Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Page 13
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 13 Snákur í brokkolí Hin enska Tina Cos- by rak upp stór augu þegar hún opnaði poka af brokk- olíi sem hún keypti í stór- markaði í Halstead í Essex. I pokanum var snákur. „Ég var að stinga hendinni nið- ur í pokann, þegar ég sá allt í einu snákinn með tunguna úti." Farið var með snákinn á dýraspítala í grenndinni. Fyrirtækið Tesco, sem flutti brokkoh'ið inn frá Spáni, gaf Cosby sex þúsund króna inneignarnótu og sendi henni afsökunarbeiðni. Cos- by hyggst fara fram á meira en það og mun líklega fara með málið fyrir rétt. Jesús elskarekki klámstjörnur Prestamir Mike Foster og Craig Gross reka söfnuð sem berst gegn klámi. Sem Mð í baráttu sinni ætluðu þeir sér að prenta bibh- ur með áletrun- inni „Jesús elskar klámstjömur." Ætluðu þeir að dreifa þeim á ráð- stefnum sem haldnar em í klámiðnaðinum. Þessar bibhur fást aftur á móti ekki JlUll- % prentaðar, því engin prent- smiðja vill taka verkið að sér, þykir áletrunin of dónaleg. Prestamir em þó ekki af baki dottnir og segjast vissir um að þetta muni hafast að lok- um. London of hættuleg Skólayfirvöld í Flór- ída hafa ákveðið að banna lúðrasveit Fort Myers gagn- fræðiskólans að fara í ferð til London því borgin þyk- ir of hættuleg. „Hvað ger- ist ef krakkamir setjast í lest sem er sprengd í loft upp? í Bandaríkjunum em lest- ir aldrei sprengdar," segir Bob Weismann, einn af yf- irmönnum fræðslumála- nefndar Flórída. Krakkam- ir í lúðrasveitinni em ósáttir með ákvörðunyfirvalda og vilja að eitthvað verði gert í málinu. Kínversk stjórnvöld hafa nú sett reglur, sem koma í veg fyrir að Kínverjar fái að kjósa í þætti sem svipar mjög til Idolsins hér á landi. Einnig eru yfirvöld óánægð með það hversu stjarna sigurvegarans úr síðustu þáttaröð hefur skinið skært. Aðdáendur Li Yuchen á sér marga aðdáendur í Kína, enda ein afvinsælustu stjörnum landsins. sínum að velja sér poppstjbnnu Kínversk stjórnvöld hafa nú breytt reglum varðandi sjónvarps- þætti til þess að þátturinn Supergirl Voice, sem svipar til Idolsins hér á landi, geti ekki haldið áfram í óbreyttri mynd. Núverandi fyrirkomulag er svipað og í shkum þáttum annars staðar í heim- inum; áhorfendur hringja inn - eða senda sms - og kjósa þann sem þeim þykir bestur. Yfirvöld í Kína vilja ekki að fólk fái að kjósa og vilja ekki að stjörnur verði til á sjónvarpsskjánum. Þátturinn hefur átt gífurlegum vinsældum að fagna í Kína. Sigur- vegarinn í fyrstu þáttaröðinni er ung kona að nafni Li Yuchun. Hún hefur farið eins og stormsveipur um kínverskt samfélag. Myndir af henni prýða nú auglýsingaskilti og ungar stúlkur reyna að kæðast eins og hún. Samkvæmt áhorfskönnunum horfðu um 400 milljónir manna á fyrstu þáttaröðina, einn þriðji af kínversku þjóðinni. Skaðlegt fyrir sósíalískt samfélag í nýrri reglugerð frá útvarps- ráði Kína kemur fram að þættir eins og Supergirl Voice eigi að við- halda sósíalískri samfélagsgerð. „Svona þættir eiga ekki að skapa ólæti neinskonar, mega ekki hafa alla hluti eftir sinni eigin hentisemi og eiga að komast hjá því að búa til stjörnur," segir í nýju reglunum. Einnig eiga þáttarstjórnend- ur að viðhalda kínverskum gild- um fyrir æsku landsins. Dómarar í þáttunum mega ekki gera lítið úr þátttakendum, eins og venjan er í svipuðum þáttum á Vesturlöndum. Einnig munu nýju reglurnar gera sjónvarpsstöðvum erfiðara fyr- ir með að senda slíka þætti út fýr- ir héraðið sem sjónvarpsstöðin er starfrækt í. Ekki vitað um framhaldið Li Li, upplýsingafulltrúi Hunan sjónvarpsstöðvarinnar sem fram- leiðir þættina vinsælu, vill ekkert gefa upp um það hvort þátturinn geti haldið áfram eftir að nýju regl- urnar voru gefnar út. Beðið er eft- ir nýrri þáttaröð með mikilli eftir- væntingu. Margir vilja verða næsta Li Yuchun, sem er nú orðin sjötta ríkasta og vinsælasta stjarna Kín- verja á lista sem tímaritið The For- bes hefur gefið út. Á spjallrásum í Kína má sjá skilaboð frá reiðum Kínverjum. Þeir hóta því að horfa ekki á þætt- ina, í ljósi nýrra reglna. ME5TA ÚRVAL YFIRB URÐIR Arnar Kristín LANDSINS Af GLÆSILEGUM HJÓLHÝSUM. HAFÐU SAMBAND VIÐ RÁÐGJAFA OKKAR NÚNAI 0* ViKUR w w w. vikurverh.is TANGARHOFÐA 1 SIMI 557 7720

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.