Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2006, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2006, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 tJ Menning DV | Björn Roth Frá sýningasam- stæðunni Lest. Það sem við lista- mennimir eigum að gera er aðeins þetta: Vera Guði til ánægju og reyna að sannfæra fólk um að það sé einhver tilgangur með þessu. - Jóhannes S. Kjarval \ Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@dv.is Áriö síðasta var mikið Qör í sýningarhaldi íslenskra myndlistarmanna hér á landi. Gallerí og opinber söfn stóðu fyrir fjölbreytilegu sýningar- haldi á verkum af ýmsu tagi, bæði með verkum innlendra manna og erlendra gesta. Ás í myndlistarárinu í fyrra var Listahátíð á síðasta vori, sem var helguð nútímalist og olli nokkrum hræringum í listalífi, bæði meðal listamanna og ekki síður almennings. Valnefnd til Menningarverð- launa DV í myndlist hefur tilnefnt mögulega verðlaunahafa. MENNINGAR VERÐLAUN 2006 Myndlistin var þegar í upphafí árið 1979 í hópi þeirra list- greina sem menningarverðlaunin voru veitt fyrir. Nýstár- legur tónn var sleginn þegar í fyrstu: Suðurgata 7 fékk fyrstu verðlaunin sem í þann tíð var framsæknasta gallerí lands- ins. Á síðasta ári var í fyrsta sinn erlendum aðilum veitt menningarverðlaun fyrir myndlist ársins 2004. Listi val- nefndar þessa árs ber þess sannarlega merki að íslensk myndlist er í senn innrás og í útrás. Það voru þau Hannes Lárusson myndlistarmaður, sem langt fram eftir síðasta ári skrifaði vikulega um myndlist á menningarsíðu DV, Jón Óskar myndlistarmaður og Sara Björnsdóttir sem skipuðu valnefndina að þessu sinni. Fyrri verðlaunahafar 1992 1 Paul MacCarthy og t Rhoades Ásmundur Ásmundsson Magnús Pálsson Steingrímur Eyfjörð Guðjón Ketilsson Ragna Róbertsdóttir Sigurður Guðmundsson Kristján Davíðsson Steina Vasulka Páll Guðmundsson Ragnheiður Jónsdóttir Finnbogi Pétursson Pétur Arason 1991 Kristinn G. Harðarson 1990 Kristinn E. Hrafnsson 1989 Kristján Guðmundsson 1988 Sigurður örlygsson 1987 Georg Guðni 1986 Gunnar Örn Gunnarsson 1985 Magnús Kjartansson 1984 Jón Gunnar Árnason 1983 JóhannBriem 1982 Helgi Þorgils Friðjónsson 1981 Ásgerður Ester Búadóttir 1980 Sigurjón Ólafsson 1979 Ríkarður Valtingojer 1978 Gallerí Suðurgata 7 — Björn Roth/Dieter Roth, Lest. Listasafn Reykjavíkur, Lista- safn íslands, Gallerí 100°. Sýningarnar spönnuðu flest svið myndrænnar framsetningar: mál- verk, þrívíða gripi, teikningar, bæk- ur, ljósmyndir, myndbönd og verk sem eru í stöðugri mótun. Afar vel staðið að uppsetningu sýninganna þar sem alætuaðferð Björns og Dieters fær að njóta sín um leið og dýpt, óþreyja og fegurð verkanna er undirstrikuð. Einstök innsýn í þanþol og möguleika efnis og aðferða sem varpar margvíslegu ljósi á eðli listrænnar sköpunar og samhengi hennar við samfélagið, samtímann og lífið. Úthugsuð hönnun & nýbýlavegi!8 I s. 517 2100 mubla Hönnuðir PEFA sameina ó ein- stakan hótt framúrstefnulega fegurð, stílhreina hönnun, einfaldleika, úthugsuð smáatriði og meistarasmíö. Hinir vel þekktu hönnuðir PEFA vita hvaða þarfir borð þarf að upþfylla og hve miklu máli það skiptir fyrir heildarmyndina. Um leið og þeir fcera þér borð sem er gleðivaki og miðpunktur heimilislífsins tekst þeim að brjóta viðteknar venjur með óvenjulegri hönnun og skemmtilegum útfcerslum. PEFA er valkostur fyrir hugsandi fólk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.