Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. JÚNl2006 Fréttir DV Cortes og Jenkins í tónleikaferð Garðar Cortes óperu- söngvari er nú að setjasigí stellingar fyrir mikið tónleika- ferðalag um Bretlandseyj- ar þar sem hann syngur með dívunni Catherine Jenkins. Eru um þijátíu tónleikar fyrir- hugaðir og fara næstu tveir mánuðir í þetta mikla verk- efni. Þegar eru sjötíu prósent miðanna seldir. „Allt er á „hóld" meðan við vinnum að þessum málum," segir Einar Bárðarson umboðsmað- ur Garðars, aðspurður um hvemig miði í samningagerð Garðars og útgáiurisans EMI. „Maður setur ekkert fluguna á fyrir silunginn þegar allt er krökkt af laxi." Aukið vald til þingmannarætt „Þetta er svona slagur á milli ráð- herravalds ogþing- mannavalds," segir Gunnar Örfygsson þingmaður Sjálfstæð- isflokksins. Hann var staddur í París í vik- unni þegar DV náði af hon- um tali. Gunnar situr nú, ásamt Kjartani Ólafssyni og Einari Má Sigurðssyni, mik- ið þing sem áheymarfulltrúi þar í borg. Þingið er á veg- um Natóþjóðanna. „Svokall- að vefþing." Er þar einkum rætt um aukna áherslu á að- komu þjóðþinga að meiri- háttar ákvörðunum á kosm- að ráðherravalds. „Hér sitja ráðherrar fyrir svömm og er skemmtilegur línudans sem þeir stíga. En þekkt er þegar menn tóku til dæmis krítíska ákvörðun um að styðja árás- ina í írak." Watersfær flugubox RogerWaters notaði tækifær- ið eftir mikla og vel heppnaða tónleika í Egilshöll og hélt til veiða í Norðurá. Eftir því sem írarn kemur á veiöivefn- um krafla.is tók Norðurá ekki vel á móti þessum höfuð- paur Pink Floyd. En þeir hjá Stangveiðifélagi Reykjavík- ur gáfu tónlistarmanninum glæsilegt flugubox frá krafla. is að gjöf í sárabætur. Kröflu- mönnum þótti merkilegt að þeir miðlar sem fjallað hafa um laxveiðar og tónlist hafi ekki gert þessari höfðinglegu gjöf skil. Norður í víking „Já, hér gengur allt vel ogmjöggam- an. Þetta er vel sótt. Kannski ekki höfuðborg heimsinsenvel mætt miðað við íbúaijölda," segir Steinn Ármann Magnússon vík- ingur. Þegar DV náði tali af Steini var hann staddur á Sauðár- króki. Víldngahátíð Jóharm- esar Viðars, verts á Fjöru- kránni, stendur nú sem hæst en um síðustu helgi sóttu þúsundir gesta hátíðina. Far- ið var norður á Sauðárkrók með sýningarhald en henni verður fram haldið í Hafnar- firði nú um helgma og lýkur á sunnudag. r Sveinsson kvikmyndagerðarmaöur er að hefja tökur heimildarmynd? )yggir á Draumalandi Andra Snæs Magnasonar. Andri skrifar handrit og Sigur Rós sér um tónlistina. Framleiðandi ásamt Ólafi er Sigurður Pálmason kenndur við Hag- kaup. Draumalandið hefur nú selst í 10 þúsund eintökum og enn er verið að prenta. „Ég hafði verið að spekúlera í því fyrir ári að gera mynd um virkj- unarmálin en ekki fundið neinn flöt sem ég var ánægður með. Þangað til ég las bókina hans Andra. Andri er réttur maður á rétt- um tíma," segir Ólafur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður. f næsta mánuði hefjast tökur á heimildarmynd sem byggir á Drauma- landinu - bók Andra Snæs Magnason- ar. Ólafur Sveinsson, sem þekktast- ur er fyrir myndina Hlemmur, skrifar handrit ásamt Andra Snæ en Sigur Rós leggur til tónlistina. Tökumaður er Halldór Gunnarsson en framleiðandi ásamt Ólafi er Sigurður Pálmason gjaman kenndur við Hagkaup. Ólaf- ur segir stefnt að því að myndin, sem verður 90 mínúma löng, verði tilbúin til sýninga í kvikmyndahúsum næsta vor. „Við erum að byrja tökur í júlí og verðum fram í ágúst. Og ætlum svo að vanda veru- lega alla eftirvinnslu." Tíu þúsund eintök seld „Draumalandið er bók- in. Draumalandið!" Bubbi Morthens yfir mannskapinn í troð fullri Laugardalshöll fyrir skemmsm. Drauma- landið hef- Andri Snær Breyttur tónn jafnvel meðal stóriðjusinna - og Jóhannes Geirkominn á skólabekk. ur slegið rækilega í gegn og nýtur sér- stöðu í íslenskri bókaútgáfu. Kristján B. Jónasson þróunarstjóri Eddu segir það engum vafa undirorpið. „Bókm hefur nú þegar selst í tíu þúsund eintökum og