Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 Fréttir DV Fastagestur á Grand Rokki segir nýjan vert hafa gengið í skrokk á sér og fleygt út af barn- um svo að hann er blár og marinn. Áður hafði vertinn, Þorsteinn Þórsteinsson, fengið innihald bjórglass fastagestsins yfir sig eftir þrætu um myndatöku inni á staðnum. Lóðirvoruá röngum stað Breyta þarf fjórum ný- byggingalóðum í Vatns- leysustrandarhreppi vegna þess að lega fipim hektara lands í eigu bæjarins reynd- ist önnur en talið hafði ver- ið. „Því er nauðsynlegt að breyta staðsetningu lóð- anna og hefur lóðaumsækj- endum verið gerð grein fyr- ir því. Þessi breyting lækkar kostnað við gatnagerð veru- lega, núverandi gata nýt- ist betur," segir í fundar- gerð bæjarstjórnar þar sem greint er frá jákvæðum hlið- arverkunum málsins. Gatan sem nýju húsin rísa við fær naftiið Heiðarholt. | Baldurtil Finnlands Breiðafjarðarferjan Baldur fer sína síðustu sjó- ferð yfir Breiðafjörðinn í dag. Skipið hefur verið selt til Finnlands. Önnur skip Sæferða, fyrirtækisins sem rekur Baldur, leysa Baldur af hólmi þar til nýi Baldur kemur til landsins um miðj- an apríl. Skipið tekur um helmingi fleiri bfla, um 45- 50, og rúmlega 300 farþega. Ferðin milli Brjánslækjar og Stykkishólms mun stytt- ast um 50 mínútur með til- komu nýja Baldurs. Bandaríkin ogolían? Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi sendiherra. „Bandaríkjamenn hafa komiö sér upp risavöxnum herstöðv- um í írak. Einnig hafa þeir lagt sig fram um að koma upp herstöðvum í fyrrverandi rikjum Sovétríkjanna. Þeir eru að endurskipuleggja herstöðvarnet sitt um allan heim. Hluti afheimsvalda- stefnu þeirra er rányrkja á olíuauðlindum annarra þjóða þvl orkubúskapur Bandarlkj- anna er gjörsamlega ósjálfbjarga." Hann segir/Hún segir „Þeir vilja ráða yfir ollunni eins og fiestu öðru. Þeir viija ailtaf stjórna hlutum sem þeir eiga ekki neitt með að gera. Annars er ég ekki neitt á móti Bandaríkjamönnum."" Erla Margrét Gunnarsdóttir, gjaldkeri Heimdallar. Barþjónn É lastapest og fteygði öfugum ut Á Grand Rokk Barinn á Smiðjustíg hefur notið mikilla vinsælda um árabil. Grand Rokk virðist hafa tapað einum af sínum elstu fastagestum sem varpað var þar á dyr eftir að hafa skvett bjór á vertinn. Fastagesturinn sem um ræð- ir segist hafa vanið komur sínar á Grand Rokk á Smiðjustíg í ellefu ár. Hann vill ekki að nafns hans sé get- ið þótt hann sé reiðubúinn að segja hvernig atburðarrásin á Grand Rokk síðdegis á miðvikudaginn var kom honum fýrir sjónir. Hvað hefðir þú gert? Þorsteinn Þórsteinsson, sem rek- ið hefur Grand Rokk í um tvo mán- uði eftir að eigendaskipti urðu á staðnum fyrir síðustu áramót, segist ekki vilja tjá sig um þetta mál. „Það er mín stefna að það sem gestir gera hérna inni kemur ekki öðrum við. Þetta verður ekki rætt frekar," segir vertinn en staðfest- ir þó óbeint að hann hafi hent út umræddum gesti sem hellt hafi yfir hann bjór: „Hvað hefðir þú gert?" svarar Þorsteinn með spurningu á móti. Óeining um myndatöku Að sögn fastagestsins kom upp