Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1955, Qupperneq 9

Freyr - 01.03.1955, Qupperneq 9
FRE YR 71 andi að hætta getur verið á endaveltu og leitast því við að tryggja sig gegn þessu með viðeigandi varnarráðstöfunum að því er þeir telja, en oft hefur þetta ekki tekizt betur en svo, að slys hefur orðið þrátt fyrir varnaraðgerðirnar. Mörg endaveltutilfelli má þó r§kja til vanmats á hættunni, al- gerrar vanþekkingar eða kæruleysis. Það eru mörg einstök atriði, sem orsaka endaveltu dráttarvéla. Gerð vélarinnar hef- ur þar mikið að segja, má þar nefna þyngd vélarinnar, legu þyngdarmiðjunnar, afl hreyfilsins, aflflutningshlutfallið og tengi- hraðann. Þá hefur akstursviðnámið nokk- uð að segja, hraðaaukinn í akstrinum, stað- setning dráttartengingarinnar, dráttaraflið, viðnámið milli hjólanna og akbrautarinn- ar o. fl. Hvert þessara atriða hefur sín áhrif, en þó mismunandi mikil í hverju einstöku tilfelli, en ávallt má reikna með þeim sam- einuðum, þegar dráttarvél reisir sig. Það er því engan veginn rétt, sem margir álíta, að staðsetning dráttartengingarinnar og dráttaraflið sé hér alls ráðandi. Dráttarvél getur reist sig og jafnvel farið endaveltu, þó að dráttarfestingin sé mjög neðarlega og hvert sem dráttaraflið er, allt frá engu dráttarátaki til hámarksátaks vélarinnar. Staðsetning dráttartenglngar. Enda þótt staðsetning dráttartengingar- innar sé ekki svo áhrifamikil með tilliti til endaveltuhættunnar, sem margir ætla, má ekki skilja þetta svo, að einu gildi hvar tengingin er staðsett. Tengistaður, sem er mjög neðarlega, gerir sitt til að vinna móti endaveltunni, en kemur ekki í veg fyrir hana. Ekki er hægt að gefa neinar fastar reglur um það, í hvaða hæð tengistaðurinn á að vera, en það ætti að vera algild regla að tengja aldrei drátt við dráttarvél ofan við afturásinn og ávallt svo neðarlega, sem föng eru á. Forðast skyldi að haga tengingu dráttar þannig, að teljandi lóðréttur þungi komi á sjálfan tengistaðinn, því það eykur mjög endaveltuhættuna. Aftanívagn með einum ás hvílir all þungt á tengistaðnum. Slíkan vagn ætti því að tengja við dráttarvélina í sérstakan tengistað, sem er annaðhvort beint undir afturásnum eða fyrir framan hann og neðan. Jafnframt ætti að hafa tengibúnaðinn þannig, að ekki væri hægt 2. mynd. Efsti hluti: Þó dráttur sé tengdur framantil i vélina, en i sömu hœð og venjulega er viðnámið engu meira en venjulega gegn endaveltu. Miðhluti: Dráttar- keðjan tengd við vélina i venjulegri hœð, en hallandi niður og aftur, dregur úr endaveltuhcettunni rneðan ekið er á jafnsléttu. Neðsti hluti: Ef afturhluti vélar- innar er mun Itegri en drátturinn verður tengingin ó- hagstæðari en venjuleg tenging.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.