Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2006, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006
Sport DV
Bæði hrósað
og gagnrýndur
Ljubodrag Bogavac lék
sinn langbesta leik í búningi
KR þegar liðið vann annan
leik undanúrslita Iceland
Express-deildar karla gegn
Njarðvík. „Ég er búinn að
vera slakur og í kvöld náði
ég loksins að leika minn leik.
Ég er ánægður fyrir hönd
liðsins og sjálfan mig og ég
mun halda áfram að spila
svona og jafnvel betur,"
sagði Ljubodrag Bogavac í
viðtali við heimasíðu KR þar
sem hann fékk líka að heyra
það en hann lét Njarðvík-
inga finna fyrir sér í lok
leiksins. „Bogavac lék nú
nær körfunni og er það
greinilega hans staður því
hann tók 14 fráköst og skor-
aði 15 stig. Hegðun manns-
ins er þó ekki til sóma og
verður hann að hugsa sinn
gang í þeim efnum," segir á
heimasíðu KR.
Verður Líver-
pool-liðið selt?
Liverpool hefur hafið við-
ræður við nokkra ijársterka
aðila um kaup þeirra 1 hlut-
um í enska úrvalsdeildarfé-
laginu en með því vonar fé-
lagið að fá meiri pening til
leikmannakaupa. Svo gæti
farið að einn aðili myndi
kaupa félagið í einu lagi. „í
tile&ú af getgátum íjölmiðla
um aðkomu nýrra fjárfesta
getur stjóm Liverpool stað-
fest að viðræður standa nú
yfir við marga aðila um kaup
á hlutum í félaginu. Ekki
liggur fyrir hvernig þetta
muni þróast því tilboð gæti
komið um kaup á öllu hluta-
fé félagsins," segir í yflrlýs-
ingu frá Liverpool sem var
send út í gær. Núverandi
stjómarformaður Liverpool,
David Moorres, á 51 pró-
senta hlut. Hann er tilbúinn
að selja til þess að fá aukið
fjármagn til urnráða.
Leikur 2
Skallagrímur og KR náðu bæði að jafna metin í öðrum leik sínum við Keflavík og
Njarðvík í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta. Síðast þegar
var jafnt í báðum einvígum fóru þau bæði alla leið í oddaleik.
52 STIGA SVEIFLAI EINVIGI _
NJARÐVÍKUR OG KR:
Tölfræðiþáttur
Fráköst
Vfti fengin
Fiskaðar villur
LeiKur 1
Njarðvík +15
Njarðvfk +5
Niarðvík +1
KR +16
NJarðvfk +6 3ja stiga körfur
ummsuT
KR +1
Njarðvik +4 Þvingaðir tapaðir boltar Njarðvík +3
KR +2
Njarðvik +22 Stig frá bekk
Það hafa verið miklar sveiflur í undanúrslitaeinvígjum Iceland
Express-deildar karia en tveimur leikjum er nú lokið í ein-
vígjunum og staðan er 1-1 í þeim báðum. Það var 33 stiga
sveifla frá 15 stiga sigri Keflavíkur á Skallagrími í fyrsta leiknum
til 18 stiga sigurs Borgnesinga í leik tvö. f einvígi Njarðvíkur og
KR voru enn meiri sviptingar því KR-ingar unnu leik tvö með 16
stigum eftir að hafa tapað með 36 stigum í Njarðvík. Þetta gerir
52 stiga sveiflu milli sömu liða á aðeins tveimur dögum.
Síðast þegar bæði undanúrslita-
einvígin voru jöfn eftir tvo leiki fóru
þau bæði alla leið í oddaleik en að-
eins einn oddaleikur hefur verið í
undanúrslitaeinvígjunum undanfar-
in tvö tímabil. Árið 2000 voru bæði
undanúrslitaeinvígin einnig jöfn,
1-1. Þar léku einnig Njarðvík og KR
en í hinu einvíginu áttust við Haukar
og Grindavik. Bæði Njarðvík og
Haukar unnu fyrsta leikinn á heima-
velli, þar af unnu Njarðvíkingar sinn
leik með 17 stigum. KR og Grindavík
jöfnuðu í næsta leik og svo aftur í 2-2
eftir aðra heimasigra hjá Njarðvík og
Haukum. Oddaleikir unnust síðan
báðir af útiliðunum og KR vann síð-
an Grindavík 3-1 í úrslitunum og
varð íslandsmeistari.
