Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2006, Blaðsíða 17
r
DV Sport
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 17
11 þristaríein-
um leikhluta
Skyttur Milwaukee Bucks
voru í miklu stuði í 132-110
sigri á Phoenix í NBA-deild-
inni í körfubolta. Bucks setti
nýtt félagsmet með því að
skora 18 þriggja stiga körfur í
ölium leiknum en með því að
skora 11 þriggja stiga körfur í
þriðja leikhluta setti liðið nýtt
met í allri NBA-deildinni.
Michael Redd
skoraði 6 þrista og
Charlie Bell var
með fimm auk
þess að ná þre-
faldri tvennu (19
stig, 13 stoðsend-
ingar og 10 frá-
köst). Tony Kukoc skoraði
ijórar þriggja stiga körfur.
Bucks vann þriðja leikhlut-
ann 46-26 og hitti þá úr 16 af
18 skotum sínum.
Guðbjörg sleit
krossband
Guðbjörg Gunnarsdóttir
markvörður Vals í knatt-
spymu sleit krossband í leik
Vals og Stjörnunnar í deildar-
bikamum á dögunum og
með því missir hún
af tímabilinu. Guð-
björg verður frá
keppni í að minnsta
kosti sjö mánuði en
þetta er mikið áfall
fyrir liðið þar sem
Guðbjörg var eini
markmaður þess. Á
heimasíðu Vals kemur fram
að Meistaraflokksráð kvenna
mun reyna að finna lausn á
markmannsleysi liðsins í
samvinnu við stjórn knatt-
spymudeildar.
Kristín Birna
nálgast ís-
landsmetið
Kristín Bima Ólafsdóttir
sjöþrautarkona úr ÍR bætti
sinn besta árangur um 164
stig á sínu fyrsta sjöþrautar-
móti í ár í Tuscon í Arizona
og er nú aðeins 118 stigum
frá íslandsmeti Birgittu Guð-
jónsdóttur. Kristín Bima fékk
5086 stíg og að-
eins þtjár íslensk-
ar konur hafa náð
betri árangri í sjö-
þraut, 5204
Birgitta Guðjóns-
dóttir úr HSK
(5204 stíg, 1985),
Bryndís Hólm úr
ÍR (5153 stíg,
1985) og Sunna Gestsdóttír
úr USAH (5151,1995).
| Maður leiksins CescFabrega
kom út updan skugga Patricki
Vieira og átti frábæran leik i s ig
Arsenal ú Juventu s. H
Arsene Wenger vissi að hann mátti missa Patrick Vieira siðasta sumar því hann
hafði Cesc Fabregas til að taka við stöðu hans í Arsenal. Fabregas brást ekki
tausti franska þjálfarans þegar hann og Vieira mættust í fyrsta sinn í Meistara-
deildinni í fyrrakvöld.
Hver MPMSt
Fabregas kemur Arsenal í 1 -0 Cesc Faþfegas sést hér skora og fagna
marki sfnu, DVmyndir NúrclicPhotos/Oetty
Patrick Vieira hefrir líklega sjaldan átt erfiðara kvöld en einmitt á
Highbury í fyrrakvöld. Vieira mætti þá í fyrsta sinn á Highbury eft-
ir að hafa yfirgefið liðið síðasta sumar og niðurstaðan var öll á einn
veg. Vieira og félagar hans í Juventus vom niðurlægðir af frábæm
liði Arsenal, gömlu smðningsmenn hans púuðu á hann allan leik-
inn og gula spjaldið sem Vieira krækti sér í þýðir að hann verður í
banni í seinni leiknum. Til að kóróna niðurlæginguna var eftir-
maður Vieira á Highbury, Cesc Fabregas, maður leiksins.
Cesc Fabregas steig endanlega
undan skugga Patricks Vieira með
frammistöðu sinni í fyrrakvöld.
Það var ekki nóg með að hann
stjórnaði miðjunni með glæsibrag,
hann skoraði fýrra mark Arsenal
og lagði upp það síðara fyrir Thi-
erry Henry. Fabregas lék í tvö
tímabil með Patrick Vieira hjá
Arsenal og naut þar góðrar leið-
sagnar Frakkans snjalla og það
voru þó nóg af efasemdum þegar
Vieira yfirgaf Arsenal fyrir Juvent-
us síðasta sumar. Þær tilheyra for-
tíðinni eftir þennan leik.
Það var kannski táknrænt um
nýja tíma að í marki Fabregas voru
það mistök Patricka Vieira sem
gáfu Arsenal tækifæri á skyndi-
sókn sem Fabregas batt enda á
með því að koma Arsenal í 1-0 eft-
ir 40 mínútna leik. „Fabregas var
frábær í þessum leik og hann var
ekki bara að spila gegn Patrick
Vieira heldur einnig gegn Emer-
son, Camoranesi og Adrian
Mutu,“ sagði Thierry Henry um
frammistöðu Fabregas.
Verðum betri og betri
„Ég tel að allir hafi spilað af 100%
styrk í þessum leik og við erum að
verða betri og betri með hverjum
leik. Það er samt bara hálftími og því
verðum við að bíða og sjá hvað gerist
í seinni hálfleik, sagði Cesc Fabregas
og bætti við. „Ég reyni alltaf að gera
mitt besta, ekki bara af því ég var að
spila á móti Patrick. Það er alltaf
hægt að bæta sig þegar maður spilar
gegn svona góðum leikmönnum,
ekki bara Patrick heldur líka mönn-
um eins og Emerson sem er að fara
að spila með Brasilíu á HM. Þetta var
frábært kvöld og hlýtur að hafa gefið
stuðningsmönnum okkar mikið en
það er mikið eftir enn til að við
komumst í undanúrslitin,“ sagði
Fabregas.
Öguð frammistaða
„Ég gat ekki óskað mér betri úr-
slit. Þetta var öguð frammistaða, við
spiluðum vel vamarlega og þetta var
fótbolti eins og við viljum spila
hann,“ sagði Arsene Wenger, stjóri
Arsenal eftir leikinn.
„Ég er sérstaklega ánægður með
að mínir leikmenn eru að hafa gam-
an að því að spila og þeir gefa ekkert
eftir inni á vellinum. Það var líka flott
að sjá þá Fabregas og Thierry skora
mark og leggja einnig upp mark hvor
fyrir annan. Þetta er dæmi um
hvernig mínir menn eru allir að spila
fótbolta á jákvæðan hátt og vinna
hver fyrir annan," bætti Wenger við
en hann sagði að góð frammistaða
Arsenal-liðsins hafi séð til þess að
Patrick Vieira áttí erfitt kvöld í end-
urkomu sinni á Highbury.
Nýtt lið er fætt án hans
„Patrick Vieira er frábær leik-
maður að mínu mati en hann átti
erfitt uppdráttar þar sem við höfðum
þessa yfirburði í leiknum. Ég efast
ekkert um hæfileika hans,“ sagði
Wenger. „Það var ekki markmiðið
hjá mér að sýna það og sanna að sal-
an á honum hafi verið réttmæt. Lið
finna alltaf fyrir því þegar þau missa
leikmann eins og hann en nýtt lið er
fætt án hans," sagði Wenger sem tal-
aði ekki við Vieira eftir leikinn. „Ég
talaði ekki við Patrick því hann er
sigurvegari og vill vera í friði þegar
hann tapar." ooj@dv.is
Takk fyrir leikinn Patrick Vieira
faömarhér Arsene Wengerum leið
og Imnri gengur af velli. neuter