Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Blaðsíða 13
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 31.MARS 200613 „Höfum leyfi" „Þetta er löglegt veð- málafyrirtæld og við höfum leyfi frá bæði Möltu og Bret- landi," segir Anders Holm- gren, fram- kvæmdastjóri Betsson. Fyr- irtækið rekur veðmálasíðu á internetinu en samkvæmt forsíðufrétt Fréttablaðsins er fyrirtækið í rannsókn hjá lögreglunni. Vefsíðan er á nokkrum tungumálum þar á meðal íslensku. Anders segir íslensk lög ekki eiga við um vefsíðuna þó svo að hún sé á íslensku. „Unnu fullt afevrum" „Ég man eftir nokkrum fslendingum sem unnu fullt af evrum, eitthvað um tíu þúsund evrur" segir Anders Holmgren, framkvæmda- stjóri Betsson. Tíu þúsund evrur eru rúmar 850 þús- und íslenskar krónur. Eng- inn íslenskur starfsmaður starfar hjá Betsson en þeir leita að Islendingum sem gætu starfað fyrir þá í Lond- on. „Ég hvet alla fslendinga til þess að sækja um á vefn- um hjá okkur," segir Anders. Dagbjört Þyrí Þorvarðsdóttir hjúkrunarforstjóri Hrafnistuheimilanna og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, hjúkrunarforstjóri St. Jósefsspítala-Sólvangs, hafa sagt upp störfum. Að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur, formanns Hjúkrunarfélags íslands, er ástæða uppsagna þeirra ósamkomulag við framkvæmdastjóra stofnananna um hvernig ráðstafa eigi rekstrarfé og hverjar áherslurnar eigi að vera varðandi samsetningu starfsmannahópa. Einn hjukrunarfræðingur fyrir 227 vistmenn Hjúkrunarfélag íslands hefur sent frá sér tilkynningu um það að félagið harmar þessar uppsagnir hjúkrunarforstjóra Hrafnistu- heimilanna og St. Jósefsspítala-Sólvangs og telur að gera þurfi samning um magn og gæði þjónustunnar sem fólkið á þessum stofnunum fær. Sveinn Skúlason forstjóri Hrafnistuheimilanna segir að einn hjúkrunarfræðingur á næturvakt fyrir 227 vistmenn sé fullnægjandi þar sem tíu aðrir starfsmenn séu einnig á vakt þótt þeir séu ekki hjúkrunarfræðingar. „Það vantar fleiri faglærða starfs- um Dagbjörtu Þyrí Þorvarðsdóttur, menn á elli -og hjúkrunarheimilin," segir Elsa B. Friðflnnsdóttir, formað- ur Hjúkrunarfélags íslands. „Auk þess þarf að skipuleggja þjónustuna öðruvísi því stór hluti ófaglærðra starfsmanna á þessum heimilum er af erlendu bergi brotinn sem talar litía eða enga íslensku. Finnst okk- ur þetta viðunandi þjónusta við for- eldra okkar að starfsfólkið skilji ekld hverjar þarfir þeirra og óskir eru?" segir Elsa. Hæfir starfsmenn „Þetta er ffábærlega hæf og vel menntuð kona sem hafði mik- inn metnað í starfl og reyndist okk- ur mjög vel," segir Sveinn Skúla- son, forstjóri Hrafnistuheimilanna sem sagði nýlega upp störfum sem hjúkrunarforstjóri Hrafnistuheimil- anna. „Hún verður að svara fyrir það af hverju hún ákvað að segja upp en ég tel að samsetning á faglærðu og ófaglærðu fólki hjá okkur sé í réttu hlutfalli og auk þess miðast það við forsendur Landlæknisembættisins." Einn hjúkrunarfræðingur nóg „Það er einn hjúkrunarfræðing- ur á næturvöktunum á Hrafnistu í Hafnarfirði og ég tel það vera nóg eftir því sem fagfólk með áratuga reynslu í umönnunarstörfum álítur," segir Sveinn Skúlason þegar hann var spurður að því hvort einn hjúkr- unarfræðingur nægi til að sinna 227 vistmönnum. „Það eru tíu aðrir á vakt og læknir á bakvakt og auk þess er það stefna Hrafnistuheimilanna að hafa eingöngu íslenskumæl- andi fólk í um- önnunarstörf- um og þá sem ekki tala mál- ið eru í öðrum störfum," segir Sveinn. Dagbjört Þyrí Þorvarðsdóttir, fyrrverandi hjúkrunar- forstjóri Hrafnistu- heimilanna Yfirmaður hennar, Sveinn Skúlason, segir hana þurfa að svara fyrir uppsögn slna. Fólkið ekki öruggt „Fólkið býr ekki við örugga þjónustu faglærðra einstaklinga ef eitthvað kemur uppá," segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Hjúkrun- arfélags íslands. „Við hjá félaginu hörmum brotthvarf hjúkrunarfor- stjóranna því báðar eru mjög hæf- ar konur sem vilja vinna við stjórn- unarstörf en það vantar samning um magn og gæði þjónustunnar. Ríkið lætur milljónir í rekstur þess- ara stofnana án þess að skilgreina í hvað þetta fé fer," segir Elsa. Ekki náðist í Dagbjörtu Þyrí né Guð- laugu til þess að tjá sig um málið. jakobina@dv.is Sveinn Skúlason formaður Hrafnistuheimil- anna Segirað einn hjúkrnarfræð- ingurá næturvakt fyrir227 vistmenn sé nóg. Elsa B. Friðfinns- dóttir, formaður Hjúkrunarfélags fslands Segirvanta fagfólk á hjúkrunar -og elliheimilin. 10-30% AFSLÁTTUR AF FERMINGARRÚMUM 0G FYLGIHLUTUM FERMINGARLEIKUR RÚMGOTT Þrjú heppin fermingarbörn sem fá nýtt rúm frá Rúmgott í mars og apríl, fá andvirði t rúmsins í fermingargjöf frá Rúmgott. Dregið verður 5. maí. C0MF0RT LATEX 120x200 verð 43.110 140x200 verð 52.110 160x200 verð 59.900 NEVERTURN 90x200 verð 35.910 100x200 verð 37.710 110x200 verð 41.310 120x200 verð 44.910 130x200 verð 51.210 www.rumgott.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.