Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 Fréttir DV Silvio Berlusconi er litríkur stjórnandi. Hann hefur nú móðgað kínversk yfirvöld með því að segja að í valdatíð Maos hafi Kínverjar soðið börn. Einnig hefur myndband kom- ist í dreifingu á netinu þar sem hann þykist hafa mök við kvenkyns stöðumælavörð, þeg- ar hún hallar sér fram. Jakob Bjarnar Grétarsson • Kvikmyndafélagið Kisi, þar sem Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson eru aðalmenn, ætla að leggjast í tökur ævintýragrínmynd- arinnar Astrópía. Er það Gunnar Guð- mundsson sem leikstýrir. Þeir félag- ar auglýsa nú eftir fólki í áheyrnarpróf og er verið að leita eftir væntanlegum filmstjörnum frá aldrinum 17 og upp úr í stærri og smærri hlutverk... • í kvöld verður Id- olið og eru nú að- eins þrír keppendur eftir. Þrátt íýrir gríð- arlegar vinsældir þáttarins er ekki víst að yfirstjórn Stöðu- ar2, með Heimi Jónasson fremst- an í flokki, ákveð- ið að lagt verði upp í að gera Idol 4. DV heyrir að á því séu minni líkur en meiri — ekki í bráð... • Brynja Björk \ Garðarsdótt- ir, sem hefur gert skemmtanasjúk- um hnökkum skil á Sirlcus, starfaði til , skamms tíma á Hér jæp* * &nú. Hún hefur "W. ■ 1l> nú söðlað um og haflð störf á Séð og heyrt og fyll- irþar skarð- ið sem Kristján Þorvaldsson skildi eftir þeg- ar hann yfir- gaftímaritið. Víst er að femínistar munu kætast til muna ef fjölgar um eina konu í rit- stjórastétt... • Bókaflokkurinn fsland í aldanna rás lagðist afskap- lega vel í íslenska lesendur. Þó svo að öldum til vorra tíma hafi verið gerð skil eru níu aldir eft- ir. Sé litið til baka. JPV útgáfan hefur nú fengið Bjarka Bjarnason til að taka við því verki sem Illugi Jökulsson hóf og ritstýrir hann 19. öldinni sem kemur út fýrir næstujól... • Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, sú geðþekka fjöl- miðlakona, er nú að hverfa frá störfum við NFS. Ragnheið- ur, sem tvímæla- laust er ein okkar allra besta útvarps- kona, ætlar þó ekki að hasla sér völl á öldum ljósvakans á ný. Hún mun nú takast á hendur að lóðsa ferðalanga um Egyptaland á vegum Úrvals Út- sýnar... • Þorsteinn Þórsteinsson nýr vert á Grand Rokki byrj- aði afskaplega vel með barinn. Gaml- ir og afar verðmæt- ir fastagestir virtust ætla að halda tryggð við staðinn. Þeim þykir hins vegar Þorsteinn æ geð- stirðari eftir því sem liðið hefur á árið og hefur hann nú sett nokkra sem hingað til hafa talist friðhelgir út af sakramentinu og sett í bann um ótiltekinn tíma. Fyrir þá að vera fullgóðir viðskiptavinir... Moðgar Kínverja H áreitir stöðumælavörfi Silvio Berlusconi, forsætisráðherra ftalíu, móðgaði Kínverja síðastliðinn sunnudag þegar hann sagði þá hafa soðið börn á meðan Mao Zedong var við völd í landinu. „Mér hefur verið gefið að sök að hafa sagt kínversku kommún- istana hafa borðað böm," sagði Berlusconi og hélt áfram: „Ef þið lesið Svörtu bókina um kommúnisma kemur í ljós að Kínveijar borðuðu ekki börn á meðan Mao var við völd. Þeir suðu þau og notuðu sem áburð á tún." Ummælin vöktu reiði á meðal Kínverja. Kínverska utanríkisráðuneytið gaf frá sér yfirlýsingu um málið: „Hér er fólk óánægt með svona yfirlýsingar sem enginn fótur er fyrir. ítalski forsætisráðherrann