Freyr - 01.03.1955, Qupperneq 7
FREYR
69
ÞÓRÐUR RUNÓLFSSON:
Varizt slysin
Grein sú, sem hér fer á eftir, er að mestu sam-
hljóða tveim erindum, sem ég flutti í búnaðar-
þætti útvarpsins á síðastliðnu hausti. Við samn-
ingu erindanna studdist ég við ýmislegt, sem gefið
hefur verið út um þessi mál hjá nágrannaþjóðum
okkar. I síðari hluta greinarinnar er á nokkrum
stöðum vísað til mynda í riti búnaðarfræðslunnar,
„Varizt slysin“. Höf.
Inngangur.
Notkun dráttarvéla hér á landi á sér ekki
langan aldur og segja má, að það sé ekki
fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina, sem
notkun þeirra verður almenn.
Reynsla manna í meðferð þessara véla er
því að vonum ekki mikil og töluverð brögð
munu vera að því, að unglingar og jafnvel
börn séu látin stjórna þeim. Það, að ung-
menni eru notuð til þessara starfa, má ef
til vill segja að sé skiljanleg ráðstöfun, þeg-
ar tillit er tekið til fólkseklunnar í sveit-
unum og þess, að starfið krefst ekki mikilla
líkamlegra burða. Ég mun síðar koma að
því, hversu heppilega ég tel þessa ráðstöfun.
Hin hraða vélvæðing landbúnaðarins á
síðustu árum krefst þess, að bændur temji
sér nýjar starfsaðferðir í samræmi við véla-
notkunina, svo nú þurfa þeir að kynna sér
meðferð og notkun tækja, sem þeir ekkert
eða lítið þekktu áður. Nokkur tími hlýtur
því að líða þar til menn hafa hlotið nauð-
synlega þjálfun í meðferð vélanna. Sam-
fara þessari þjálfun er þeim nauðsynlegt að
kynnast hættum þeim, sem vélanotkun eru
ávallt samfara og að þeir læri jafnframt að
varast hætturnar.
Segja má, að nú, þegar við tökum vélarn-
ar í þjónustu okkar, stöndum við betur að
vígi en nágrannaþjóðir okkar, þegar véla-
notkun hófst hjá þeim fyrir all löngu síð-
an, því nú getum við notfært okkur þeirra
reynslu og beitt þeim vörnum gegn slysa-
hættunni, sem dýrkeypt reynsla hefur
kennt þeim. Við getum því, ef rétt er á
haldið, sparað okkur marga þjáningadaga
og mörg mannslíf með því að notfæra okk-
ur reynslu annara.
Hjá nágrannaþjóðum vorum á Norður-
löndum hafa farið fram all ýtarlegar rann-
sóknir á orsökum slysa í sambandi við notk-
un dráttarvéla og að þeim rannsóknum
loknum margvíslegar ráðstafanir verið
gerðar til þess að koma í veg fyrir slysin.
Segja má, að aukin fræðslustarfsemi hafi
reynzt einna áhrifaríkust í baráttunni við
slysahættuna.
Veltihættan.
Ein af algengustu slysaorsökunum í sam-
bandi við akstur dráttarvéla má hiklaust
telja hliðarveltu vélarinnar. Gerðir drátt-
arvéla eru æði margar og stöðugleiki þeirra
í akstri er jafn margvíslegur og tegundirn-
ar eru margar. Breidd dráttarvélarinnar,
hjólastærð og lega þungamiðjunnar hefur
allt áhrif á stöðugleikann. Þegar ekið er á
ósléttu landi, í hliðarhalla eða á bökkum
skurða eða árfarvega, ber sérstaklega að
hafa veltihættuna í huga. Að tefla á tæp-
asta vað og notfæra möguleika, sem fyrir-
fram verður séð að ekki séu alveg öruggir,
getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar.
Veltihættan er all mikil, þegar dráttar-
vélin dregur þungan vagn, sérstaklega ef
hemlabúnaður er enginn á vagninum. Mest
er hættan þegar ekið er undan brekku og
beygja er í brekkunni. Þegar ekið er um
beygjuna, þrýstir vagninn skáhalt á drátt-
arvélina og getur þá svo farið, að vélin
skriki til, þannig að hún snúist þvert á veg-
inn og velti. Ekki hafa svo fá slys orðið með
þessum hætti og ætti það að hvetja menn
til þess að hafa hemlabúnað á vögnum,
sem dregnir eru af dráttarvélum, einkum er
þetta þó nauðsynlegt ef aka þarf niður
brekkur með þungt hlass.
Algeng veltiorsök er það, ef ökumaður-
inn notar hemlana til að létta stýringuna