Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 Fréttir DV Eysteinn Jonsson Kostir & Gallar Eysteinn ermjög fylginn sér, góður samstarfsfélagi og ieggur hart að sér við aðná sínum markmiðum. Hann á þaO til aö vera of ákafur þegar hann ræðir um málefnin sin. Hann stendur stundum heldur fast á skoðunum sínum. „Kostir Eysteins eruþeirað hann ergríðarlega fylginn sér. Hann erskipulagður og traustur. Ef Eysteinn segir eitthvaö, þá stendurþað og hann hættir ekki fyrr en hann hefur náð þvi markmiði sem hann setur sér. Hann er fljótur að greina aðalatriðin frá aukaatrið- unum og er fljótur að læra. Það er bara einn galli á Eysteini. Vegna þess hve áhugasamur hanner um það sem hann er að f/alla um, þá á hann til að tala um það afsvo miklum ákafa að sumum finnststundum eins og hann sé reiöur “ Kjartan Mdr Kjartansson bæjarfulltrúi. „Hvað kostina varðar, þá er Eysteinn mjög fylginn sér. Hann er vinnusamur og mjög hugmyndarikur. Svo má ekki gleyma því að hann Eysteinn er skemmtilegur og góður félagi. Hann er mjög góður samstarfsmaður. Gallinn við Eystein er að hann er svo harður á þvl að flytja flugvöllinn frá Reykjavik til Keflavlkur. Síðan á Eysteinn það til aö vera harðdrægur á eigin skoðanir“ Magnús Stefánsson alþlnglsmaöur. „Kostirnir við Eystein Jónsson eru margir. Hann er til að mynda hörkuduglegur maður. Eysteinn er drifandi og skemmtiiegur og ekki síst góður félagi. Eysteinn stendur við sitt og velþað. Hvaö gallana hans Eysteins varöar, þá hefég bara ekki fundið neinn ennþá." Brynja Llnd Sævarsdóttlr, formaöur FUF í Reykjanesbæ. Eysteinn Jónsson er fæddur 8. júll 1970. Hann er úr Reykjanes- bæ og starfar sem aðstoðar- maður Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Eysteinn leiðir A-listann I Reykjanesbæ sem ersameiginlegt framboð Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Pólitíkin er Eysteini I blóð borin en afi Eysteins er hinn þekkti framsóknarmaður Eysteinn Jónsson. Faöir Eysteins, Jón Eysteinsson, er sýslumaður í Keflavík. Hann erlærður rekstrarfræðingur frá Álaborg- arskóla. Leiðrétting Sú villa varð í mynd- texta með frétt DV af drykkjukeppni á Barnum á Sauðárkrók að sagt var að myndrinar hefðu ver- ið teknar eftir að keppn- inni lauk. Hið rétta er að myndirnar voru teknar þetta kvöld fyrir keppnina og sýna frá afmælisfagn- aði sem þar var haldinn. Tengjast því myndirnar keppninni ekkert. Sigtryggur Magnússon. fyrrverandi leigubílstjóri, og Poul-Henrik Pedersen, bæjar- stjóri í Nyköbing-Falster, kynntu kaup Sigtryggs á Energicentret á Lálandi á blaða- mannafundi ytra. Sigtryggur lét gamminn geisa á fundinum sem var fjölsóttur af dönsku fjölmiðlafólki. Hann var ítrekað spurður um íslensku útrásina í Danmörku. f f Ksemi ekki a ovart ef Islendingar keyptu lívolí og Legoland Danskt fjölmiðlafólk fjölmennti á blaðamannafund í Nyköbing- Falster í gærmorgun þar sem Sigtryggur Magnússon, fyrrverandi leigubílstjóri, og Poul-Henrik Pedersen bæjarstjóri kynntu kaup Sigtryggs á Energicentret í bænum en því ætlar Sigtryggur að breyta í hótel og heilsuhæli. Sigtryggur lét gamminn geisa á fund- inum en hann var ítrekað spurður um íslensku útrásina í Dan- mörku. „Það kæmi mér ekki á óvart ef íslendingar keyptu bæði Tívolí og Legoland," sagði Sigtryggur meðal annars á fundinum. Fram kom á fundinum að kaup- verðið á húsinu og risastórri lóð sem fylgir því nemur 47 miffjónum DKK, eða háifúm milljarði íslenskra króna, og jafnframt að Sigtryggur muni leggja fram aðra eins upphæð tii að endurgera og breyta húsnæðinu í hótel og heilsuhæli. Poul-Henrik Pedersen, bæjarstjóri Nyköbing, segir að áætlanir Sigtryggs feli í sér „...stórkostlega möguleika fyrir Lá- iand-Falster svæðið" og hann fagnar áformum Sigtryggs. 