Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 Fréttir DV Dóplistamað- ur í Hæsta- rétti Bjöm Tómas Sigurðsson, sem hefur verið ötull bar- áttumaður gegn fíkniefha- djöflinum, fór fyrir Hæsta- rétt í gær vegna máls síns þar sem hann birti nöfn tveggja lögreglumanna á lista yfir meinta dópsala. Björn hélt úti heimasíð- unni dopsalar.tk. og hélt því fram á síðunni að lögreglu- mennimir lækju upplýsing- um til glæpamanna. Bjöm sagðist standa við allt sem á síðunni stóð þegar hann var leiddur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þegar málið var þingfest á síðasta ári. Yfirgefinn jeppi sem lenti á staur Lögreglunni í Bolung- arvík barst tilkynning frá Vegagerðinni snemma á fimmtudagsmorgun um jeppabifreið sem hafði lent á staur við Ósvör og var þar yfirgefin. Virðist sama bifreið hafa lent á vegriði einnig og bar bifreiðin ummerki þess. Lögreglan rannsakar tilurð slyssins og útilokar ekki að ökumaður hafi hugsanlega ekið undir áhrifum áfengis. Bifreiðin er mikið skemmd. „Fullt má ganga betur en allt er þetta í vinnslu," segir Guðmundur Sævar Guðjónsson, forseti bæjar- stjórnar I Vesturbyggð. „Það stendur fyrir dyrum uppsetning kalkþörungaverksmiðju á Blldudal sem á að vera komin I gagnið í haust og framleiða á bilinu 50 til 60 þúsund tonn. Það var slæmt fyrir okkur að veiöar á rækju voru ekki heimilaðar I ár. Frystihúsið hefur verið lokað en það hefur veriö unnið hörðum höndum að þvl að koma þessu fyrirtæki I gang aftur með fulltingi Byggðastofnunar og annarra hluthafa. Byggðastofnun hefur aðstoðað við að kaupa til baka húsin sem voru leigu félags suður með sjó. Ivegamálunum er unnið að þvl að fá hnekkt úrskurði Skipulagstofnunar sem bannar okkur að fara niðurmeð sjó I staðinn fyriryfír heiðarnar. Annars er það að frétta afmannllfinu að næsta laugardag verður hér árshátlö fyrirtækjanna." Landssíminn Hanna Andrea Guðmundsdóttir er loksins búin að fá drenginn sinn aftur. Eftir 13 ára baráttu fyrir því að fá son sinn Albert Þór Benediktsson til sin aftur hefur draumur hennar ræst. Albert kom til hennar í lok febrúar því henni var dæmt forræði yfir hon- um þegar hann yrði 16 ára sem var þann 1. mars. Strokudrengurinn loksins í inðmi móður sinnar Hanna Andrea og dóttir hennar Asrún Fanný.,Wð vorum öllsaman umjólin og það varyndisleg stund.“ Albert Þór Benediktsson ólst upp hjá fósturforeldrum sínum frá þriggja ára aldri. Hann var tekinn af móður sinni, sem var dæmd vanhæf um uppeldi hans vegna þunglyndis. Hanna Andrea Guð- mundsdóttir þurfti að þola hrottalegt ofbeldi frá bamsföður sín- um sem hún brotnaði undan og bömin vom tekin af henni. AI- bert þráði allan tímann að vera hjá móður sinni og móðir hans reyndi allt sem hún gat til að fá forræði yfir honum en án árang- urs þar til núna. ist með hverri hreyfingu hans og leyfði honum ekki að fara neitt eða gera neitt," segir Hanna. Hún seg- ir að það sé erfiður tími framund- an hjá henni því Albert sé með at- hyglisbrest og ofvirkur en hún er samt bjartsýn á framtíðina því það sem öllu máli skiptir er að þau séu sam- ... an. „Við erum reyndar á göt- „Loksins er hann kominn til mín, drengurinn minn," segir Hanna Andrea Guðmundsdóttir, móðir Alberts Þórs Benediktssonar sem margir kannast við undir við- urnefninu strokudrengurinn. Móð- ir hans segir að Albert hafi aldrei verið ánægður hjá fósturforeldrum sínum og þess vegna strauk hann ítrekað frá þeim til móður sinnar. Hönnu tókst ekki að fá forræði yfir Albert og eftir að drengurinn var búinn að strjúka mörgum sinnum frá þeim