misklíð milli hans og Þorsteins þeg- ar barþjónn á Grand Rokk tók til við að taka ljósmyndir inni á staðnum. Við það hafi hann gert athugasemd- ir en ekki fengið hljómgrunn fýrir sjónarmið sín hjá Þorsteini. Þá hafi komið til orðaskipta sem leitt hafi til i\ þess að hann hafi „klárað úr glas- inu" á Þorstein. Við þennan atburð hafi orðið vatnaskil í samskiptum þeirra Þorsteins. Sveif út í boga Skipti engum togum, að sögn fastagestsins, að eftir að hann hafði skvett bjómum á Þorstein hefði vert- inn snarað honum fram gólfið og lát- ið högg og spörk dynja á honum við spilakassa sem eru þar á staðnum. Að endingu hafi honum verið hent út á þann hátt sem enginn hafi hent hon- um út áður: í stórum boga þar til hann skall á gangstéttinni fyrir utan. Óttast um þvagblöðru Eftir þessa meðferð segist fasta- gesturinn hafa skjögrað heim til sín við illan leik. Þegar Uðið hafi verið að kvöldi hafi óbærilegir innvortis verk- ir orðið til þess að hann afréð að láta kanna ástand sitt á sjúkrahúsi. Þar hafi læknar í fyrstu óttast að þvagblaðran í honum væri sprungin en svo hafi ekki reynst vera. Eftir sitji hins vegar skýrir og bláir marblettir hér og þar. Fastagesturinn segist ekki hafa hug á að kæra Þorsteinn. Hann segist á hinn bóginn ekki heldur á leið inn á Grand Rokk aftur. „Það verður ekki á næstunni," svarar hann ákveðinn. gar@dv.is mm Þorsteinn Þórsteinsson Henti ut gesti sem hellti yfir hann bjór á Grand Rokk á miðvikudaginn. Hatrömm barátta á evrópskum vatnsmarkaði Fiji sækir að Jóni Ólafssyni Vatnframleiðandinn Fiji hefur hleypt auglýsingaherferð af stokk- unum þar sem varað er við bráðnun jökla. Þar er því haldið fram að rétt- ast sé að drekka Fiji-vatnið sem sæki hráefni sitt annað. Auglýsingaherferð Fiji er bersýni- lega beint gegn vatnsframleiðslu Jóns Ólafssonar athafnamanns sem selur og kynnir vöru sína undir nafn- inu Glacier sem þýðir jökull. vararnú við bráðnun jökla. Jón hefur um nokkurra ára skeið verið að koma undir sig fótunum á vatnsmarkaði beggja vegna Atlants- hafsins með þeim árangri að helsti keppinauturinn beinir nú spjótum sínum að honum í einni umfangs- mestu auglýsingaherferð sem vatns- framleiðandi hefur lagt í. Fiji-vatnsframleiðandinn kynnir tærleika vatns síns helst með fossum og ávöxtum enda er nafn framleiðsl- unnar sótt til Kyrrahafseyjunnar Fiji semrómuðerfyrirveðursæld ogfeg- urð. Þar fóru hins vegar fram miklar tilraunir með kjarnorkusprengjur á árum áður en á þær er ekki minnst í auglýsingum fyrirtækisins. Á vatnsmarkaði er búist við að Jón Ólafsson svari fyrir sig með eigin aug- lýsingum áður en langt um líður. Jón er nú staddur á heimili sínu í Cannes í Frakklandi og undirbýr ráðstafanir við hæfi. Á meðan vinna reykvískir iðnaðarmenn hörðum höndum við endurbætur á húsi hans við Bald- ursgötu sem hann festi kaup á fyr- ir skemmstu. Húsið var áður í eigu Nordal-ættarinanr og aldrei kallað annað en ættaróðal þeirra. Þar verð- ur framtíðarheimili Jóns Ólafssonar og fjölskyldu hans hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.