140 herbergi Fram kom á fundinum að í fyrsta áfanga uppbyggingarinnar myndu 140 herbergi verða endumýjuð á hótelinu auk þess að komið verð- ur upp leikfimisal, saunaböðum og annarri aðstöðu til iíkamsræktar og meðhöndlunar. „Ég er afar ánægður yfir því að loksins skufi þessi fallega FOLKETIDENDE í fffpfgpl,. |#l»ndlnge pá Energlc*ete|f 5S.S S3SSS Forsíðan Staðarblaöiö I Nyköbing Fjallaöi nýlega Itarlega um Sigtrygg og byggöi umfjöllun slna á grein um málið i DV bygging komast í notkun og það af fjárfesti sem hefur spennandi og áhugaverðar áætíanir," segir Poul- Henrik og bætir því við að ekki bara íbúar Nyköbing-Falster heldur all- ur landshlutinn muni njóta góðs af. Áform Sigtryggs muni skapa fjölda manns atvinnu og auka fjölbreytni í ferðaþjónustu á svæðinu. Einfaldur leigubílstjóri Sigtryggur var spurður um feril sinn á íslandi fram að þessu og svaraði hann því til að hann væri aðeins einfald- ur leigubíl- stjóri sem hefði hagn- ast vel á eignavið- skiptum á undanföm- um árum. Fram kom að hluti af fjár- magni hans til hótelsins hefði komið frá sölu á fasteignafélagi, sem hann átti, til Stoða sem aftur eiga Atías Ejendomme A/S í Danmörku. Hann hefur svo stofnað félagið ABH Bygg- ir ehf. utan um framkvæmdimar í Nyköbing. 40-50 starfsmenn Sigtryggur áformar að opna hót- elið/heúsuhælið í október í ár en það verður í stíl við Krung Siam St. Carlos á Taílandi sem margir ís- lendingar þekkja. Reiknað er með nuicliu jviþjiiiyi iuii iiu iiwiuniu/iiwuu hælinu sem Sigtryggur hefur keypt. Á meöal eigna á lóöinni er húsfrál 8. öld sem notaö verðursem veitingastaður. menn verði 40-50 ásjálfú hótelinu auk þess að um 15 starfs- menn muni sinna heilsuhælishlutan- um. „Ég á von á að gestir komi ekki aðeins frá Dan- mörku og norðurhluta Þýskalands heldur einnig frá ijarlægari löndum," seg- ir Sigtryggur. Mfe&it Jón Baldvin á fundi í Odda Póst- og fjarskiptastofnunin Kallaði bandarísk yfirvöld lygara Magnús Þorkell Bernharðsson, lektor í Miðausturlandafræðum við Williams-háskóla, hélt erindi í Odda í gær um ástandið í Miðaust- urlöndum. f spurningum og svörum að erindinu loknu tók fyrrverandi sendiherra íslands í Bandaríkjunum, Jón Baidvin Hannibalsson, fyrstur til máls. f inngangi að spurningunni sem hann beindi til Magnúsar kall- aði hann bandarísk stjórnvöld lyg- ara. Var Jón Baldvin að vísa til þess að hann teldi raunverulegu ástæð- una fýrir innrásinni í frak vera olíu íraka en ekki gjöreyðingarvopn. Sendiherrann fyrrverandi hef- ur verið harðorður í garð Banda- ríkjanna að undanfömu. Jón hefur meðal annars sagt að Bush hafi með kenningum og aðgerðum sín- um gegn öðrum löndum sagt sig úr lögum við al- þjóðlega sam- félagið. f fyrir- lestri sínum sagði Jón Baldvin Hannibalsson Magnús að borgarastyrjöld geisaði í írak. Hún hafi í raun og veru hafist árið 2004. Magnús sagðist telja það ólíklegt að Bandaríkin myndu ráð- ast á Iran en útíokaði ekki að fsrael myndi gera árás. f framhaldi af inn- slagi Jóns Baldvins benti Magnús á að upphaflega átti herferð Banda- ríkjanna að heita Operation Iraqi Libration, skammstafað O.I.L., en nafnið þótt óheppilegt á þeim tíma. SkuldarSímanum um30 milljónir Úrskurðamefnd um fjarskipta- og póstmál hefur úrskurðað í ágreinings- máli Símans og Póst- og fjarskipta- stofnunar vegna rekstrargjalds sem stofriunin lagði á Símann síðustu fjög- ur árin. Úrskurðurinn er Símanum í hag og skuldar stofnunin Símanum nú um 30 milljónir kr. Eva Magnús- dóttir, upplýsingafulltrúi Símans, seg- ir að gerð verði krafa un endurgreiðslu á fyrrgreindri upphæð. Úrskurðar- nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Póst- og fjarskiptastofnun hefði brotíð gegn jafnræðisreglu Stjómar- skrár fslands, helsm meginreglum stjómsýslulaga og lögum sem gilda um Póst- og fjarskiptastofnun og of- tekið rekstrargjald af Símanum. Fjarskiptafýrirtæki skulu árlega greiða Póst- og fjarskiptastofnun Eva Magnúsdóttir „Gerum kröfu um aö fá þetta endurgreitt." rekstrargjald sem nemur 0,20% af bókfærðri veltu af fjarskiptastarf- semi. Ágreiningurinn á milli Símans og Póst- og fjarskiptastofnunar stóð aðallega um hvort telja skyldi svokall- aða innri veltu sem hluta af bókfærðri veltu félagsins. Póst- og fjarskipta- stofnun taldi innri veltu með í rekstr- argjaldstofni og hækkaði þar með stofninn sem því nemur. Þessu hefur nefridin hafitað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.