Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 Menning DV Idraumum varþetta helst: andrés önd situr enn I gæsluvaröhaldi fjórtán fóstbræörum hefur verið sundrað lögbirtingablaðið gert upptækt i gær voru jenna og hreiðar handtekin morgunleikfimi samfarir niðrá torgi (EinarMár Guðmundsson - skæruliðarnir hafa umkringt vatnaskóg (brot)) Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@dv.is V ' ’ | Edda Björg I Eyjólfsdóttir Kona í uppnámi. I Villtar konur á Stóra sviðinu Gamanleikurinn Átta konur eftir Robert Thomas verður frumsýndur Í Stóra sviði Þjóðleikhússins ( kvöld. (tilkynningu frá leikhús- inu segir að verkið sé glæpsam- legur gamanleikur, þar sem átta leikkonur leiða okkur inn í kvennaheim.fullan af óvæntum atburðum,ógnum og gríni. Áhorfendur mega t.a. m. eiga von á því að leikkonurnar bresti í dans og söng þegar minnst varir. Fögur eiginkona, tvær ungar og óstýrilátar dætur, aðþrengd mág- kona, gráðug tengdamamma, dul- arfull ráðskona og kynþokkafull þjónustustúlka. Húsbóndinn sjálfur liggur sofandi (rúmi sínu uppi á lofti. Eða hvað? Þegar sjö villtar konur eru samankomnar og sú átt- iinda bætist (hópinn getur allt gerst! Edda Heiðrún Backman leik- stýrir Átta konum, en leikarar eru Birna Hafstein, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Kristján Ingimarsson, Margrét Guð- mundsdóttir, Margrét Vilhjálms- dóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir/Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir. Þýðing, aðlögun og söngtextar eru (höndum Sævars Sigurgeirssonar, umsjón með tón- list hefur Samúel J.Samúelsson, Kristján Ingimarsson sér um sviðs- hreyfingar, búningar eru f höndum Elínar Eddu Árnadóttur, um lýsingu sér Hörður Ágústsson og höfundur leikmyndarer Jón Axel Björnsson. Af hverju bara karlar? [ hádeginu í dag ræða Þóra Björg Sigurðardóttir og Arnþrúður Ingólfs- dóttir kanon heim- spekinnar í Ijósi “femínískrar gagnrýni. „Afhverju eru allir frægustu heimspekingarnir karlmenn?" er al- geng spurning nemenda í heim- spekinámi.Svörum er því miður oftast ábótavant.Stórauknar rann- sóknir femintskra heimspekinga „hafa hnekkt þeim útbreidda mis- skilningi að konur hafi ekki stundað heimspeki og að þeirra heimspeki hafi ekki verið merkileg. (erindinu eru kynntar leiðir sem feminískir heimspekingar hafa farið (að gagnrýna og túlka kanon vest- rænnar heimspeki, þ.e. mælikvarð- ann sem notaður hefur verið til að ákvarða hvaða rit og viðfangsefni eru viðtekin í heimspeki. Einnig kynna þær Þóra Björg og Arnþrúður niðurstöður eigin könn- unar á því hvort heimspekiskorir hafi endurskoðað námsefni sitt og aukið kennslu á textum og sjónar- miðum kven- og feminískra heim- spekinga og heimspekinga sem ekki eru af vestrænum uppruna. ^Jmræðurnar fara fram (stofu 101 ( Árnagarði og hefjast kl. 12.15. Platón Fáar sllkar stytt- ur eru tilafkonum, enda eru allir frægustu heim- spekingarnir karimenn. Danski rithöfundurinn Bettina Heltberg gefur út bókina George hjá Gyldendal- útgáfunni. Bókin er óvenjuleg að því leyti að Bettina er að skrifa um raunveru- lega persónu, sem hún leyfir sér að velta sér upp úr og ímynda sér hluti um... já, eins og ástsjúk unglingsstelpa. „Það er engu líkara en maður sé staddur í glugga- lausu herbergi og allir veggirnir séu George Clooney,“ segir ritdómari Politiken. Clooney v. Þegar Bettina var spurð að því í viðtali hvers vegna í ósköpunum að margreyndur rithöfundur, sem m.a. hefur skrifað um William Shakespe- arehafi kosið að skrifa um Hollywoodleikarann George Cloon- ey, svaraði hún því til að Clooney væri auðvitað mjög hæfileikaríkur leikari og frumlegur og upprennandi leikstjóri, en fyrst og fremst væri hann bara svo ógeðslega myndarleg- George les ekki dönsku í raun notar Bettina Clooney sem skáldsagnapersónu. Hún spinnur upp samtöl á milli sín og hans og seg- ir til dæmis frá því þegar þau hittast í húsi hans á Ítalíu. Þar haldast þau í hendur og hitta fjölskyldu hans og vini; m.a. Brad Pitt og Mel Gibson. Bettina hafirar því í viðtölum að það séu bara heimskar konur sem leyfi sér að dást að leikurum og jafn- vel dýrka þá. Samt sé það nú mýtan að einkum skrækjandi unglingsstúlk- ur og annað óharðnað fólk detti í slíka aðdáun. „Það koma að vísu tímabil í lífinu sem em þannig að maður getur ekki leyft sér að sleppa sér í dýrkun á leik- urum,“ segir hún. „Þá er maður önn- um kafinn með mann og börn og það er oft mjög langt tímabil. Þegar árin færast yfir getur maður alveg leyft sér þetta aftur. Það er svo hollt að láta sig dreyma - og það er sérlega gott þegar fólk hefur gengið í gegnum erfið- leikatímabil í lífi sínu. Þetta hafa margar konur upplifað. Að leyfa sér að missa sig aðeins út í dagdraumana gefur lífinu gildi.