Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 23. JÚNl2006 Fréttir DV Eignarhaldsfélagið ORK hefur fest kaup á lóðunum við Skerjabraut 1 og 3 á Seltjarnarnesi og hyggst byggja þar íbúðir fyrir fólk sem er komið yfir fimmtugt. Tillögur félagsins voru kynntar íbúum á kynningarfundi í gærkvöldi en Reynir Kristinsson hjá Frjálsa úárfestingabankanum sagði við DV að mikill skortur væri á íbúð- um fyrir fólk á þessum aldri á Seltjarnarnesi. Lóöln séö aÖ ofan Einsogsjámðá þessari mynd er tóbln á iinum staö á Seltjarnarnesi f námunda við Elöistorg og ekki langt frá nýuppgeröri sundlaug þeirra Seltirninga. Loftmyndir Þessi húsfáaðvíkja Húsiö þarsem Prjónastof- an löunn var áöur til húsa aö Skerjabraut I og einbýlishúsið aö Skerjabraut3 fá að víkja fyrir Ibúðum sem hýsa eiga fimmtfu ára og eldri. DV-myndGVA ORK byggir íbúðir fýrir eldra fólk á Nesinu Eldra fólk á Seltjarnarnesi, sem hefur í hyggju að minnka við sig en vill ekki flytja burt úr bæjarfélaginu, getur tekið gleði sína því eignarhaldsfélagið ORK stefnir að því að byggja íbúðir fyrir fólk yfir fimmtugu á lóð við Skerjabraut. Skortur hefur verið á slíkum íbúðum því einungis hefur verið boðið upp á íbúðir fyrir eidri borgara í Tjarnarmýri og á Vistheimilinu Bjargi á Skólabraut. í gærkvöldi var haldinn kynningarfundur með íbúum þar sem viðraðar voru hugmyndir arkitekta en DV var farið í prentun áður en sá fundur hófst. Fólk sem hefur búið á Seltjarnar- nesi frá unga aldri vill gjarnan búa þar áfram þótt árin færist yflr það. Fáir möguleikar hafa verið í boði fyr- ir fólk sem hefur viljað flytjast úr risa- stórum einbýlishúsum sínum í íbúð- ir sérhannaðar fyrir eldra fólk. Nú hyggst hins vegar eignarhaldsfélag- ið ORK bæta úr því. Félagið hyggst byggja íbúðir fyrir fólk sem komið er yfir fimmtugt á reitnum sem nær yfir Skerjabraut 1 og 3. Þar stendur nú húsið sem hýsti Prjónastofuna Ið- unni auk einbýlishúss á Skerjabraut 3 sem var í eigu hjónanna Steinunn- ar Stefánsdóttur, ritstjórnarfulltrúa á Fréttablaðinu, og Arthurs Morthens hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Rándýr lóð Aðstandendur eignarhaldsfélags- ins vildu ekki gefa upp hversu mikið „Við höfum ákveðið að tala fyrst við íbúana og heyra þeirra sjónar- mið. Það mun svo ráð- astafþeim viðbrögð- um hvernig endanlegar teikningar líta út" greitt var fyrir lóðimar en heimildir DV herma að það hafi verið um 150 milljónir fyrir rúmlega 2700 fermetra lóð. Það er Frjálsi fjárfestingabank- inn sem fjármagnar framkvæmdina og sagði Reynir Kristinsson, fulltrúi bankans íþessu máli, að mikill skort- ur væri á íbúðum fyrir fólk á þessum aldri á Seltjarnarnesi og þessi fram- kvæmd liti að því að bæta úr því. Mikil eftirspurn Reynir sagði að hann hefði nú þegar fundið fyrir miklum áhuga íbúa á Seltjarnarnesi gagnvart framkvæmdinni og nú þegar væru einstaklingar farnir að falast eftir því að tryggja sér íbúð. ORK hefur ekki sett sig í samband við bæjar- yfirvöld á Seltjarnamesi og sagði Reynir það gert af ásettu ráði. Ákveðið hefði verið að tala fyrst við íbúa á Nesinu. (búar með í ráðum Reynir sagði að það væri rétt að ekki væru farnar hefðbundnar leiðir í þessu ferli. „Við höfum ákveðið að tala fyrst við íbúana og heyra þeirra sjónarmið. Það mun svo ráðast af þeim viðbrögðum hvernig endan- legar teikningar líta út. Það er mikil- vægt fyrir okkur að gera þetta í sátt og samlyndi við íbúana og síðan mun- um við tala við bæjaryf- irvöld," sagði Reynir. oskar@dv.is i húsið sitt Steinunn Stefánsdóttir, ritstjórnarfulltrúi á Fréttablaðinu, og eigínmaöur hennarArthur Morthens seldu hús sitt á Skerjabraut 3 til ORK ehffyrir rúmaF Saltfiskveisla að hefjast Rannsókn að ljúka í hrottalegu ofbeldismáli Fyrsta saltfisk- veislan í Neðstakaup- . stað verður laugardag- inn 1. júlí. Hefð hefur komist á að Byggðasafn Vestfjarða standi fyrir fýrstu veislunni og fái nokkra kunna alþýðukokka til að útbúa hlaðborðið með sólþurrkuðum fiski af reit safns- ins í Neðstakaupstað. Þá mun Salt- fisksveit Villa Valla leika undir borð- haldinu og laða ffam nokkur óvænt dansspor hjá gestum. Fólki er bent á að tryggja sér miða hjá safninu í sím- um 456 3297 og 456 3299 eða í 896 3291. bb.is segir frá. átning liggur fyrir í puttaklippumálinu Rannsókn lögreglunnar á Akur- eyri í hinu svokallaða puttaklippu- máli, sem upp kom á Akureyri nú undir lok maí, er senn að ljúka. Þrír menn sem allir voru handteknir í upphafi málsins afplána nú fyrri fangelsisdóma sína enda hafa þeir allir komist margítrekað í kast við lögin. Þeir eru Kristján Halldór Jens- son, Steindór Hreinn Veigarsson og Gunnar Freyr Þormóðsson. Piltarnir eru allir fæddir í kringum 1980. Játning liggur fýrir í málinu en Daníel Guðjónsson yfirlögregiu- þjónn vildi ekki upplýsa nánar um málið en á þann hátt að rannsókn væri nánast lokið og málið væri í far- vegi: „Rannsókninni er næstum lok- ið, það eru einungis tæknileg atriði eftir og næsta skref er ákærumeð- ferð," sagði hann. Þeir Gunnar Freyr og Steindór Hreinn fengu í byrjun mars þunga dóma í hrottalegu lík- amsárásarmáli sem upp kom á Ak- ureyri í fyrra. Málið skók Akureyr- arbæ en ungur drengur var barinn illa af þeim og fleirum ásamt því að þeir klæddu hann úr bol sínum. Að því loknu drógu þeir hann eftir mal- arplani í bænum svo illa að drengur- inn hlaut áverka á líkama. Að loknum misþyrming- unum rændu þeir föt- um drengsins og síma og skildu hann eftir í sárum sínum. Verði drengirnir sak- felldir bíður þeirra þung refsing en refsiramminn fyrir brot af þessu tagi er sextán ár. gudmundur@dv.is Puttakllppumálið Kristján Halldór Jensson og Steindór Hreinn Veigarsson eru, ásamt Gunnari Frey Þormóðssyni, grunaðir um hrottalega Hkamsárás.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.