Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1955, Page 11

Freyr - 01.03.1955, Page 11
FREYR 73 — Bréf frá Eimlestin flutti mig áleiðis frá Hamborg til Jótlands. Ég horfði út um gluggana á víxl. Þarna voru bændabýli báðum megin brautarinnar, svo langt sem séð varð. Öll voru þau mjög smá, byggingar litlar og ekki ósjálegar; bar allt augljósan vott fá- tæktar. Landið illa ræst, skurðir litlir, barmafullir og víða sá í vatn, bæði á akur- spildum og hinum litla bithagareitum. Þarna sá ég þó gömlu beðaslétturnar, sem einu sinni tíðkuðust heima, og vatn í hverri laut milli beðanna. Auðvitað er þetta eftir tniklar haustrigningar. Sá bústofn, sem ég kom auga á, voru gæsir, hænsn og nokkr- ir grísir á beit. Á nokkrum stöðum sá ég kýr Jótlandi — úti, ein, tvær eða þrjár á býli; var þó lítið á að beita, rennblautt land og snöggt. Á ein- um stað sá ég 4 kýr og voru 2 þeirra með breiðslur yfir sér. Það sem mest vakti athygli mína, voru skjólbeltin og limgirðingarnar, bæði á milli býla og um smáreiti. Allt var þetta heldur smávaxið og hor í gróðri. Þegar kom norður um Kílarskurð, virtist allt heldur vera á batnandi leið. Heldur stærri býli og ræktun og framræsla betri, þó að augljóst væri, að ekki væri nógu vel framræst, enda er landið lágt og blautt. Við Flenzborg verður landið betra og þurrara og dálítið hólótt. Fara nú býlin stækkandi, Útsýn af brúnni yfir Kielarskurðinn um sveitabyggð n ágrennisins. Ljósm.: G. K. 1953

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.