sem spilar á hljóðgervla í nokkrum lög- um. Tónlistin er mjög ljóðræn, lág- stemmd og róleg og minnir um margt á fyrri verk Ampop, en minna á poppið sem sveitin sló í gegn með. Tónlistin er í flestum tilfellum inni- haldsrík; nógu melódísk, kaflaskipt og spennandi til að maður haldist vel vakandi yfir henni. Flæðandi bergmálsdrekktir gítarar, hægir trommutaktar, sveimandi hljóð- gervlar og letilegur söngur búa til ^BIindfold - Blindfold Dennis gefur út —‘ÍA, ■ ifySpiíi sí-'íí 1 gjjpiötudómur Dr. Gunna | áheyrilega bakgrunnstónlist sem aldrei rífur f þannig að maður rísi upp við dogg úr þægilegri stemning- unni. Margt af þessari tónlist, sér- staklega ósungnu lögin, gæti sómt sér vel sem tónlist í listrænni mynd. Birgir getur verið stoltur af þess- ari plötu, hún er ágæt fyrir sinn hatt, en mér finnst nú reyndar að hann sé núna að gera mun meira spennandi hluti ásamt félögum sín- um í leitandi pop pinu hjá Ampop.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.