Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Blaðsíða 21
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ2006 21 „Þetta er bara afþví að bíllinn ersvartur," vilja ekki gefa upp staðsetninguna enda er hún hemaðarleyndarmál. Við stöðvum ungan ökumann með glæ- nýtt ökuskírteini á 110 km/klst. „Ég var að taka ffam úr," segir hann og lætur bóka í skýrsluna. Á myndbandinu sem tekið var upp af hraðakstrinum mátti þó sjá að ökumaðurinn var löngu búinn að taka fram úr og keyrði sem leið lá - einn í beygju. Við emm komnir nálægt Víðidal. Radarinn mælir næsta ökumann á 128 km/klst. á nýlegum Golf. Hann er eins og flestir að drífa sig á Bíladaga. „Þú passar bensínfótinn á leiðinni," segir Höskuldur við manninn er hann stíg- ur út úr bílnum. Hann þakkar fýrir sig. „Það hljómar kannski skringilega en örugglega 95% þeirra sem við stopp- um þakka okkur fyrir eftir að við höf- um stoppað þá. Við viljum fá fólk sátt út í umferðina," segir Höskuldur. Pulsum okkur niður Næst er stefnan tekin á söluskál- ann í Víðihlíð. „Nú ætlum við að pulsa okkur niður," segir Höskuldur og vísar í pylsuauglýsingu sem einmitt lögregl- an á Blönduósi lék í. Höskuldur fær sér pylsu með tómat, sinnep og steiktum. Ingi með öllu nema remúlaði. Blaða- maður lét sér nægja allsbera pylsu í brauði. Eftir að hafa pulsað okkur upp íVíði- hlíð liggur leiðin á Blönduós. Klukkan er að ganga tíu um kvöld. Blaðamaður þarf að vera kominn til Akureyrar fyrir miðnætti - á löglegum hraða. Þegar á Blönduós er komið fer blaðamaður áleiðis til Akureyrar - Vil- hjálmur og Ingi halda áfram að hraða- mæla. Enda umferðin orðin minni og hraðinn farinn að aukast. Fleiri ökumenn voru teknir þetta kvöld fýrir að keyra of hratt á leið sinni norður. Einn var tekinn tvisvar - rétt eftir að blaðamaður DV kvaddi lög- regluna. Hann var mældur á 145 km/ klst. og var nýkominn með bflpróf. Skömmu síðar var hann mældur aftur á 110 km/klst. Hver veit nema sá eigi einn daginn eftír að aka á fleygiferð inn í eilífðina? gudmundurdv.is Eru í umræðunni og sækjast eftir því „Við vorum hugsanlega fyrstir til að leggja ofuráherslu á umferðareftirlit og höfum sinnt því mjög mikið - enda var full þörffyrir það," segir Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn í lögreglunni á Blönduósi. „Við værum ekki að þessu efvið tryðum því ekki að við værum að hafa áhrifá umferðina" 'segir hann og vísar til þess að slysum hafi fækkað -þótt erfitt sé að sanna það tölfræðilega. „Þú getur ekki hitt einhvern sem við höfum bjargað frá þvi að láta lífið i umferðinni en við trúum þvi að þeir séu nokkrir til," segir hann. Áherslan á aukið umferðareftirlit í umdæmi Blönduóslögreglunnar hófst i kringum 7 987 og hefur hún oftast verið nefnd sú harðasta á landinu. Fólk hlýtur að spyrja sig hvort aðrir lögreglu- menn á landinu verði ekki fúlir. „Það held ég að sé gálgahúmor í sjálfu sér, þegar talað er um okkur í þessu samhengi," segir Kristján. „Ég held að það sé allt ígóðu og vel meint - en auðvitað erum við í umræðunni og sækjumst eftir því." Það vakti athygli í ferð blaðamanns DVá dögunum að ökumenn voru almennt ekki ósáttir þegar þeir fóru út úr lögreglubílnum. „Við leggjum mikið upp úrþvi að skila afokkur ökumönn- um í betra ástandi en þeir voru áður en við stoppum þá. Það er lítið gagn að stoppa einhvern sem er hættulegur í umferðinni, bæði sjálfum sér og öðrum - eftir afskipti lögreglu," segir hann. róflaus Ökumaður þessa bíls var xtán ára og próflaus. Hringt varl reldri hans og þeim tilkynnt um fsaakstur og prófleysiö. f bílnum Þetta útsýni fá iögbrjótar. Víðigerði Við pulsuðum okkur niður undir lokin. LANGT YFIR Þessi ökumaður mældist á 128 km/klst. Fjarstýrt Radarnum er fjarstýrt afþeim sem situr I farþegasætinu - séu lögreglumenn tveir. Á BMW Þessi vará 107km/klst. Vilja hraðakstur afgötunum „Það er allt reynt til að benda mönnum á það að sýna gætni og fá menn til að virða umferðar- reglur," segir Garðar Sigurðsson, formaður Bílaklúbbs Akureyrar. Hann segir að klúbburinn hvetji alls ekki til hraðaksturs þótt vissulega gerihann sérgrein fyrir að sumir bílarnir sem komi á hátíðina séu ætlaðir til hraðakst- urs. „Við vinnum þetta í miklu samstarfi við lögregluna," segir hann og bendir á að klúbburinn vilji hraðaksturinn afgötunum og inn á lokuð svæði. Jafnframt bendir hann á að klúbbnum hafi verið lofað athafnasvæði i Glerárhverfi á Akureyri af yfírvöldum, en ekkert hafi gerst í þeim málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.