afsöluðu þau sér for- ræðinu yfir honum. Hann var þá sendur á meðferðarheimili fyr- ir unglinga þar sem hann var í rúmt ár og er núna kominn heim til móður sinnar. Albert í skýjunum „Hann er í skýjunum að vera kominn heim til mömmu sinn- ar því samband okkar hefur alltaf verið frábært," segir Hanna. Hún segir að núna ætli Albert að reyna að klára samræmdu prófin í vor því hann er kominn í Grunnskól- ann í Sandgerði en hún segir að það muni ekki vera auðvelt fyr ir hann. Skemmdur eftir fósturforeldrana „Hannerskemmd ur eftir að hafa verið hjá fósturfor eldrum sín- umþvíþau leyfðu honum ekki að þrosk- ast og vaxa úr grasi eins og önnur börn. Fóst- urfaðir hans fylgd unni í vor því ég bý núna hjá fyrrverandi sam- býlismanni og veit ekki hvað ég get gert, nefndar að skoða okkar mál og út- vega okkur húsnæði, annars erum við fjölskyldan á götunni," segir Hanna. Fær ekki dótið sitt „Fósturforeldrar hans segja að þeir hafi gefið dótið hans í Góða hirðinn en ég trúi því ekki. Hann fær ekki einu sinni fermingargjaf- irnar sínar og við ætlum að kæra þau fyrir að skila ekki eigum Al- berts," segir Hanna. Hún segir að hann eigi hjá þeim meðal annars sjónvarp sem hann fékk í ferming- argjöf auk persónulegra muna og þau neiti að skila honum dótinu sínu. Hanna og Albert búa ásamt sex ára dóttir Hönnu og er fjöl- skyldan hamingjusöm og glöð að vera sameinuð á ný. „Við héld- um jól saman í fyrsta sinn um síðustu jól og það var yndisleg stund sem ég átti með börn- unum mínum en elsti son- ur minn, sem er orðinn 21 árs, var líka með okk- ur," segir Hanna að lok- um og ánægjan leynir sér ekki í rödd hennar. Hanna Andrea Guðmundsdóttir oq sonur hennar Albert Þór Benedikts- son .„Loksins er hann kominn tilmln, arengurinn minn“ DV-mynd: Pjétur Smáralind vill afslátt af fasteignagjöldum Vilja ekki borga 192milljónir í fasteignaskatt „Við óskum eftir því að bærinn verði við óskum okkar um afslátt af fasteignagjöldum," segir Pálmi Krist- insson, framkvæmdastjóri Smára- lindar. Fyrr í þessum mánuði sendi Smáralind ehf. bréf til Kópavogsbæj- ar með ósk um afslátt af fasteigna- gjöldum. í gær tilkynnti félagið um 101 milljóna króna tap af rekstri fast- eignarinnar sem hýsir fjöldamargar verslanir. Eins og af öðru atvinnuhúsnæði hefur fasteignamat á Smáralind hækkað mjög mikið á undanförnum misserum. Fasteignamat Smáralind- ar er 9,6 milljarðar króna frá og með síðustu áramótum. Á þessu ári er Smáralind gert að greiða 192 millj- ónir í fasteignagjöld til bæjarsjóðs,. Að sögn Pálma er það hækkun um 25 milljónir króna frá í fyrra. Nú sé svo komið að fasteignagjöld nema nálægt 20 prósentum af tekjum fast- eignafélagsins miðað við 16 til 17 prósent áður. Erindi Smáralindar hefur verið lagt íyrir bæjarráð sem vísaði því til umsagnar hjá fjármálastjóra og bæj- arlögmanni. Pálmi segir að í bréfinu sé gerð grein fyrir því sjónarmiði að félagið búi við skekkta samkeppnisstöðu. „Fasteignamatið á að endurspegla markaðsvirði eigna. Það má vel vera að þetta sé sannvirði Smáralindar en þá eru fasteignir samkeppnisaðila okkar of lágt metnar," segir Pálmi og útskýrir að þannig séu greidd lægri fasteignagjöld af sambærilegum verslunarhúsum armars staðar. Pálmi vonast eftir jákvæðum und- irtektum bæjaryfirvalda: „Smáralind stendur undir 25 til 30 prósentum af öllum tekjum sem Kópavogsbær hefur af atvinnuhúsnæði með fast- eignagjöldum. Við erum aðeins að benda á að allt sé best í hófi og að reksturinn hjá okkur verði að standa undir sér."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.