Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Síða 32
44 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ2006
Helgarblaö DV
Andrés móðgaði
hermenn
Andrés prins hneykslaði marga
með hegðun sinni er hann sinnti
opinberum skyldum stnum gagn-
vart hernum. Prinsinn gjammaði
stanslaust í símann á meðan á at-
höfninni stóð og sögðu viðstaddir
að hann hefði verið að reyna að
selja húsið sitt í Sunninghill Park
milli þess sem hann talaði við
Fergie í símann. Þeir sem fylgjast
með bresku konungsfjölskyldunni
vita að Andrew hefur alltaf verið
tækjaóður og kenndi mömmu sinni
meðal annars á farsíma og iPod en
hann hefur aldrei áður tekið tækin
fram yfir skyldur stnar.
Húmorslaus
konungur
Karl Gústaf Svtakonungur er bálreið-
ur vegna gatnamóta sem nefnd hafa
verið eftir honum. Gatnamót í einni
stærstu borg Svfþjóðar hafa verið
kölluð „Gatnamót kóngslns" og
verður stærðarinnar kórónu komið
fyrir á staðnum. Ástæða nafngiftar-
innar er sú staðreynd að Karl Gústaf
lenti i árekstri á staðnum t fyrra. Þeir
sem til þekkja segja konunginn ekki
hafa húmor fyrir nafninu þar sem
það vísi til lélegra aksturshæfileika
hans.
Fílippus príns 85 ára
Þótt drottningin hafi haldið upp á átt-
ræðisafmæli sitt með pompi og
prakt fór minna fyrir 85 ára af-
mælisveislu Filippusar prins. Prins-
inn fæddist á grtsku eyjunni Corfu
þann 10. júní 1921 og giftist Elísa-
betu prinsessu árið 1947. Vegna
slæmrar heilsu föður hennar varð
unga parið fljótlega að taka á sig fleiri
konunglegar skyldur. Filippus barðist í
seinni heimsstyrjöldinni og hefur látið hafa eftir sér
að hann sjái eftir að hafa ekki sóst til frekari afreka
innan hersins.
Bhumibol Adulyadej konungur Tælands hélt upp á þau 60 ár sem hann hefur ríkt
yfir landinu en enginn þjóðhöfðingi hefur ríkt jafn lengi og Bhumibol. Kóngar,
drottningar og annað hefðarfólk fagnaði tímamótunum með kónginum í íjögurra
daga glæsilegri veislu þar sem hvergi var til sparað.
Norskar kveðjur Mette-Marít
og Hákon krónpríns óska tæ-
lenska konunginum til ham-
ingju með timamótin.
Samkoma Andrew Breta■
prins heilsar Mswati kon-
ungi f veislunni.
mm Wf Jt
■ |( ■'fiW SV > • .';
V# 1 |l æ 1
Ff |
Kóngar, drottningar, prinsessur,
prinsar, hertogar og soldánar hóp-
uðust til Tælands á mánudaginn til
að fagna þeim 60 árum sem Bhumi-
bol Adulyadej konungur hefur ríkt
yfir landinu. Hinn 78 ára tælenski
kóngur hélt risaveislu í tilefni tíma-
mótanna og bauð helstu fyrirmönn-
um heimsins frá 25 löndum. Meðal
gesta voru Maxima prinsessa
Hollands, Karl Gústaf konungur
Svía, Aibert prins af Mónakó, Mette-
Marit krónprinsessa og Hákon krón-
prins Noregs og Hinrik Danaprins,
sem fagnaði 72 ára afmæli sínu
þann 11. júní. Margrét Danadrottn-
ing komst ekki með eiginmanni sín-
um þar sem hún er er að jafna sig
eftir hnéaðgerð. Um fjögurra daga
veislu í Bangkok var að ræða.
Enginn þjóðhöfðingi hefur ríkt
jafn lengi yfir ríki sínu og tælenski
konungurinn sem tók á móti gestum
sínum með glæsilegri athöfn á flug-
vellinum. Öryggisgæsla á vellinum
var gífurleg og var öllum óviðkom-
andi bannaður aðgangur á meðan
hinir konunglegu gestir komu til
landsins. Ríkisstarfsmönnum og
skólabörnum var gefið frí í vikunni í
von um að létta á umferðinni en
umferðarþunginn í Bangkok er afar
mikill á venjulegum degi.
Elísabet Englandsdrottning, sem
ríkt hefur næstíengst af öllum á eftir
Bhumibol, komst ekki í veisluna en
sendi son sinn Andrés prins fyrir
sína hönd. Flestir gestanna notuðu
tækifærið til að ferðast um landið og
Asíu og heimsóttu Karl Gústaf Svía-
konungur og Silvía drottning meðal
annars borgina Phuket þar sem
margir Svíar týndu lífi sínu þegar
flóðbylgjan miída skall á heimsálf-
una annan í jólum 2004.
Bhumibol konungur hefur verið
afar vinsæll í heimalandi sínu. Hann
er hæfileikarfkur tónlistarmaður og
spilar meðal annars á saxafón ásamt
tíu félögum sínum hvern einasta
morgun og hefur spilað og samið
tónlist í gegnum tíðina.
Camilla Parker-Bowles er sögð eyðilögð vegna dauða föður síns.
Camilla og Karl Hjónakornin tóku
dauða Bruce Shand afar nálægt sér.
Faðir Camillu látinn
Faðir Camillu Parker-Bowles er lát-
inn, 89 ára að aldri. Hertogaynjan er
sögð eyðilögð vegna föðurmissisins en
faðir hennar, Bruce Shand, hafði verið
veikur í nokkurn tíma. Shand átti að
baki glæsilegan feril innan breska
hersins en hafði að mestu snúið sér að
vínsöfnun og veiðum á sínum eldri
árum. Samkvæmt fréttatilkynningu
frá Clarence House verður jarðarförin
lítil og persónuleg en Shand eyddi sfð-
ustu árum lífs síns heima hjá Annabel
dóttur sinni og lést á heimili hennar
innan um fjölskyldu sína.
Camilla hefur aflýst heimsóknum
og skyldum sínurn næstu vikuna. Karl
Bretaprins er einnig sagður hafa verið
náinn tengdaföður sínum og sam-
kvæmt heimildum innan hallarinnar
kom dauði hans afar illa við prinsinn.
Eiginkona Shands, Rosalind, lést árið
1994 þegar hún var 72 ára.