Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ2006 Fyrst og fremst DV Fyrst og fremst Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjóri: Páll Baldvin Baldvinsson - pbb@dv.is Aðstoðarritstjóri: Freyr Einarsson - freyr@dv.is Fréttastjóri: Óskar Flrafn Þorvaldsson - oskar@dv.is Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir- anna@dv.is Ásgeir Jónsson - asgeir@dv.is Bergljót Davíðsdóttir - bergljot@dv.is Friðrik Indriðason - fridrik@dv.is Garðar Úlfarsson - gardar@dv.is Guðmundur Steinþórsson - gudmundur@dv.is Tinni Sveinsson - tinni@dv.is Hanna Eiríksdóttir - hanna@dv.is Indíana Ása Hreinsdóttir - indiana@dv.is Jakob Bjarnar Grétarsson - jakob@dv.is Jakobína Davíðsdóttirjakobina@dv.is Þórarinn Jónsson - toti@dv.is DV Sport: Óskar Ófeigur Jónsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. - dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Mi I íslenska endurreisnin að hafa verið búsett erlendis til lengri eða skemmri tíma. Það hefur lært að meta gildi listar- innar og öflugra menningarsam- félaga. Þetta fólk hefur víðsýni og vitneskju um möguleika list- arinnar sem fjárfestingu til fram- tíðar. Freyr Einarsson Italskir auðmenn sköpuðu ættum sínum ódauðlegt orð- spor á miðöldum með stuðn- ingi við listamenn, sem með sköpunarkrafti sinum ögruðu staðnaðri hugmyndafræði páf- ans í Róm. Medici-ættin í Flór- enz er þeirra frægust. Án þessa fólks hefðu blómlegir tímar endurreisnarinnar aldrei runnið upp. Medici-ættin sýndi mikið hugrekki með stórtæku framlagi sínu til menningar og lista og fékk jafnvel sjálft Vatikanið upp á móti sér, sem þó var flestum alheilagt á þessum tíma. Afrakstur þessa hug- rekkis var blómaskeið, sem varir að mörgu leyti enn, flmm öldum síðar. Undanfarin ár hefur sá hópur íslenskra auð- manna, sem fjárfesta í list- um á einn eða annan hátt, far- ið ört stækkandi. Flest þetta fólk á það sameiginlegt Björgólfgf sterkur SamsonfÆ/ar hafa verið rausnarlegir við aö ítyrkja nienika listamenn. , . öí' Viðhorf íslenskra listamanna gagnvart peningum virðist líka vera að breytast. Mörgum þeirra þyldr í öllu falli fínna að vera efhaður listamaður en fátæk- ur á listamannalaunum. Þetta er snarbreyting frá því almenna sjónarmiði að heillavænlegí.st sé listamönnum að lepja dauð- ann úr skel og vinna að sköpun sinni við hörmulegar og mana- skemmandi aðstæður. Eða með orðum stórskáldsins: Égvar soltinn og ldæðlaus og orti í Al- þýðublaðið og allur heimur- inn fyrirleit blaðið og mig. Bandaríkjamennirnir Andy Warhol og Jeff Koons eru dæmi um listamenn, sem hafa gengið svo langt að gera út áviðskiptimeð myndlist sinni. Við finnum samhljóm við þessa meistara hér á landi. Til dæmis í myndlist- armanninum Ólafi Elíassyni, sem tvinn- ar það saman að vera flinkur í viðskiptum, en er jafnframt með- Baugur Group Ingibjorg h’álmadótiir stjórnarmoður I Baugi og Jón Asgeir 'Jóhannesson forstjóri Baugs stíga nú fram og gera risasamning við islenska tónlistarmenn. al virtustu samtímalistamanna veraldar. Sömu sögu er að segja af Björk Guðmundsdóttur, sem er vellauðug og þykir sérlega slyng í viðskiptum. Samson-feðgar hafa verið rausnarlegir við íslenska lista- menn á síðustu árum og fóstr- uðu meðal annars listamanna- samfélagið Klink og Bank um tveggja ára skeið. Feðgarnir eru sömuleiðis helstu bakhjarlar Listasafns íslands. Baugur stigur nú áþekk skref með væntanlegum samningi við nokkra af