“ í viðtali hefur Bettina sagt frá því að hún hafi sent George eintak yfir hafið stóra, en hún býst þó ekki við því að hann lesi dönsku. Ef hann læsi dönsku er hún hins vegar viss um að hann myndi verða nokkuð kátur með bókina. Upptekin af stóru typpi I dómi um bókina í Politiken fær Bettina þá einkunn að vera fremur einkennileg, enhugrökkkona. „Hvað má annars segja um 64 ára gamla manneskju sem lætur sér ekki nægja að láta sig dreyma um Hollywood- stjömu sem er tuttugu ámm yngri, heldur skrifar heila bók um óra sína.“ í dómnum segir ennfremur að Bettina viti ailt um George Clooney, já, hún þekki öll hans verk, hafi lesið öll hans viðtöl, viti allt um ættir hans og uppruna, o.s.frv. o.s.frv. Og nátt- úrlega hafi hún komist að því að hann sé góður maður, en hann sé líka dapur. „Auðvitað er hann dapur og fremur óhamingjusamur, vegna þess að Bettinu finnst það henta. Hún speglar sig í honum og það er ekki hægt að spegla sig í hamingju- sömu fólki." Ritdómarinn segir líka að Bettina hafi komist að því að George sé með mjög stórt typpi, sem hann er ákaf- lega upptekinn af, og auðvitað sé hún lfka mjög upptekin af því og skegg- ræði um það fram og til baka. Nema hvað. Komdu og taktu mig „Gegnum George Clooney skoðar Bettina Heltberg sjálfa sig og sitt líf. Og lesandinn sogast inn í Clooney- veröld. Það er engu líkara en maður sé staddur í gluggalausu herbergi og allir veggimir séu George Clooney," segir hinn hálfótuktarlegi ritdómari Politiken Lone Kuhlmann og bætir við að ef ske kynni að George rækist á Rithöfundurinn Bettina Heltberg skamm- astsln ekkert fyrir að dýrka Clooney og hefur skrifað heila bók um aðdáun sína. - % George Clooney Margarkonur eru alveg vit- lausar I hann, enda er viðurnefnið „hjartaknús- ari"iðulega hengt aftan I nafn hans. bókina, þá hafi rithöfundurinn látið fylgja með daðurslega mynd af sjálfri sér á kápunni, þar sem lesa megi úr svip hennar: „Komdu og taktu mig George!" I Ríkissjónvarpinu á komandi mánudagskvöldum fer náttúruvinurinn David Attenborough með áhorfendur i hnattreisu. Undur Jarðarinnar í allri sinni dýrð Eins og sagt var frá hér á menn- ingarsíðu um daginn var mynda- flokkurinn Planet Earth fimm ár í vinnslu og á meira en 2000 tökudög- um tóku 40 myndatökumenn mynd- ir á 200 stöðum. Undur Jarðarinnar fáum við sjónvarpsáhorfendur að sjá, meðal annars hrikaleg fjöll og gljúfur, hella og eyðimerkur, auk þess sem hugað er að erfiðri lífsbar- áttu sjaldséðra dýra sem oft og tíðum verða að bjarga sér við óblíðar að- stæður. í fyrsta þættinum er fjallað um plánetuna í heild og hugað að þeim þáttum sem helst hafa mótað nátt- úru hennar. Án ferskvatns væri ekki um neitt lff á þurru landi að ræða en sólin ríkir yíir lífi allra dýra og planma á jörðinni og ræður miklu um heimkynni þeirra. Eitt skýrasta dæmið um tak sólarinnar á lrfríkinu getur að líta norðan við heimskauts- baug að vori til. Hvítabjamarmóðir skríður úr vetrarbæli sínu og tveir litlir húnar á eftir henni. Hún hefur aðeins tvær vikur til að búa þá undir háskaför yfir hafísinn áður en hann bráðnar. Á þessu tímabili náðu myndatökumenn þáttanna þeim mögnuðustu myndum sem nokkru sinni hafa verið teknar af hvítabjöm- um og lrfsháttum þeirra. Mægt fleira af fjölskrúðugu dýralífi verður sýnt í þessum fyrsta þætti. í öðrum þætti af Jörðinni er fjall- að um ijöllin og eldvirkni í jörðu. I þriðja þætti er ferskvatnið gaum- gæft, dýrmætasta auðlind jarðar, og lrfríkið sem þar er að finna. í fjórða þætti er fjallað um hella og Úfið í þeim. f fimmta og síðasta þættinum að sinni er fjallað um eyðimerkur. Þátturinn hefst kl. 21.05. Úr þættinum um Jörðina Margarsvip- myndir afjörðinni, nátt- úru hennar og dýrallfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.