Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 23. JÚNl2006 Fréttir DV Eignarhaldsfélagið ORK hefur fest kaup á lóðunum við Skerjabraut 1 og 3 á Seltjarnarnesi og hyggst byggja þar íbúðir fyrir fólk sem er komið yfir fimmtugt. Tillögur félagsins voru kynntar íbúum á kynningarfundi í gærkvöldi en Reynir Kristinsson hjá Frjálsa úárfestingabankanum sagði við DV að mikill skortur væri á íbúð- um fyrir fólk á þessum aldri á Seltjarnarnesi. Lóöln séö aÖ ofan Einsogsjámðá þessari mynd er tóbln á iinum staö á Seltjarnarnesi f námunda við Elöistorg og ekki langt frá nýuppgeröri sundlaug þeirra Seltirninga. Loftmyndir Þessi húsfáaðvíkja Húsiö þarsem Prjónastof- an löunn var áöur til húsa aö Skerjabraut I og einbýlishúsið aö Skerjabraut3 fá að víkja fyrir Ibúðum sem hýsa eiga fimmtfu ára og eldri. DV-myndGVA ORK byggir íbúðir fýrir eldra fólk á Nesinu Eldra fólk á Seltjarnarnesi, sem hefur í hyggju að minnka við sig en vill ekki flytja burt úr bæjarfélaginu, getur tekið gleði sína því eignarhaldsfélagið ORK stefnir að því að byggja íbúðir fyrir fólk yfir fimmtugu á lóð við Skerjabraut. Skortur hefur verið á slíkum íbúðum því einungis hefur verið boðið upp á íbúðir fyrir eidri borgara í Tjarnarmýri og á Vistheimilinu Bjargi á Skólabraut. í gærkvöldi var haldinn kynningarfundur með íbúum þar sem viðraðar voru hugmyndir arkitekta en DV var farið í prentun áður en sá fundur hófst. Fólk sem hefur búið á Seltjarnar- nesi frá unga aldri vill gjarnan búa þar áfram þótt árin færist yflr það. Fáir möguleikar hafa verið í boði fyr- ir fólk sem hefur viljað flytjast úr risa- stórum einbýlishúsum sínum í íbúð- ir sérhannaðar fyrir eldra fólk. Nú hyggst hins vegar eignarhaldsfélag- ið ORK bæta úr því. Félagið hyggst byggja íbúðir fyrir fólk sem komið er yfir fimmtugt á reitnum sem nær yfir Skerjabraut 1 og 3. Þar stendur nú húsið sem hýsti Prjónastofuna Ið- unni auk einbýlishúss á Skerjabraut 3 sem var í eigu hjónanna Steinunn- ar Stefánsdóttur, ritstjórnarfulltrúa á Fréttablaðinu, og Arthurs Morthens hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Rándýr lóð Aðstandendur eignarhaldsfélags- ins vildu ekki gefa upp hversu mikið „Við höfum ákveðið að tala fyrst við íbúana og heyra þeirra sjónar- mið. Það mun svo ráð- astafþeim viðbrögð- um hvernig endanlegar teikningar líta út" greitt var fyrir lóðimar en heimildir DV herma að það hafi verið um 150 milljónir fyrir rúmlega 2700 fermetra lóð. Það er Frjálsi fjárfestingabank- inn sem fjármagnar framkvæmdina og sagði Reynir Kristinsson, fulltrúi bankans íþessu máli, að mikill skort- ur væri á íbúðum fyrir fólk á þessum aldri á Seltjarnarnesi og þessi fram- kvæmd liti að því að bæta úr því. Mikil eftirspurn Reynir sagði að hann hefði nú þegar fundið fyrir miklum áhuga íbúa á Seltjarnarnesi gagnvart framkvæmdinni og nú þegar væru einstaklingar farnir að falast eftir því að tryggja sér íbúð. ORK hefur ekki sett sig í samband við bæjar- yfirvöld á Seltjarnamesi og sagði Reynir það gert af ásettu ráði. Ákveðið hefði verið að tala fyrst við íbúa á Nesinu. (búar með í ráðum Reynir sagði að það væri rétt að ekki væru farnar hefðbundnar leiðir í þessu ferli. „Við höfum ákveðið að tala fyrst við íbúana og heyra þeirra sjónarmið. Það mun svo ráðast af þeim viðbrögðum hvernig endan- legar teikningar líta út. Það er mikil- vægt fyrir okkur að gera þetta í sátt og samlyndi við íbúana og síðan mun- um við tala við bæjaryf- irvöld," sagði Reynir. oskar@dv.is i húsið sitt Steinunn Stefánsdóttir, ritstjórnarfulltrúi á Fréttablaðinu, og eigínmaöur hennarArthur Morthens seldu hús sitt á Skerjabraut 3 til ORK ehffyrir rúmaF Saltfiskveisla að hefjast Rannsókn að ljúka í hrottalegu ofbeldismáli Fyrsta saltfisk- veislan í Neðstakaup- . stað verður laugardag- inn 1. júlí. Hefð hefur komist á að Byggðasafn Vestfjarða standi fyrir fýrstu veislunni og fái nokkra kunna alþýðukokka til að útbúa hlaðborðið með sólþurrkuðum fiski af reit safns- ins í Neðstakaupstað. Þá mun Salt- fisksveit Villa Valla leika undir borð- haldinu og laða ffam nokkur óvænt dansspor hjá gestum. Fólki er bent á að tryggja sér miða hjá safninu í sím- um 456 3297 og 456 3299 eða í 896 3291. bb.is segir frá. átning liggur fyrir í puttaklippumálinu Rannsókn lögreglunnar á Akur- eyri í hinu svokallaða puttaklippu- máli, sem upp kom á Akureyri nú undir lok maí, er senn að ljúka. Þrír menn sem allir voru handteknir í upphafi málsins afplána nú fyrri fangelsisdóma sína enda hafa þeir allir komist margítrekað í kast við lögin. Þeir eru Kristján Halldór Jens- son, Steindór Hreinn Veigarsson og Gunnar Freyr Þormóðsson. Piltarnir eru allir fæddir í kringum 1980. Játning liggur fýrir í málinu en Daníel Guðjónsson yfirlögregiu- þjónn vildi ekki upplýsa nánar um málið en á þann hátt að rannsókn væri nánast lokið og málið væri í far- vegi: „Rannsókninni er næstum lok- ið, það eru einungis tæknileg atriði eftir og næsta skref er ákærumeð- ferð," sagði hann. Þeir Gunnar Freyr og Steindór Hreinn fengu í byrjun mars þunga dóma í hrottalegu lík- amsárásarmáli sem upp kom á Ak- ureyri í fyrra. Málið skók Akureyr- arbæ en ungur drengur var barinn illa af þeim og fleirum ásamt því að þeir klæddu hann úr bol sínum. Að því loknu drógu þeir hann eftir mal- arplani í bænum svo illa að drengur- inn hlaut áverka á líkama. Að loknum misþyrming- unum rændu þeir föt- um drengsins og síma og skildu hann eftir í sárum sínum. Verði drengirnir sak- felldir bíður þeirra þung refsing en refsiramminn fyrir brot af þessu tagi er sextán ár. gudmundur@dv.is Puttakllppumálið Kristján Halldór Jensson og Steindór Hreinn Veigarsson eru, ásamt Gunnari Frey Þormóðssyni, grunaðir um hrottalega Hkamsárás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.