helstu tónlistarmönn- um landsins. Með þessum hætti eru íslensk- ir auðmenn og stórfyrirtæki þeirra að sýna öfluga viðleitni til að standa við baldð á íslensk- um listamönnum svo um mun- ar. En þetta er vonandi einung- is byrjunin á því sem koma skal. Fordæmið hefur verið skapað og tónninn sleginn. Undirritað- ur vill ganga svo langt að óska íslcnskum listamönnum þess að í framtíðinni sleppi þeir við ölm- usumenguð listamannalaun frá hinu opinbera og að í staðinn kómi árangurstengdir samning- ar við fyrirtæki, sem sjá hag sinn vænstan með menningartengd- um stuðningi. Þannig geta lista- menn einbeitt sér að því sem þeir gera best á meðan mark- aðsfólkið finnur leiðir til þess að skapa beinar og óbeinar tekjur aflisíinni. Menningin verður í askana látin. Efnisyfirlit Bls 10 n Bls. 12 Bls 20 21 meo Blönduós Felldi tvö afrísk dýr í i Bls. 64 Bls. 70 0 1. Alþingismenn... ...þeir eru í frli eins og fyrri daginn. 2. Fangar... ...þeirhafa tlmann fyrirsér. 3. fþróttafréttamenn.. ...og fá meira aö segja borgað fyrir. 4. Fangaverðir... -fylgjast með föngunum fylgjast með boltanum. 5. Kennarar... ... eiga sammerkt með þingmönn- um að eiga rlflegt sumarfrí. Geir með breiða bakið Það var dapurlegt að sjá Geir H. Haarde halda þungbúna ræðu í hrá- slagaveðri á þjóðhátíðardaginn, að þurfa meðal annars að taka aftur lof- orð um lækkun skatta og biðja fólk að spara, eins og afar gerðu. Fortíðin virðist vera að skjóta aftur upp koll- inum og fólk farið að horfa í hverja krónu eftir loforð hinna brosmildu sem ríktu á sólskinsárunum. Sum- ir stjórnmálamenn eiga ekki þau ósköp skilið sem dynja á þeim. Geir H. Haarde er einn þeirra. Líklega hefur enginn ráðherra í íslenskri stjórn- málasögu þurft að taka á sín- ar herðar eins mikinn og flók- inn vanda og hann. Flokk- ur hans á sök á þessu ásamt þeim sem fólk veigr- ar sér við að nefna á nafn nema með svartan ruslapoka á höfði. Geir hefur þurft að taka skyndilega við embætti forsætisráðherra af manni sem virð- ist hafa brotnað niður. Önnur hæfari skýring en sú sem er kennd við sál- ina er varla til á tilhlaupinu. Við lif- um á tímum sálarháska í heimi sem veit fátt í sinn haus og lætur lappir ráða. Einstaklingar og þjóðir eru á flótta undan hörmulegum afleiðing- um glæstrar tíðar. Auðsæilega gerir hinn ágæti Geir sér grein fyrir þessu fyrirbrigði. Það er ekki að sjá að hann hafl gaman af að hætta sér út í sjálfsmorðspólit- ík sökum fífldirfsku. Hann er var- færinn og veit að hann hefur marga djöfla að draga sem aðrir en hann hafa vakið og skilið eftir sig. Líklega hefur hann notið þess að vera ut- anríkisráðherra, en hætti snarlega og skipaði í staðinn manneskju sem lét fyrsta verk sitt vera að vísa frá sér sinni fyrstu skyldu, að semja við Am- eríkana. Það lendir líka á Geir, eins og hann væri allra-ráðherra-bak. Og síst má gleyma einu. Hann hefur þurft að víkja úr embætti hæfri konu úr flokki sínum og fá það konu úr öðrum flokki. Þannig hefur hann rofið, gegn vilja sínum, það sem er kallað kynja- hlutfall, til þess eins að friða einskis nýtan flokk. Staðan er svo óvenju- leg að femínistar þegja og hafa ekki gert sér grein fyrir að slíkt gæti gerst. Áður var konum stefnt gegn körlum, nú konu gegn konu. Hvor er hæfari? Karlmannasagan virðist hafa end- urtekið sig: Sú fékk sem átti fenginn ekki skilinn. I Guöbergur Bergsson rithöfundur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.