Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1955, Blaðsíða 6

Freyr - 01.03.1955, Blaðsíða 6
68 FREYR þessi ár og ýmsir telja nauðsynlegt að hafa áburðarkjallara undir grindum, enda senni- lega rétt og óumflýjanlegt. En hve margir gœta þess að hafa hlutföll sements, sands og malar í steypu aburðarkjallaranna 1:2:3 og helzt þéttiefni í steypuna, minnugir þess, að ágengni lífrœnna efna á slíka veggi er og verður ákaflega mikil, og þar eð þessir veggir eru undirstaða húsaveggjanna mega þeir ekki bila. Bóndi einn sagði mér nýlega, að í hans sveit geri flestir áburðarkjallara úr venjulegri steinsteypu. Hvað er þá venju- leg steypa hjá ykkur? Hjá flestum 1:8 af sementi og möl, og mölin oftast þrungin af moldsýrum, var svarið. Þetta eru forsendurnar. Eftir því fer end- ingin. Sömu forsendurnar hafa legið til grundvallar þar, sem maður sér hrunda haughúsaveggi og fallin safngryfjuþök á fárra ára byggingum, sem búið er að veita jarðrœktarstyrk til og lán þar að auki. Þessi dœmi eru því miður nógu mörg, eða réttara sagt of mörg. En því eru menn að svíkja sjálfa sig? mun einhver spyrja. Auðvitað eru til menn í bændastétt, eins og i öðrum stéttum, sem vinna verk sin með hirðuleysi, en hitt mun þó algengara, að vankunnátta — vanþekking — valdi. Það er ekki algengt að menn vilji svíkja sjálfa sig, en þeir geta gert það óafvitandi. Og í sveitunum eru nú naumast til handlagnir menn; þeir hafa gerzt gervimenn annars staðar og handverksmenn eru ákaflega sjaldgœfir í sveitum. En vœri bara völ á leiðbeiningastarfsemi eins og þar sem byggingaráðunautar eru starfandi, er hafa eftir lit með framkvœmdum á meðan á þeim stendur, þá vœri allt annað viðhorf í þess- um málum. Og eiginlega er það með öllu óforsvaranlegt, að strangt eftirlit sé ekki með öllum framkvœmdum, sem lán eða styrkir eru veittir til. Það er talað um — og það með réttu — að kunnáttumenn á sviði byggingaiðnaðar vanti í sveitirnar. Styrr stendur um hvort efna skuli til skólahalds, þar sem mönnum verði veitt nokkur kunnátta í þessum efn- um. Iðnaðarmenn eru slíkri menntun mót- fallnir og telja sjálfsagt eðlilegt, að þar sé byggt af vanefnum og áfram haldi í því horfi, sem of víða ríkir, svo sem að ofan getur. Hitt er engin von, að bóndi leiti að- stoðar fagmanna, sem búsettir eru í bœjun- um á meðan svo er málum komið, að bónd- inn þarf að vinna í þrjár vikur fyrir þeirri upphœð, sem fagmaðurinn krefst að fá i kaup fyrir eina viku. Eftirlitsmaður frá Alþjóðabankanum kom hingað til lands á síðasta hausti til þess að líta á framkvœmdir þœr, sem nefnd stofn- un hefur lánað fé til í sveitum íslands, Hann fór ekki víða um land, en nógu víða samt til þess að koma auga á ýmsa bresti í fram- kvœmdum í sveitum. Það vœri ekki rétt af mér að rekja öll þau atriði, sem honum sýndust betur mega fara og sjálfsagt vœri að kippa til betri veg- ar, því að þau rakti hann fyrir mér sem gömlum kunningja og félaga frá námsár- unum i Búnaðarháskólanum. En hann hvatti til að herða róðurinn og gera það bezta ögn betur, og hið lakara miklu betur, og svo sýndist honum hirðuleysi um viðhald vera of algengt. En það er raunar sama sagan og allir útlendingar segja — eða hugsa að minnsta kosti — þeir, sem hafa annarra dœmi til samanburðar. Það getur ekki verið nokkrum vafa bund- ið, að við verðum að vanda okkur betur þegar byggt er og hélzt að hafa eftirlits- menn allsstaðar, og svo þarf hver bóndi að varðveita betur en raun er á það, sem gert hefur verið.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.