Nánast öll tölfræðin snérist
við
Þegar tölfræði leikjanna tveggja,
sem eru búnir hjá Njarðvík og KR,
eru skoðaðir má sjá að nánast öll töl-
fræði snérist við á þessum tveimur
sólarhringum sem liðu á milli leikj-
anna. NjarðvHdngar tóku þannig 15
fleiri fráköst, hittu úr 6 fleiri þriggja
stiga skotum og fengu 22 fleiri stig frá
bekknum í fyrsta leiknum, en í öðr-
um leiknum voru það KR-ingar sem
tóku 16 fráköst, hittu úr fleiri þriggja
stiga skotum og fengu 24 fleiri stig frá
bekknum. Hér til hliðar má sjá
hvemig tölfræði liðanna gerbréyttist
milli þessárra tveggja leikja.
Spennustigið rétt hjá okkur
KR-ingurinn Fannar Ólafsson var
með 8 stig og 18 fráköst í öðrum
leiknum og hann þekkir vel þessa
stöðu eftir að hafa orðið íslands-
meistari með Keflavík. „f dag var
spennustigið rétt hjá okkur, en á
móti var það alltof hátt á sunnudag-
inn. Við stigum mun betur út í dag og
gáfum þeim lítil tækifæri til að fá
annað tækifæri í sókninni," segir
Fannar Ólafsson í viðtali á heimasíðu
KR og bætir við um leik þrjú sem fer
fram á föstudagskvöldið: „Ég á von á
svakaleik, fyrstu tveir leikimir í úr-
slitakeppninni em oft sveiflukenndir
og svo jafnast þetta út þegar liðin em
farin að þekkja hvort annað vel. Ég
býst við stríði á föstudag."
Stoppa Keflvíkingar
George Byrd í kvöld?
Keflavík tekur á móti Skallagrími
í þriðja leik liðanna í Keflavik í
kvöld. Keflavík vann 1. leikhluta
fyrsta leiksins með 12 stigum,
31-19, en síðan hafa Borgnesingar
unnið 6 af 7 leikhlutum liðanna þar
'
Hft:
STAÐAN EFTIR2 LEIKI
UNDANÚRSLITA SÍÐUSTU ÁR
2000
2001
2002
«3: M
af alla fjóra í síðasta leik sem Skalla-
grímur vann með 18 stigum, 94-76,
á heimavelli sínum. George Byrd var
með 27 stig og 25 fráköst í öðmm
leiknum og lokaði teignum fyrir
leikmönnum Keflavíkurliðsins. AJ.
Moye skoraði reyndar 25 stig og
nýtti 58% skota sinna í öðmm leikn-
um en þeir Vlad Boer, lón Norðdal
Hafsteinsson og Halldór Halldórs-
son sern höfðu skoraði 35 stig sam-
an í fyrsta leiknum skomðu aðeins 8
stig í öðmm leiknum og klikkuðu á
21 af 24 skotum sínum.
ooj@dv.is
Keflavík 2-0 Grindavík (Keflavik vann 3-1)
Njarðvík 2-0 KR (Njarðvík vann 3-1)
2003
Grindavík 1-1 rindastóll (Grindavík vann 3-2)
Keflavík 2-0 Njarðvik (Keflavík vann 3-0)
2004
Snæfdl 2-0 Njarðvík (Snæfell vann 3-0)
Grindavik 1-1 Keflavik (Keflavík vann 2-3)
2005
Keflavfk 1-1 |R (Keflavfk vann 3-1)
Snæfeli 2-0 Fjölnir (Snæfell vann 3-0)
2006
Keflavik 1-1 Skallagrímur
(3. leikur i Keflavík í kvöld)
Njarðvík 1-1 KR (3. leikur í Njarðvík i kvöld)
FERMINGARDAGURINN MINN
Gestabók • Myndir • Skeyti
>cnmuvTAV\'A^urinn mimt
Ov*tAl+k vl'yttyMr
SktEVlf
MÚLALUNDUR $
FÆST í ÖLLUM HELSTU BLÓMA-
OG BÓKAVERSLUNUM LANDSINS VINNUSTOFA SlBS • Hétúni lOc • Pósthólf 5137 • 125 Reykjávlk