Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1955, Page 18

Freyr - 01.03.1955, Page 18
80 FREYR SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR: - UúAmœÍMlíáttur + Um eldhús Hér á landi er byggður fjöldi húsa árlega, bæði í bæjum og sveitum. Ungt fólk stofn- ar heimili og býr um sig til framtíðar, sum- ir í nýbyggðum húsum, aðrir í gömlum leiguhúsum. Þar er lagður grundvöllur að því umhverfi, sem börn framtíðarinnar eiga að alazt upp í, og þeim áhrifum, sem heim- ilislíf hverrar fjölskyldu verður fyrir frá híbýlunum. Eldhúsið er sá hluti hverrar íbúðar, sem heimilisfólkið gengur mikið um, og þar sem matazt er í eldhúsinu, má jafnvel segja, að það sé miðstöð heimilisins. Talið er, að hús- mæður eyði allt að helmingi þess vinnu- tíma, sem til heimilisstarfanna fer, í sjálfu eldhúsinu, stundum ef til vill 6—8 klukku- stundum daglega. Á seinni árum er gefinn meiri gaumur að smíði og innbúnaði sjálfs eldhússins en áður var. Nú eru gerðar kröf- ur til þess, að eldhúsin séu björt, rúmgóð, haganlega innbúin og þannig, að húsmæð- urnar og helzt fjölskyldan öll kunni þar vel við sig. Þegar innbúa á eldhús, þarf að taka til- lit til hinnar tæknilegu þróunar og ýmissa breytinga, sem orðið hafa á venjum heim- ilislífsins. Þróun í matvöruiðnaði veldur því, að heimilin hafa úr öðru að vinna en áður var. Nýjar heimilisvélar og ýmis hjálp- artæki eru komin fram. Eldhúsið þarf að búa þannig, að það hæfi nútíma-heimilis- venjum. Við getum hugsað okkur það eins og hring, þar sem húsmóðirin stendur í miðju, og vinnusviðunum er svo raðað í kring um hana. Flestar húsmæður munu óska þess, að eldhúsverkin taki sem stytzt- an tíma. Það sem mest hjálpar til þess er haganlega innbúið eldhús og góð eldhús- áhöld. Við viljum forðast að húsmóðirin þurfi að flytja diskana fram og aftur, þeg- ar hún þvær upp, eða leita að einhverju smáu í yfirfullum skáp eða skúffu. Öll áhöld eiga að geta notazt fullkomlega og allur efniviður að vera auðveldur í hreins- un. fjárrag, smöluðu og rifu reifin af ánum alltof snemma. Af þeim orsökum geltust ærnar og náðu sér aldrei til fulls aftur til þess að mjólka einu, hvað þá tveimur lömb- um. Bæði mér og fleirum ber saman um að undan s.l. sumri sé fullorðna féð feitara en góða sumarið 1953. Ef það reynist rétt, þá stafar það eingöngu af því, að mjólkur- lagni ánna hefur verið takmark sett. Eins dæmis vil ég enn geta máli mínu til sönnunar að hér sé ekki um of þrönga haga að ræða. Hér fyrir ofan túnið er hrossa- girðing sem 8—9 tamin hross ganga í yfir sláttartímann og þá ekki stærri en það að hún er rótnöguð. í þessu hólfi ganga 4 ær alltaf sumar eftir sumar og þrjár af þeim tvílembdar. Undan þessum ám fæ ég alltaf vænstu dilkana. Þarna er um örtröð á landi að ræða. Er það ekki af því, að þessir dilkar verða vænstir að þeir ganga á bitnu landi og ná því kjarnanum sem er stránálin við rótina? Er það ekki af því, að í grasmiklum sumr- um nær sauðféð ekki þessum kjarna? Er það ekki af því, að útigangshross getur haldið holdum í harðindavetrum, að þau ná kjarnanum úr rót úthagans á graslitlu landi? Ég hef — eins og fleiri — tekið eftir því að á veturna jafnt og sumrin, þá sækist sauðféð eftir landi þar sem nagað er af hrossum. Sauðkindin sækist eftir háfjalla- gróðri af því hann er þroskaminni en á láglendinu. Svo þegar haustar, kemur féð heim og vill þá helzt ganga á snöggu landi, troðið graslendi vill það helzt ekki sjá. Gamalt máltæki segir, að reynslan sé ólýgnust. Máske að aðrir geti fært rök fyrir gagnstæðri reynslu? Balaskarði, 28. nóv. 1954.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.