Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 Fréttir DV Lamdi mann meðfelgulykli Pétur Áskell Svavarsson var dæmdur í gær í 9 mán- aða fangelsi fyrir grófa líkamsár- ás sem átti sér stað síðastíið- ið sumar. Pétur réðist á Freygarð Jóhannsson á verkstæði hans og lamdi hann ítrek- að með felgulykli. Að sögn Péturs lamdi hann Frey- garð vegna þess að fyrrum fósturdóttir sagði honum frá slæmri reynslu sinni af honum en hún stóð á eng- an hátt á bak við árásina. Áað taka upp evruna? Andri Snær Magnason. „Mér líst mjög vel á mextkóska pesóinn. Hann erfallega myndskreyttur og fagurlega litaöur. Evran erofmikið til málamyndunnar. Ég segi svona. Ég get í raun og veru svarað hverju sem er. Það skiptir ekki máli hvaö ég sem einstaklingur vil á meöan lýðræðið er svona veikt. Það sem iðnaðurinn vill, það Hann segir/Hún segir „Það hefur lengi verið Ijóst aö ísland muni ganga í Evrópusambandið og þá munum við taka upp evruna. Bara tímaspursmál hvenær það verður. Til þess að flýta fyrir því ferli þarfað gera Jón Baldvin að forsætis- eða utanrfkisráðherra og þá skotgengur það. Það hvarflar að mér hvort umræðan síðustu daga um evruna stafarafvanþekkingu. Það gengur ekki að taka upp evru án þess að ganga í Evrópu- sambandið." Kolbrún Berþórsdóttir. Eðal-Jagúar til sölu hjá Bílabúð Benna Eðalvagn Kristin Sigurjónsdómr hjá Bilabúð Benna ásamt Jagúamum sem er til sölu þar. .... Bílabúð Benna hefur nú til sölu eðalvagn af gerðinni Jagúar Mk. VII Saloon árgerð 1955. Athygli vekur að verðið sem sett er á hann er aðeins 790.000 kr. en Kristín Sigurjónsdóttir sölumaður hjá Bílabúð Benna segir að töluvert hafi verið um áhugasama kaupéndur í gærdag og sumir hafi komið oftar en einu sinni að skoða gripinn. Jón S. Loftsson hjá Forn- bílaklúbbnum kannast við þennan bíl þótt hann hafi aldrei verið skráð- ur hjá klúbbnum. „Þetta er algjört augnakonfekt á götunni," segir Jón. Kristín segir að Jagúarinn sé í öku- færu ástandi en það þurfi að dytta að ýmsu og að lakkið sé orðið lúið. Bíllinn var gerður upp og sprautað- ur árið 1984. „Ef þú ætlaðir að kaupa svona bíl ytra og flytja hann hing- að myndi það kosta um 1,5 milljón krónur og þá ætti jafnvel eftir að laga eitt og annað," segir Kristín. Bfllinn var fluttur hingað til lands 1969 og hafa þrír menn átt hann hingað til, þar af sami eigandi frá 1982. Varahlutir ekki vandamái Jón Loftsson segir að um 12-14 Jagúar-bflar af árgerðum frá 1952 til 1979 séu til á landinu og að það séu engin vandræði að fá varahluti í þá ytra. „Jagúar er næstum í sama klassa og Rolls Royce og Bentíey og það er alls ekki erfitt að gera við þá eða endurbæta," segir Jón. Hann tel- ur ásett verð á framangreindan Jagú- ar þokkalegt enda bfllinn í tiltölulega góðu standi miðað við aldur. Laxness átti Jagúar Meðal þeirra sem átt hafa Jagú- ar hér á landi er þjóðskáldið Halldór Laxness en hann var mikill smekk- maður á fallega hönnun og voru bfl- ar í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Jagúarinn sem Laxness eignaðist var af árgerð 1968 og átti skáldið hann lengi. Sá bíll er nú til sýnis á Laxness- safninu að Gljúfrasteini og er honum ekið út á hlað á góðvirðisdögum. Saga af Laxness Til eru nokkrar sögur af Laxness á þessum Jagúar. Ein er þannig að eitt sinn bilaði bíllinn þar sem Lax- ness beið eftir grænu ljósi á gatna- mótum. Óþolinmóð kona i bfl fyrir Laxness Þjóöarskáldið áttiJagúar af árgerð 1968 oghélt mjög upp áþann bll. aftan skáld- ið byrjaði að flauta á hann og lá lengi á flautunni. Steig Laxness þá út úr bfln- um og segir við konuna: „Ef þér getið gert við bflinn minn skal ég liggja M á flautu yðar." Góða veislu gjöra skal.......með WEBER WEBER grillin tryggja frábært grillkvöld l'ARtl^l Plt vfimiu^hkit www.weber.is Járn og gler hf • Skútuvogur 1h Barkarvogsmegln ■ S:5858900 Stýrivaxtahækkun Seðlabankans tilkynnt í dag Hefurstraxáhrifá lán almennings Seðlabankinn tilkynnir í dag um stýrivaxtahækkun sína en sérfræð- ingar búast við að hækkunin verði á bilinu 0,5 til 0.75%. Til skamms tíma þýðir hækkunin hærri afborg- anir hjá almenningi á óverðtryggð lán eins og til dæmis yfirdrátt á bankareikningum. Þannig borgar einstaklingur 500 til 700 kr. meira af hverjum 100.000 krónum sem hann skuldar í yfirdrátt eða af öðr- um óverðtryggðum lánum. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður Greiningardeildar Lands- bankans, segir að hækkun stýri- vaxta þýði til skamms tíma hærri vexti en til lengri tíma lægri verð- bólgu. „Hækkun á stýrivöxtum er ætíuð til að draga úr kaupmætti fólks til skamms tíma og þar með slá á þensluna í efnahags- kerfinu," segir Edda Rós. „Á móti eiga áhr- fin til lengri tíma að vera minni verðbólga. Það má orða þetta þannig að hækkunin er vond í dag en góð á morgun." Hvað varðar verðtryggð lán eru áhrifin af stýrivaxta- hækkun engin strax þar sem slík lán eru með föstum vöxtum. Hins vegar gætu áhrifin orðið veru- leg ef stýrivextir eru ekki hækkaðir og verðbólgan fer úr böndunum. Edda Rós Karlsdóttir Von tídagengottámorgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.