ætti að taka sér orð í munn sem hentuðu betur til að bæta samskipti ftalíu og Kína." Jesús Kristur stjórnmálanna „Ég er Jesús Kristur stjóm- málanna. Ég er þolinmótt fórnar- lamb. Ég get tekið öllu. Ég fórna mér fyrirykkur öll," sagði Berlusconi á sunnudaginn, þegar hann hóf kosningabaráttuna á ftalíu form- lega en kosið verður til þings í apríl. Berlusconi er óhræddur við að hrósa sjálfum sér. Fyrr í mánuðinum sagðist hann vera besti stjórnmála- maður heims í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ég er besti stjórnmálaleiðtogi í Evrópu í dag — í öllum heiminum!" Kynferðisleg áreitni Berlusconi er þekktur sem lit- rík persóna. Þessi ummæli hans eru ekki það eina sem hefur kom- ið honum í fréttirnar. Myndband sem hefur komist í dreifingu á net- inu sýnir Berlusconi gera grín að kvenkyns stöðumælaverði með því að þykjast hafa mök við hana þegar hún sér ekki til. f kjölfar ummælanna um kín- versku kommúnistana sagðist Berlusconi eiga í erfiðleikum með að hafa stjórn á sér. „Ég veit að það sem ég sagði var vafasöm kaldhæðni. Ég átti bara erfitt með að halda aftur af mér." Væntanlega hefur sama verið uppi á teningnum þegar hann kom aftan að stöðumælaverðinum. Ríkasti maður á Ítalíu Silvio Berlusconi er ríkasti mað- ur á Ítalíu, metinn á tæpa 900 millj- arða króna. Hann á fjölmiðla, aug- lýsingafyrirtæki, tryggingafyrirtæki, matvælaframleiðslufyrirtæki, bygg- ingafyrirtæki og síðast en ekki síst eitt merkasta knattspyrnulið heims, AC Milan. Berlusconi er stoltur yfir að hafa byrjað með lítið á milli handanna og unnið sig upp. Á sínum yngri árum seldi hann allt frá ryksugum og upp í háskólaritgerðir. 1961 útskrifaðist hann með gráðu í lögfræði og hóf fyrirtækjarekstur. Fyrsta fyrirtæk- ið sem hann stofnaði var bygginga- fyrirtækið Edilnord. Hann hafði byggt fjögur þúsund íbúðir í Mílanóborg þeg- ar Berlusconi datt í hug að hefja sjónvarpsútsending- ar. Telemilano hét fyrsta sjónvarpsstöðin hans og náði í fyrstu til þeirra heimila sem Berlusconi hafði byggt. Berslusconi safnaði svo að sér fjöl- miðlumeins ogll Giorn- ale, mest lesna dag- blaði landsins, ásamt því að kaupa stærsta útgáfufyrirtæki lands- ins, Mondadori. Árið 1993 stofnaði hann stjórn- málaflokkinn Forza Italia. Árið 1994 myndaði flokkurinn ríkisstjórn með Norðurbandalaginu og Þjóðemis- flokknum. Samstarfið entist ekki lengi, aðeins sjö mánuði. 1996 tap- aði flokkur Berlusconis ríkisstjórn- arstöðu sinni til Romanos Prodi og annarra vinstrimanna. Berlusconi sætti sig illa við það og skipulagði sig og flokk sinn vel fyrir næstu kosn- ingar. Árið 2001 myndaði flokkur Berlusconis svo aðra ríkisstjórn með sínum fyrri félögum. Mynd eitt Berlusconi sértækifæriá góðu gríni. Mynd tvö Berluscon i kemuraftan að kvenkyns stöðumælaverði og þykist hafa mök við hana. - Borðaði ekki börn Berlusconi viðurkennir að Mao og menn undir hans stjórn hafi ekki borðaö börn, heldur aðeins soðið þau og notað sem áburð. Mynd þrjú Berlusconi gripur um mjaðmir konunnarog leikurinn ágerist. Umdeildur Silvio Berluscom er umdeildur stjórnmálamaður en er sjálfur viss umgetuslna. Berlusconi Gengur f burtu hlæjandi eftir að konan leitvið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.