Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1955, Síða 12

Freyr - 01.03.1955, Síða 12
74 FRE YR ræktun öll er meiri og byggingar reisulegri. Ekki má skilja orð mín svo, að ég sé að lýsa landbúnaðarmenningu Þjóðverja; um hana veit ég næsta lítið, þótt ég hafi farið með lestarhraða eftir „skottinu“, sem liggur norður úr Þýzkalandi. En sú spurning reis mér í huga: Hafa ekki tvær styrjaldir merg- sogið svo þessar víðáttumiklu byggðir, að þær eru langt á eftir því sem gæti verið og þyrfti að vera? Að minnsta kosti rekur mig minni til þess, að Slésvíkurbúar og Suöur- Jótar hefðu ekki verið sparaðir á vígvöllun- um. f Paðborg fer lestin yfir hin nýju landa- mæri Danmerkur og Þýzkalands. Nú er skipt um þjónustufólk. Þjóðverjar fara út, en Danir koma í staðinn. Þegar komið er norður um Kolding er maður kominn yfir hin gömlu landmæri Danmerkur og Þýzkalands. Ekki verður um villzt, að nú er maður kominn í gamla og grunnmúraða bændamenningu. Byggingar stórar og reisulegar og vel settar á fallega staði. Landið er hólótt og því miklu til- komumeira. Landrými hvers býlis virðist vera mikið og þarna víða rekinn stórbú- skapur. Nú eru skjólbeltin hár og all þykk- ur skógur. Víða sá ég nýlega plantaðan skóg, mest greni, sem var orðið klof- og mittis- hátt og upp í mannhæð, og svo þétt stóðu trén, að ekki var nema fet upp í y2 metra á milli þeirra. Smám saman er svo klippt úr þessum skógi eftir þörf. Allt virðist hér vera í góðri rækt og góð umgengni hvar sem litið var. Maður dregur ósjálfrátt andann dýpra og léttara, þegar komið er í velræktað og vel byggt umhverfi með góðu landrými. Og mér varð hugsað heim um „landið lífs og bjarg- ar, með landrýmið sitt stóra, sem rúmar vonir margar“, eins og St. G. St. orðaði það. * * * Ég er nú búinn að dvelja í Árósum á aðra viku. Einn daginn fórum við út á Mols- skaga að hitta stórbónda þar, sem heitir Jóhannes Sörensen. Býr hann á gömlum herragarði, Rollsögaard, 3X400 tn. landi, (150—180 ha). Hann býr við Jersey-kýr með þessa háu fitu, um og yfir 6%, og svo um 400 svín. — Hann er fyrsti bóndi í Dan- mörku, sem lætur grísina ganga lausa, er búinn að rífa allar stíur burtu úr einni byggingunni og var verið að rífa þær úr öðrum. Hér hefur hann 130 svín, sem eru að nálgast sláturvigt. Þarna lágu dýrin á hálminum eða grófu sig ofan í hann. Bætt var þurrum hálmi ofan á daglega, en ekk- ert hreinsað út fyrr en skipt er um, þessum lógað og mánaðargamlir grís- ir koma inn. Eftir endilöngu húsinu, meðfram öðrum veggnum. liggur gatan og svo eðlilega fóðurgangur milli götu og veggjar. Þarna renndi hirðir- inn úr hverju matartroginu á fætur öðru, þar til hann hafði gefið sem honum líkaði og svo vatn úr vatnsleiðslunni á eft- ir. Tók þetta allt örstuttan tíma. Fóðrið var mest heima ræktað: hafrar, bygg og hveiti, og malað einnig heima. Blásari var í húsinu, sem blæs loftinu stöðugt út, enda val ekki lykt í húsinu fremur en úti. Óhreinindi voru ekki til á dýrunum og sýnilegt, að þeim leið ákaflega vel. Ekki voru Ljósm.: G. K. 1953 Brúin yfir Kielarskurðinn.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.