er verið að prenta meira. Við prentum hana í tvö þúsund emtökum í senn þannig að þetta er líklega 5. prentun." Ólafur tekur í sama streng og seg- ir bókina „unique" í íslenskri bókaút- gáfu. „Margir vissu ekki mikið um þetta eða höfðu spekúlerað í ' ví. En fundu þama farveg fyrir hugsanir sínar. Andri hefur opnað þeim nýja sýn á þetta og sett í stærra samhengi. Þá hefur bók- P mspurstfeikilegavelútog líklega margir lesendur um hverja bók," segir Ólafur. æpn Andri hittir í mark Andri Snær sjálfur er, merkilegt nokk, ekld gapandi vegna þessara ótrúlegu viðbragða. „Það er til skjal- fest í tölvupósti til forleggjara í tengslum við fyrstu væntingar. Tíu þúsund eintök eða við sleppum þessu." Fyrstu viðbrögð frá þeim sem voru í fyrsta lesendahópi gáfu Andra ástæðu til að ætla að bókin hefði al- menna skírskotun: Bolirnir, frjáls- hyggjumenn og kommúnistar. „Alls staðar vom viðbrögðin á eina leið. Ég vissi að ég hafði hitt á þann punkt sem ég var að leita að," segir Andri Snær. Breyttir tímar Ólafur segir myndina klassíska heimildarmynd, tekna á Kárahnjúka- svæðinu, á Reyðarfirði, Egilsstöð- um og víðar. Líka þar sem stóriðja er á kortinu: á Húsavík og Reykjanesi. „Síðan verður byggt á viðtölum bæði við virkjunarsinna og þá sem efast um ágæti þess að virkja meira og byggja álver," segir Ólafur. Andri Snær segist skynja gerbreytt viðhorf jafnvel meðal þeirra sem töl- uðu blygðunarlaust um að stóriðju- stefna væri eina leiðin. I greinaskrif- um Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar stjómarformanns Landsvirkjunar er hann farinn að tala um að stóriðja megi alveg fá að vera með öðm. Enn má hætta við „Annars var ég að frétta það að Jó- hannes Geir væri kominn í hagfræði- nám á Bifröst. Kannski of seint í rass- inn gripið," segir Andri Snær sem er þó ekki búinn að gefa upp alla von um að hættverði við miðlunarlónið eystra. „Ég held að það væri farsælast. Held að fólk muni efdr 20 til 30 ár óska sér að það hefði gerst. Þetta er spum- ing um vilja. Ég held að það myndi skila meiri tekjum. í stað þess að skaða ímynd þjóðarinnar myndi það bæta hana.Þaðværikraftaverk." jakob@dv.is Guði sé lof fyrir Alfreð Svarthöfði hefur alltaf verið ein- arður stuðningsmaður íslenska landsliðsins í handbolta. Oft hafa „Strákarnir okkar" komið Svart- höfða í alsælu en jafnoft valdið sorg og depurð í marga daga. Það breyt- ir þó ekki því að handboltalandslið- ið er það eina í heimi íþróttanna sem er í heimsklassa og á möguleika á því að berjast gegn bestu liðum heims á grundvelli jafningja. Það var með mikilli tilhlökkun sem Svarthöfði skundaði í sínu fínasta pússi í Laugardalshöll á þjóð- hátíðardaginn sjálfan. Framundan var leikur gegn erkióvinunum Svíum í leik þar sem allt var undir - ekk- ert minna en framtíð handboltans. í ljósi góðra úrslita ytra í fyrri leiknum Cm var Svarthöfði mátulega bjartsýnn fyrir leildnn. Sviðið var klárt. Troðfull höll og allir í sautjánda júní-skapi. Þótt útlitið hafi verið svart um tíma efaðist Svarthöfði samt aldrei. Þegar ljóst var að sætið á HM væri í höfn steig Svarthöfði síðan villtan stríðsdans með öðrum áhorfendum. Svarthöfði velti því fyrir sér eftir leikinn hvað hefði breyst hjá íslenska landsliðinu. Hvers vegna í ósköpun- um tókst liðinu að leggja Svía í svona þýðingarmiklum leikjum. Svarið er einfalt eins og Svarthöfði komst að. Svarið er Alfreð Gíslason. Allt frá því að Alfreð tók við liðinu hefur verið annar bragur á því. Liðið hefur geisl- að af sjálfstrausti enda komið í hend- urnar á einum færasta og virtasta þjálfara heims. Liðið brotnaði ekld í útileiknum þótt það misnotaði fyrstu sex skot sín í leiknum eða væri tveimur mörkum und- ir þegar lítið var eftir. Lið- ið brotnaði ekki þótt það væri fimm mörkum undir í leiknum í Laugardalshöll. Hefði það gerst undir stjórn Viggós Sigurðssonar? Svarthöfði lætur lesendum eftir að svara þeirri spurningu. Svartliöfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.