Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Side 15
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 1 5 Unglingur hótar Bush 13 ára unglingur er í vondum málum eftir að hafa hótað George W. Bush Banda- ríkjaforseta. Drengurinn er nemandi í Ockerman- gagnfræða- skólanum í Kentucky. Skólastjóri skól- ans, David Claggett, ræddi við drenginn. „Hann sagð- ist hafa verið að grínast og ekkert meint með þessu." Drengurinn hefur verið ákærður fyrir hótun og verður sóttur til saka. Hann hefur verið rekinn úr skól- anum og gæti fengið allt að fimm ára fangelsisdóm. Vilja frekar borun en baðföt Meirihluti kvenna vill frekar láta bora í tennur sínar en kaupa sér ný bað- föt. Þetta kemur fram í skoðana- könnun sem framkvæmd var í Wash- ington-borgí vikunni. Kon- ur segjast finna til kvíða og fleiri kvilla þegar kemur að því að kaupa baðföt. „Ég vil helst bara fremja sjálfsmorð þegar ég þarf að finna mér ný baðföt," segir Marsha Klein, 54 ára húsmóðir. „Við sem eldri erum skömm- umst okkar íyrir líkama okkar. Við erum ekki lengur 18 ára." Hundur með hass Lögreglumenn í Boston trúðu vart sínum eigin aug- um þegar þeir sáu hund hlaupandi um íbúð í borg- inni með veski í kjaftinum sem innihélt 108 litla poka afhassi. Lögreglan gerði húsleit í íbúð- inni og hafði þegar fundið 14 litla poka af hassi, 70 þúsund krón- ur í peningum og hlaðna byssu. „Okkur tókst að ná öllum 108 pokunum úr kjafti hundsins eftír langa baráttu." Hundurinn, sem ber nafnið Prada, hefur ver- ið settur í hundageymslu og eigendur hans hafa verið handteknir. Fyrstu kvenkyns orrustuflugmennirnir í Pakistan Fá að fljága herhotum Nýlega fengu íjórar pakistansk- ar konur flugskírteini sem fullgild- ir orrustuflugmenn í pakistanska hemum. Þetta er í fyrsta skiptí sem pakistanskar konur fá inngöngu í flugherinn þar í landi. Þetta mun einnig vera í fyrsta skiptí sem konur fá stöðu í hersveit sem ef til vill mun einhvern tímann taka þátt í orrustu. Hingað tíl hafa konur aðeins verið skipaðar í stöður sem ekki eru bar- dagatengdar. Þegar fjórmenning- unum voru afhent flugskírteinin, við hátíðlega athöfn, sagði yfirmaður í pakistanska hernum, Ahsan Saleem Hayat hershöfðingi, að þetta mark- aði tímamót í sögu hersins. Hann sagðist einnig vera mjög ánægður með að það skyldi vera pakistanski flugherinn sem hefði tekið forystuna í að veita konum brautargengi inn- an hersins. Við athöfnina fengu 36 flugmenn flugskírteini. Ein af kon- unum, Saba Kahn, sagði við afhend- inguna að langþráður æskudraum- ur væri loksins orðinn að veruleika. Að verða orrustuflugmaður í pakist- anska flughemum tekur fjögur ár og prófið er mjög erfitt. Það var því sér- staklega ánægjulegt að í fræðilega þætti flugnámsins var ein af konun- um með hæstu einkunnina. Óljóst er hvernig karlkyns hermönnum í pak- istanska hernum er við þessa breyt- ingu en opinberlega lýstu þeir yfir ánægju sinni. f f ullum skrúða Fjórar pakistanskar konur útskrifuðuðst sem flughermenn. Ryanairá röngum velli Flugvél frá flugfélag- inu Ryanair lentí á röngum flugvelli í vikunni. Flug- stjórinn taldi sig vera að lenda á flugvellinum í Derry en lenti í staðinn á her- flugvelli í um 8 kílómetra fjarlægð. Allir farþegar um borð voru fluttir til Derry með rútu. Stjórn Ryanair hefur fýrirskipað rannsókn á málinu. Flugmaðurinn var frá flugfélaginu Eirjet og hafa stjórnendur Ryanair gefið út yfirlýsingu um að þetta hafi verið mistök af hálfu þess fyrirtækis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.